Þjóðbanka bjargað úr brasksnöru Þorsteinn Sæmundsson skrifar 18. ágúst 2022 11:30 Undanfarinn áratug tæpan hefur bygging nýrra höfuðstöðva á dýrustu lóð Íslands verið á dagskrá banka allra landsmanna. Pistilritari hefur gagnrýnt fyrirætlanirnar harðlega frá fyrstu tíð. Sú barátta var ekki þrautalaus því kjörnir fulltrúar almennings eiga ekki greiða leið að stjórn þjóðbankans sem er að tæplega níutíuogátta hundraðshlutum í eigu þjóðarinnar. Gagnrýni undirritaðs og fleiri á sínum tíma beindist fyrst og fremst að kostnaði við þessa risaframkvæmd og við töldum að á tímum þegar bankaútibúum og bankastarfsmönnum fækkar verulega væri algjör firra að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva sem væru alltof stórar fyrir reksturinn. Bankastjórn og bankastjóri létu sig ekki og héldu framkvæmdinni áfram ótrauð. Rétt er að geta þess að framkvæmdin kom aldrei til kasta hluthafafundar og er því að öllu leyti á ábyrgð bankastjóra og stjórnar bankans. Það sætir furðu að fámennur hópur með svo veikt umboð skuli getað skuldbundið sameiginlega sjóði landsmanna með slíkum hætti. Undirritaður og fleiri bentu einnig á að áætlaður byggingakostnaður myndi ekki standast heldur verða miklu meiri en gert var ráð fyrir. Það hefur enda komið á daginn. Það er einnig athygisvert að þegar framkvæmdir voru að hefjast tók Landsbankinn lán í Norræna fjárfestingabankanum sem var um það bil jafnhátt og áætlaður kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva. Öll sú gagnrýni sem sett var fram á uppbyggingu höfuðstöðva Landsbankans áður en framkvæmdir hófust og síðar hefur reynst réttmæt. Fyrir tveim árum hafði kostnaður við bygginguna hækkað um tæpa tvo milljarða frá upphaflegri áætlun. Gera má ráð fyrir að enn hafi kostnaður aukist við bygginguna síðustu tvö ár. Hér er ekki öll sagan sögð. Varnaðarorð um stærð byggingarinnar voru einnig á rökum reist. Þannig boðaði þjóðbankinn fyrir nokkru að hluti nýbyggingarinnar yrði leigður út því húsið væri allt of stórt fyrir reksturinn! Þjóðbankinn ætlaði því að hasla sér völl á leigumarkaðnum í samkeppni við viðskiptavini sína. Nú er það ekki eitt af lögbundnum verkefnum þjóðbankans að taka þátt í braski á leigumarkaði. Framtak bankans mæltist því misjafnlega fyrir. Hefur alllengi verið leitað leiða til að skera Þjóðbankann niður úr brasksnörunni. Nú virðist ríkisstjórnin hafa ákveðið að koma fyrir svosem eins og tveim ráðuneytum í höllinni dýru á lóðinni rándýru. Ef af verður mun höllin allavega fullnýtt. Spurningar sem vakna eru hins vegar margar. Hver er heildarkostnaður af þessari óráðsíu bankastjóra og stjórnar Landsbankans? Hver verður kostnaður ríkissjóðs vegna flutninga ráðuneyta í höllina og hver verður leigukostnaðurinn? Mun bankastjóri og stjórn bankans axla ábyrgð á þessu fyrirséða klúðri sem margoft var varað við? Eigendur bankans, íslenskur almenningur, krefst svara! Höfundur á sæti í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Miðflokkurinn Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarinn áratug tæpan hefur bygging nýrra höfuðstöðva á dýrustu lóð Íslands verið á dagskrá banka allra landsmanna. Pistilritari hefur gagnrýnt fyrirætlanirnar harðlega frá fyrstu tíð. Sú barátta var ekki þrautalaus því kjörnir fulltrúar almennings eiga ekki greiða leið að stjórn þjóðbankans sem er að tæplega níutíuogátta hundraðshlutum í eigu þjóðarinnar. Gagnrýni undirritaðs og fleiri á sínum tíma beindist fyrst og fremst að kostnaði við þessa risaframkvæmd og við töldum að á tímum þegar bankaútibúum og bankastarfsmönnum fækkar verulega væri algjör firra að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva sem væru alltof stórar fyrir reksturinn. Bankastjórn og bankastjóri létu sig ekki og héldu framkvæmdinni áfram ótrauð. Rétt er að geta þess að framkvæmdin kom aldrei til kasta hluthafafundar og er því að öllu leyti á ábyrgð bankastjóra og stjórnar bankans. Það sætir furðu að fámennur hópur með svo veikt umboð skuli getað skuldbundið sameiginlega sjóði landsmanna með slíkum hætti. Undirritaður og fleiri bentu einnig á að áætlaður byggingakostnaður myndi ekki standast heldur verða miklu meiri en gert var ráð fyrir. Það hefur enda komið á daginn. Það er einnig athygisvert að þegar framkvæmdir voru að hefjast tók Landsbankinn lán í Norræna fjárfestingabankanum sem var um það bil jafnhátt og áætlaður kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva. Öll sú gagnrýni sem sett var fram á uppbyggingu höfuðstöðva Landsbankans áður en framkvæmdir hófust og síðar hefur reynst réttmæt. Fyrir tveim árum hafði kostnaður við bygginguna hækkað um tæpa tvo milljarða frá upphaflegri áætlun. Gera má ráð fyrir að enn hafi kostnaður aukist við bygginguna síðustu tvö ár. Hér er ekki öll sagan sögð. Varnaðarorð um stærð byggingarinnar voru einnig á rökum reist. Þannig boðaði þjóðbankinn fyrir nokkru að hluti nýbyggingarinnar yrði leigður út því húsið væri allt of stórt fyrir reksturinn! Þjóðbankinn ætlaði því að hasla sér völl á leigumarkaðnum í samkeppni við viðskiptavini sína. Nú er það ekki eitt af lögbundnum verkefnum þjóðbankans að taka þátt í braski á leigumarkaði. Framtak bankans mæltist því misjafnlega fyrir. Hefur alllengi verið leitað leiða til að skera Þjóðbankann niður úr brasksnörunni. Nú virðist ríkisstjórnin hafa ákveðið að koma fyrir svosem eins og tveim ráðuneytum í höllinni dýru á lóðinni rándýru. Ef af verður mun höllin allavega fullnýtt. Spurningar sem vakna eru hins vegar margar. Hver er heildarkostnaður af þessari óráðsíu bankastjóra og stjórnar Landsbankans? Hver verður kostnaður ríkissjóðs vegna flutninga ráðuneyta í höllina og hver verður leigukostnaðurinn? Mun bankastjóri og stjórn bankans axla ábyrgð á þessu fyrirséða klúðri sem margoft var varað við? Eigendur bankans, íslenskur almenningur, krefst svara! Höfundur á sæti í stjórn Miðflokksins.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun