Viðskipti innlent

Al­vot­ech stefnir á aðal­markað

Árni Sæberg skrifar
Mikil gleði var í höfuðstöðvum Alvotech þegar félagið var skráð á First North. Nú stefnir það á aðalmarkað.
Mikil gleði var í höfuðstöðvum Alvotech þegar félagið var skráð á First North. Nú stefnir það á aðalmarkað. Vísir/Vilhelm

Stjórn Alvotech hefur samþykkt áætlun um að undirbúa skráningu félagsins á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi.

Í tilkynningu frá Alvotech segir að skráning á aðalmarkað auki sýnileika félagsins auk þess að opna leið til þátttöku í innlendum og alþjóðlegum hlutabréfavísitölum. 

Félagið er sem stendur skráð á First North Growth markaðinn hér á landi sem og aðalmarkað Nasdaq í Bandaríkjunum undir auðkenninu ALVO. Fyrstu viðskipti með bréf félagsins hófust 16. júní síðastliðinn í Bandaríkjunum og 23. júní á Íslandi.

„Við erum mjög spennt fyrir því að hefja umsóknarferlið til að færa viðskipti með hlutabréf í Alvotech yfir á Aðalmarkaðinn á Íslandi, eftir að við náðum þeim áfanga að vera fyrsta íslenska fyrirtækið sem skráð er samtímis í Bandaríkjunum og á Íslandi,“ er haft eftir Róberti Wessman, stofnanda og stjórnarformanni Alvotech í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×