Stríðið er tapað Lenya Rún Taha Karim skrifar 19. ágúst 2022 12:00 Stríðið gegn vímuefnum er tapað. Það virðist ekki skipta máli hversu miklum peningum og starfskröftum við verjum í það, einhvern veginn standa vímuefnin alltaf upp sem sigurvegarinn. Ekki einu sinni langstærsta haldlagning á kókaíni í sögunni er talin hafa nein teljandi áhrif á vímuefnamarkaðinn. Sölumenn hafa alla vega ekki miklar áhyggjur: „Það er alltaf nóg til af dópi.“ Það er eflaust góður vilji á bakvið það að ráðast í stórar og umfangsmiklar aðgerðir til að gera vímuefni upptæk. Vímuefni geta verið skaðleg og því auðvelt að sjá hvers vegna reynt er að minnka framboðið á þeim. Sú aðferð að verja takmörkuðum tíma og fjármunum lögreglunnar í slíkar aðgerðir virðist þó ekki skila árangri. Þið þurfið ekki að trúa mér fyrir því, lögreglan efast sjálf um það eins og heyra mátti í fréttum í gær. Ef ein aðferð virkar ekki þá hljótum við að þurfa að skoða aðrar. Það er galið að endurtaka sömu leiðina aftur og aftur en búast alltaf við annarri niðurstöðu. Með því að beina sjónum okkar að annars konar nálgun getur ríkið sparað töluvert fjármagn sem annars færi í þessar aðgerðir og hægt væri að nýta til að stuðla að meiri skaðaminnkun. Aðgerðir sem virka Ef stjórnvöld viðurkenna loksins að hvorki framboðið né eftirspurnin eftir vímuefnum fari minnkandi í bráð, þá verður hægt að grípa til annarra aðgerða. Fyrsta skrefið er afglæpavæðing. Með afglæpavæðingu er byrðunum létt af vímuefnaneytendum - neytendum sem eiga heima í heilbrigðiskerfinu en ekki refsivörslukerfinu. Með afglæpavæðingu og skaðaminnkun að leiðarljósi verður hægt að stuðla að meiri fræðslu og forvörnum, í stað þess að nýta fjármagnið í að grípa til aðgerða sem hafa ekki nokkur áhrif á markaðinn. Leggja áherslu á að hjálpa fólki sem vill hætta neyslunni og koma í veg fyrir að fleiri verði háð til að byrja með. Þetta er nálgun sem hefur sannað gildi sitt víða um heim. Nálgunin sem íslensk stjórnvöld hafa hins vegar beitt er einfaldlega ekki að skila árangri. Óskandi væri að vandinn væri ekki svona djúpstæður og teygði sig ekki þvert á heimsálfur og þjóðfélagshópa en nú er komið gott af afneitun og tími til kominn að grípa til aðgerða. Skaðaminnkandi aðgerða. Það gerir ekki gott fyrir neinn, ekki neytendur, lögregluna né samfélagið, að halda áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á hingað til. Flest öll þekkjum við einhvern sem hefur neytt vímuefna, jafnvel verið háður vímuefnum. Þetta vandamál er ekki eins fjarlægt okkur og við höldum heldur er þetta alls staðar, á öllum stigum samfélagsins. Við getum ekki lokað augunum og vonað að vandamálið hverfi heldur þurfum við að sætta okkur við veruleikann og prófa nýja nálgun. Hverju höfum við að tapa? Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Fíkn Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Stríðið gegn vímuefnum er tapað. Það virðist ekki skipta máli hversu miklum peningum og starfskröftum við verjum í það, einhvern veginn standa vímuefnin alltaf upp sem sigurvegarinn. Ekki einu sinni langstærsta haldlagning á kókaíni í sögunni er talin hafa nein teljandi áhrif á vímuefnamarkaðinn. Sölumenn hafa alla vega ekki miklar áhyggjur: „Það er alltaf nóg til af dópi.“ Það er eflaust góður vilji á bakvið það að ráðast í stórar og umfangsmiklar aðgerðir til að gera vímuefni upptæk. Vímuefni geta verið skaðleg og því auðvelt að sjá hvers vegna reynt er að minnka framboðið á þeim. Sú aðferð að verja takmörkuðum tíma og fjármunum lögreglunnar í slíkar aðgerðir virðist þó ekki skila árangri. Þið þurfið ekki að trúa mér fyrir því, lögreglan efast sjálf um það eins og heyra mátti í fréttum í gær. Ef ein aðferð virkar ekki þá hljótum við að þurfa að skoða aðrar. Það er galið að endurtaka sömu leiðina aftur og aftur en búast alltaf við annarri niðurstöðu. Með því að beina sjónum okkar að annars konar nálgun getur ríkið sparað töluvert fjármagn sem annars færi í þessar aðgerðir og hægt væri að nýta til að stuðla að meiri skaðaminnkun. Aðgerðir sem virka Ef stjórnvöld viðurkenna loksins að hvorki framboðið né eftirspurnin eftir vímuefnum fari minnkandi í bráð, þá verður hægt að grípa til annarra aðgerða. Fyrsta skrefið er afglæpavæðing. Með afglæpavæðingu er byrðunum létt af vímuefnaneytendum - neytendum sem eiga heima í heilbrigðiskerfinu en ekki refsivörslukerfinu. Með afglæpavæðingu og skaðaminnkun að leiðarljósi verður hægt að stuðla að meiri fræðslu og forvörnum, í stað þess að nýta fjármagnið í að grípa til aðgerða sem hafa ekki nokkur áhrif á markaðinn. Leggja áherslu á að hjálpa fólki sem vill hætta neyslunni og koma í veg fyrir að fleiri verði háð til að byrja með. Þetta er nálgun sem hefur sannað gildi sitt víða um heim. Nálgunin sem íslensk stjórnvöld hafa hins vegar beitt er einfaldlega ekki að skila árangri. Óskandi væri að vandinn væri ekki svona djúpstæður og teygði sig ekki þvert á heimsálfur og þjóðfélagshópa en nú er komið gott af afneitun og tími til kominn að grípa til aðgerða. Skaðaminnkandi aðgerða. Það gerir ekki gott fyrir neinn, ekki neytendur, lögregluna né samfélagið, að halda áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á hingað til. Flest öll þekkjum við einhvern sem hefur neytt vímuefna, jafnvel verið háður vímuefnum. Þetta vandamál er ekki eins fjarlægt okkur og við höldum heldur er þetta alls staðar, á öllum stigum samfélagsins. Við getum ekki lokað augunum og vonað að vandamálið hverfi heldur þurfum við að sætta okkur við veruleikann og prófa nýja nálgun. Hverju höfum við að tapa? Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun