Tuttugu sveitarstjórnarmenn með yfir tvær milljónir á mánuði Árni Sæberg skrifar 18. ágúst 2022 14:01 Þetta fólk stýrði sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu árið 2021 og fékk allt rúmlega tvær milljónir króna á mánuði fyrir. Mennirnir tveir til vinstri fengu rúmlega þrjár. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri, bæjarstjórar og forsetar bæjarstjórna höfðu það gott árið 2021. Tuttugu sveitarstjórnarmenn voru með yfir tvær milljónir í launatekjur á mánuði í fyrra. Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar til sautján ára, var tekjuhæsti sveitarstjórnarmaður landsins í fyrra með ríflega 3,2 milljónir króna á mánuði, að því er segir í tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fylgir honum fast á hæla með þrettán þúsund krónum minna í tekjur. Í þriðja sæti listans yfir sveitarstjórnarmenn er Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi í Garðabæ, með tæplega 2,9 milljónir króna á mánuði. Það þýðir þó ekki að Garðabær greiði almennum bæjarfulltrúum ofurlaun. Gunnar Valur kom nýr inn í bæjarstjórn eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor og hafði fyrir það verið framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Íþöku ehf. Tuttugu launahæstu sveitarstjórnarmenn landsins í þúsundum króna talið Gunnar Einarsson, fv. bæjarstj. Garðabæ -3.224 Dagur B Eggertsson, borgarstjóri - 3.211 Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi Garðabæ - 2.866 Halla Björk Reynisdóttir, fors. bæjarstj. Akureyrar - 2.620 Magnús Örn Guðmundsson, fv. forseti bæjarstj. Seltjarnarnes. - 2.574 Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstj. Fjarðabyggðar - 2.478 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness - 2.389 Aldís Hafsteinsdóttir, fv. bæjarstj. í Hveragerði - 2.329 Ármann Kristinn Ólafsson, fv. bæjarstj. Kópavogi - 2.329 Haraldur Sverrisson, fv. bæjarstj. Mosfellsbæjar - 2.292 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstj. Reykjanesbæ - 2.272 Regína Ásvaldsdóttir, fv. bæjarstj. Akranesi - 2.264 Jóhann Friðrik Friðriksson, fv. forseti bæjarstj. Reykjanesb. - 2.243 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstj. Akureyri - 2.187 Ásgerður Halldórsdóttir, fv. bæjarstj. Seltjarnarnesi - 2.134 Haraldur Líndal Haraldsson, ráðgj. í sv.stj. málum - 2.132 Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari - 2.130 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði - 2.108 Kristinn Jónasson, bæjarstj. í Snæfellsbæ - 2.044 Birgir Gunnarsson, fv. bæjarstjóri Ísafjarðabæjar - 2.043 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Kjaramál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar til sautján ára, var tekjuhæsti sveitarstjórnarmaður landsins í fyrra með ríflega 3,2 milljónir króna á mánuði, að því er segir í tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fylgir honum fast á hæla með þrettán þúsund krónum minna í tekjur. Í þriðja sæti listans yfir sveitarstjórnarmenn er Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi í Garðabæ, með tæplega 2,9 milljónir króna á mánuði. Það þýðir þó ekki að Garðabær greiði almennum bæjarfulltrúum ofurlaun. Gunnar Valur kom nýr inn í bæjarstjórn eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor og hafði fyrir það verið framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Íþöku ehf. Tuttugu launahæstu sveitarstjórnarmenn landsins í þúsundum króna talið Gunnar Einarsson, fv. bæjarstj. Garðabæ -3.224 Dagur B Eggertsson, borgarstjóri - 3.211 Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi Garðabæ - 2.866 Halla Björk Reynisdóttir, fors. bæjarstj. Akureyrar - 2.620 Magnús Örn Guðmundsson, fv. forseti bæjarstj. Seltjarnarnes. - 2.574 Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstj. Fjarðabyggðar - 2.478 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness - 2.389 Aldís Hafsteinsdóttir, fv. bæjarstj. í Hveragerði - 2.329 Ármann Kristinn Ólafsson, fv. bæjarstj. Kópavogi - 2.329 Haraldur Sverrisson, fv. bæjarstj. Mosfellsbæjar - 2.292 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstj. Reykjanesbæ - 2.272 Regína Ásvaldsdóttir, fv. bæjarstj. Akranesi - 2.264 Jóhann Friðrik Friðriksson, fv. forseti bæjarstj. Reykjanesb. - 2.243 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstj. Akureyri - 2.187 Ásgerður Halldórsdóttir, fv. bæjarstj. Seltjarnarnesi - 2.134 Haraldur Líndal Haraldsson, ráðgj. í sv.stj. málum - 2.132 Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari - 2.130 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði - 2.108 Kristinn Jónasson, bæjarstj. í Snæfellsbæ - 2.044 Birgir Gunnarsson, fv. bæjarstjóri Ísafjarðabæjar - 2.043 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Kjaramál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira