Tuttugu sveitarstjórnarmenn með yfir tvær milljónir á mánuði Árni Sæberg skrifar 18. ágúst 2022 14:01 Þetta fólk stýrði sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu árið 2021 og fékk allt rúmlega tvær milljónir króna á mánuði fyrir. Mennirnir tveir til vinstri fengu rúmlega þrjár. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri, bæjarstjórar og forsetar bæjarstjórna höfðu það gott árið 2021. Tuttugu sveitarstjórnarmenn voru með yfir tvær milljónir í launatekjur á mánuði í fyrra. Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar til sautján ára, var tekjuhæsti sveitarstjórnarmaður landsins í fyrra með ríflega 3,2 milljónir króna á mánuði, að því er segir í tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fylgir honum fast á hæla með þrettán þúsund krónum minna í tekjur. Í þriðja sæti listans yfir sveitarstjórnarmenn er Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi í Garðabæ, með tæplega 2,9 milljónir króna á mánuði. Það þýðir þó ekki að Garðabær greiði almennum bæjarfulltrúum ofurlaun. Gunnar Valur kom nýr inn í bæjarstjórn eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor og hafði fyrir það verið framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Íþöku ehf. Tuttugu launahæstu sveitarstjórnarmenn landsins í þúsundum króna talið Gunnar Einarsson, fv. bæjarstj. Garðabæ -3.224 Dagur B Eggertsson, borgarstjóri - 3.211 Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi Garðabæ - 2.866 Halla Björk Reynisdóttir, fors. bæjarstj. Akureyrar - 2.620 Magnús Örn Guðmundsson, fv. forseti bæjarstj. Seltjarnarnes. - 2.574 Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstj. Fjarðabyggðar - 2.478 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness - 2.389 Aldís Hafsteinsdóttir, fv. bæjarstj. í Hveragerði - 2.329 Ármann Kristinn Ólafsson, fv. bæjarstj. Kópavogi - 2.329 Haraldur Sverrisson, fv. bæjarstj. Mosfellsbæjar - 2.292 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstj. Reykjanesbæ - 2.272 Regína Ásvaldsdóttir, fv. bæjarstj. Akranesi - 2.264 Jóhann Friðrik Friðriksson, fv. forseti bæjarstj. Reykjanesb. - 2.243 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstj. Akureyri - 2.187 Ásgerður Halldórsdóttir, fv. bæjarstj. Seltjarnarnesi - 2.134 Haraldur Líndal Haraldsson, ráðgj. í sv.stj. málum - 2.132 Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari - 2.130 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði - 2.108 Kristinn Jónasson, bæjarstj. í Snæfellsbæ - 2.044 Birgir Gunnarsson, fv. bæjarstjóri Ísafjarðabæjar - 2.043 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Kjaramál Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar til sautján ára, var tekjuhæsti sveitarstjórnarmaður landsins í fyrra með ríflega 3,2 milljónir króna á mánuði, að því er segir í tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fylgir honum fast á hæla með þrettán þúsund krónum minna í tekjur. Í þriðja sæti listans yfir sveitarstjórnarmenn er Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi í Garðabæ, með tæplega 2,9 milljónir króna á mánuði. Það þýðir þó ekki að Garðabær greiði almennum bæjarfulltrúum ofurlaun. Gunnar Valur kom nýr inn í bæjarstjórn eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor og hafði fyrir það verið framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Íþöku ehf. Tuttugu launahæstu sveitarstjórnarmenn landsins í þúsundum króna talið Gunnar Einarsson, fv. bæjarstj. Garðabæ -3.224 Dagur B Eggertsson, borgarstjóri - 3.211 Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi Garðabæ - 2.866 Halla Björk Reynisdóttir, fors. bæjarstj. Akureyrar - 2.620 Magnús Örn Guðmundsson, fv. forseti bæjarstj. Seltjarnarnes. - 2.574 Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstj. Fjarðabyggðar - 2.478 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness - 2.389 Aldís Hafsteinsdóttir, fv. bæjarstj. í Hveragerði - 2.329 Ármann Kristinn Ólafsson, fv. bæjarstj. Kópavogi - 2.329 Haraldur Sverrisson, fv. bæjarstj. Mosfellsbæjar - 2.292 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstj. Reykjanesbæ - 2.272 Regína Ásvaldsdóttir, fv. bæjarstj. Akranesi - 2.264 Jóhann Friðrik Friðriksson, fv. forseti bæjarstj. Reykjanesb. - 2.243 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstj. Akureyri - 2.187 Ásgerður Halldórsdóttir, fv. bæjarstj. Seltjarnarnesi - 2.134 Haraldur Líndal Haraldsson, ráðgj. í sv.stj. málum - 2.132 Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari - 2.130 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði - 2.108 Kristinn Jónasson, bæjarstj. í Snæfellsbæ - 2.044 Birgir Gunnarsson, fv. bæjarstjóri Ísafjarðabæjar - 2.043 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Kjaramál Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent