Styðja stjórnvöld starfastuld? Baldur Sigmundsson og Gunnar Valur Sveinsson skrifa 15. ágúst 2022 14:30 Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingu á lögum um farþegaflutninga sem vöktu von í brjósti innlendra rekstraraðila hópbifreiða um að starfastuldur og félagsleg undirboð erlendra hópbifreiðafyrirtækja heyra sögunni til. Breytingin fólst í að nú er erlendum rekstraraðilum hópbifreiða eingöngu heimilt að stunda farþegaflutninga hér á landi í 10 daga samfleytt innan hvers almanaksmánaðar, svokölluð 10 daga regla. Takmörkunin er í samræmi við ákvæði um gestaflutninga í regluverki ESB um farþegaflutninga. Dönsk stjórnvöld hafa einnig takmarkað gestaflutninga með svipuðum hætti ásamt því að gera þá kröfu að ökumenn erlendra hópbifreiða njóti sömu kjara og danskir kollegar þeirra. Þrátt fyrir lagabreytingu var tekið eftir því seinni part sumars 2021 að erlent ökutæki væri að að stunda starfsemi óáreitt hér á landi. Samtök ferðaþjónustunnar vöktu athygli á þessu við eftirlitsaðila en fengu þau svör að vegna skorts á virku eftirliti og viðurlögum væru afleiðingar engar. Einnig áttu fulltrúar samtakanna samtöl við tollverði sem hafa það hlutverk að fylgjast með innflutningi og akstursskrám þeirra sem eru með leyfi fyrir tímabundna farþegaflutninga. Í ljós kom að þar skorti verkferla til að fylgja hinni nýju löggjöf eftir. Er starfastuldur í lagi? Frá þvi lögin um tímabundna gestaflutninga tóku gildi á síðasta ári hafa Samtök ferðaþjónustunnar átt í stöðugum samskiptum við samgönguráðuneytið ásamt lögreglu- og tollayfirvöldum til að tryggja framkvæmd í samræmi við ákvæði laganna. Í vor skrifuðum við grein undir fyrirsögninni „að störfum væri stolið og stjórnvöld væru ráðþrota“ og töldum við okkur trú um, í bjartsýniskasti, að í kjölfarið myndu stjórnvöld bregðast við. Svo var ekki raunin en þó komu fram skýrar ábendingar frá stjórnvöldum um að ekki væri þörf á skýrara regluverki og að eftirlits- og verkferlar væru til staðar. Það gaf innlendum rekstrarðilum von um að starfastuldur væri endanlega úr sögunni en annað hefur því miður komið á daginn. Undanfarnar vikur hefur sami rekstraraðili hópbifreiðar og var hér án allra leyfa síðasta sumar, verið að aka aftur í trássi við gildandi lög með fullfermi farþega. SAF hafa ítrekað vakið athygli á þessu og sent myndir af ökutækinu ásamt dagsetningum á eftirlitsaðila lögreglunnar sem virðast lítið aðhafast. Aðgerðarleysið má túlka sem svo að stjórnvöld styðji félagsleg undirboð og starfastuld. Stéttarfélögin hafa ekkert gert til að verja þau störf sem hér eru að tapast og innlend fyrirtæki standa ráðþrota gagnvart þeirri sjóræningjastarfsemi sem hér þrífst. Á sama tíma skortir hins vegar ekkert á að eftirliti með innlendri ferðaþjónustustarfemi sé sinnt þar sem eftirlitsaðilar rýna gaumgæfilega í afrit af leyfum og aksturtíma bílstjóra. Brestir í trúverðugleika Vitað er að nokkrir erlendir rekstraraðilar lásu lögin betur en íslensk stjórnvöld hafa gert og hættu allri starfsemi við farþegaflutninga nú í sumar. Erlendir ferðaheildsalar kaupa nú farþegaflutninga af innlendum rekstaraðilum í staðinn. Þessum jákvæðu áhrifum er hins vegar stefnt í hættu með aðgerðaleysi stjórnvalda og skorti á eftirfylgni við lögin. Það gerir það að verkum að nú horfa þessi fyrirtæki á þá ólöglegu starfemi sem hér fær að þrífast og missa trúna á íslensku regluverki og umhverfi. Erlend hópbfreiðafyrirtæki eru ekki eina ólöglega starfsemin sem grefur undan íslenskum vinnumarkaði. Það hefur tíðkast að erlendir ökumenn starfi hér réttindalausir í atvinnuakstri án tilskilinna ökuréttindi til að aka hópbifreiðum eða fólksbílum. Innlendir ökumenn eru hins vegar krafðir um slík ökuréttindi. SAF og félagsmenn samtakanna hafa óskað eftir útskýringum stjórnvalda á þessu ósamræmi og skýringum á því hvað gildir hér á landi en mjög hefur dregist að svara því. Þetta er algerlega óásættanlegt og verður að laga strax. Stjórnvöld þurfa að bretta upp ermar Þrátt fyrir að nú sé meira en ár frá því takmarkanir á gestaflutningum tóku gildi er eftirlit með erlendum ferðaþjónustuaðilum enn í fullkomnu uppnámi. Tollayfirvöld og lögregla virðast ekki ná að stjórna verkefninu. Það grefur undan trú á eftirliti og lagaumhverfi hér á landi og eykur líkurnar á að erlend fyrirtæki reyni að komast upp með sjóræningjastarfsemi fremur en að fara eftir lögum og reglum og ýtir undir aukningu á slíkri starfsemi næstu misserin. Það eru mikil vonbrigði að þessi mál séu enn í lamasessi og ljóst að nú þurfa stjórnvöld, með ráðherra samgöngumála í broddi fylkingar að bretta upp ermar. Þessu þarf að kippa í liðinn áður en fleiri erlend hópbifreiðafyrirtæki og bílstjórar taka að stela hér störfum með tilheyrandi áhrifum á vinnumarkað og skatttekjur. SAF krefjast þess að stjórnvöld stígi fram og skýri verkferla með skráningu og eftirliti gestaflutninga og hvað þau hyggjast gera til að ná stjórn á vandamálinu. Að öðrum kosti verður ekki annað séð en að stjórnvöld láti sér félagsleg undirboð í greininni í léttu rúmi liggja. Baldur Sigmundsson, lögfræðingur SAFGunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri SAF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingu á lögum um farþegaflutninga sem vöktu von í brjósti innlendra rekstraraðila hópbifreiða um að starfastuldur og félagsleg undirboð erlendra hópbifreiðafyrirtækja heyra sögunni til. Breytingin fólst í að nú er erlendum rekstraraðilum hópbifreiða eingöngu heimilt að stunda farþegaflutninga hér á landi í 10 daga samfleytt innan hvers almanaksmánaðar, svokölluð 10 daga regla. Takmörkunin er í samræmi við ákvæði um gestaflutninga í regluverki ESB um farþegaflutninga. Dönsk stjórnvöld hafa einnig takmarkað gestaflutninga með svipuðum hætti ásamt því að gera þá kröfu að ökumenn erlendra hópbifreiða njóti sömu kjara og danskir kollegar þeirra. Þrátt fyrir lagabreytingu var tekið eftir því seinni part sumars 2021 að erlent ökutæki væri að að stunda starfsemi óáreitt hér á landi. Samtök ferðaþjónustunnar vöktu athygli á þessu við eftirlitsaðila en fengu þau svör að vegna skorts á virku eftirliti og viðurlögum væru afleiðingar engar. Einnig áttu fulltrúar samtakanna samtöl við tollverði sem hafa það hlutverk að fylgjast með innflutningi og akstursskrám þeirra sem eru með leyfi fyrir tímabundna farþegaflutninga. Í ljós kom að þar skorti verkferla til að fylgja hinni nýju löggjöf eftir. Er starfastuldur í lagi? Frá þvi lögin um tímabundna gestaflutninga tóku gildi á síðasta ári hafa Samtök ferðaþjónustunnar átt í stöðugum samskiptum við samgönguráðuneytið ásamt lögreglu- og tollayfirvöldum til að tryggja framkvæmd í samræmi við ákvæði laganna. Í vor skrifuðum við grein undir fyrirsögninni „að störfum væri stolið og stjórnvöld væru ráðþrota“ og töldum við okkur trú um, í bjartsýniskasti, að í kjölfarið myndu stjórnvöld bregðast við. Svo var ekki raunin en þó komu fram skýrar ábendingar frá stjórnvöldum um að ekki væri þörf á skýrara regluverki og að eftirlits- og verkferlar væru til staðar. Það gaf innlendum rekstrarðilum von um að starfastuldur væri endanlega úr sögunni en annað hefur því miður komið á daginn. Undanfarnar vikur hefur sami rekstraraðili hópbifreiðar og var hér án allra leyfa síðasta sumar, verið að aka aftur í trássi við gildandi lög með fullfermi farþega. SAF hafa ítrekað vakið athygli á þessu og sent myndir af ökutækinu ásamt dagsetningum á eftirlitsaðila lögreglunnar sem virðast lítið aðhafast. Aðgerðarleysið má túlka sem svo að stjórnvöld styðji félagsleg undirboð og starfastuld. Stéttarfélögin hafa ekkert gert til að verja þau störf sem hér eru að tapast og innlend fyrirtæki standa ráðþrota gagnvart þeirri sjóræningjastarfsemi sem hér þrífst. Á sama tíma skortir hins vegar ekkert á að eftirliti með innlendri ferðaþjónustustarfemi sé sinnt þar sem eftirlitsaðilar rýna gaumgæfilega í afrit af leyfum og aksturtíma bílstjóra. Brestir í trúverðugleika Vitað er að nokkrir erlendir rekstraraðilar lásu lögin betur en íslensk stjórnvöld hafa gert og hættu allri starfsemi við farþegaflutninga nú í sumar. Erlendir ferðaheildsalar kaupa nú farþegaflutninga af innlendum rekstaraðilum í staðinn. Þessum jákvæðu áhrifum er hins vegar stefnt í hættu með aðgerðaleysi stjórnvalda og skorti á eftirfylgni við lögin. Það gerir það að verkum að nú horfa þessi fyrirtæki á þá ólöglegu starfemi sem hér fær að þrífast og missa trúna á íslensku regluverki og umhverfi. Erlend hópbfreiðafyrirtæki eru ekki eina ólöglega starfsemin sem grefur undan íslenskum vinnumarkaði. Það hefur tíðkast að erlendir ökumenn starfi hér réttindalausir í atvinnuakstri án tilskilinna ökuréttindi til að aka hópbifreiðum eða fólksbílum. Innlendir ökumenn eru hins vegar krafðir um slík ökuréttindi. SAF og félagsmenn samtakanna hafa óskað eftir útskýringum stjórnvalda á þessu ósamræmi og skýringum á því hvað gildir hér á landi en mjög hefur dregist að svara því. Þetta er algerlega óásættanlegt og verður að laga strax. Stjórnvöld þurfa að bretta upp ermar Þrátt fyrir að nú sé meira en ár frá því takmarkanir á gestaflutningum tóku gildi er eftirlit með erlendum ferðaþjónustuaðilum enn í fullkomnu uppnámi. Tollayfirvöld og lögregla virðast ekki ná að stjórna verkefninu. Það grefur undan trú á eftirliti og lagaumhverfi hér á landi og eykur líkurnar á að erlend fyrirtæki reyni að komast upp með sjóræningjastarfsemi fremur en að fara eftir lögum og reglum og ýtir undir aukningu á slíkri starfsemi næstu misserin. Það eru mikil vonbrigði að þessi mál séu enn í lamasessi og ljóst að nú þurfa stjórnvöld, með ráðherra samgöngumála í broddi fylkingar að bretta upp ermar. Þessu þarf að kippa í liðinn áður en fleiri erlend hópbifreiðafyrirtæki og bílstjórar taka að stela hér störfum með tilheyrandi áhrifum á vinnumarkað og skatttekjur. SAF krefjast þess að stjórnvöld stígi fram og skýri verkferla með skráningu og eftirliti gestaflutninga og hvað þau hyggjast gera til að ná stjórn á vandamálinu. Að öðrum kosti verður ekki annað séð en að stjórnvöld láti sér félagsleg undirboð í greininni í léttu rúmi liggja. Baldur Sigmundsson, lögfræðingur SAFGunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri SAF
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun