Viðskipti innlent

Sig­ríður Auður til Orku­veitunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Auður Arnardóttir.
Sigríður Auður Arnardóttir. OR

Sigríður Auður Arnardóttir hefur verið ráðin til Orkuveitu Reykjavíkur sem stjórnandi á nýju fagsviði Samhæfingar og stjórnsýslu sem heyrir undir forstjóra.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Orkuveitunni. Sigríður hefur gegnt embætti ráðuneytisstjóra í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, áður umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, frá árinu 2014 eftir að hafa verið staðgengill ráðuneytisstjóra.

„Um er að ræða nýtt fagsvið og starf sem er m.a. ætlað að auka vægi samhæfingar verkefna og samtals Orkuveitusamstæðunnar við stjórnvöld, hagaðila og aðra til samræmis við hlutverk og metnaðarfull markmið samstæðunnar á sviði loftslags- orku- og umhverfismála,“ segir í tilkynningunni. 

Ennfremur segir að Sigríður Auður, sem sé með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, hafi áður gegnt embætti skrifstofustjóra á skrifstofu umhverfis og skipulags frá árinu 2012, skrifstofu laga og stjórnsýslu frá 2007 og skrifstofu laga og upplýsingamála í ráðuneytinu frá 2003.

Sigríður Auður hefur verið formaður Ofanflóðanefndar frá árinu 2013, auk þess að hafa stýrt og setið í fjölda starfshópa og nefnda á vegum Stjórnarráðsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×