Viðskipti erlent

Dis­n­ey hækkar verðið fyrir þá sem vilja engar aug­lýsingar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Áskrift af Disney+ hefur hingað til kostað átta dollara mánaðarlega.
Áskrift af Disney+ hefur hingað til kostað átta dollara mánaðarlega. Getty/Budrul Chukrut

Áskrift hjá streymisveitu Disney, Disney+, kemur til með að hækka í verði á næstunni. Þá verður ný ódýrari áskriftarleið kynnt til sögunnar en þar þurfa áskrifendur að horfa á auglýsingar.

Áskrift af Disney+ hefur hingað til kostað átta dollara á mánuði en í desember mun verðið hækka í ellefu dollara á mánuði. Á sama tíma verður nýrri áskriftarleið bætt við þar sem áskrifendur þurfa að horfa á auglýsingar með efninu en sú leið mun kosta átta dollara.

Hingað til hefur Disney+ ekki sýnt áhorfendum auglýsingar en með þessu vonast Disney til að bæta enn frekar í áskrifendahóp sinn. Samkvæmt Reuters tók Disney+ fram úr Netflix á síðasta ársfjórðungi sem sú streymisveita sem er með flesta áskrifendur.

Áskrifendur Disney+ eru nú um 221 milljón talsins en Netflix er með um milljón færri áskrifendur. Þar með var Netflix steypt af stalli sem vinsælasta streymisveita heims.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.