Bílar

Porsche blæjubíllinn sem var aldrei smíðaður

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Topplaus Cayenne.
Topplaus Cayenne.

Porsche hefur nú birt frumgerð af blæju útgáfu af Cayenne sem er nú orðin 20 ára. Frumgerðin var kynnt sem hluti af 20 ára afmæli Cayenne. Hún er ekki ökuhæf og er í raun lítið annað en skelin.

Afturendi bílsins er ekki samhverfur, en innanhúss hjá Porsche gátu hönnuðir ekki sammælst um einn afturenda svo frumgerðin var smíðuð með báðum útgáfum. Auk þess er hann tveggja dyra. Bíllinn var aldrei þróaður frekar vegna þess að Porsche var ekki sannfært um að hann gæti skilað hagnaði, sem og hvort hann samsvaraði sér í samanburði við hina bílana í línunni.

Tvískiptur afturendinn sem verður ævinlega áminning um að stundum er betra að taka ákvörðun og halda áfram en þrætta að eilífu.

Samkvæmt Porsche var markmiðið með verkefninu að ákveða hvot Targa toppurinn yrði bærilegur fyrir farþega í aftursætunum, sem og til að hanna sambrjótandi, mjúkan topp sem fer nógu hratt niður.

Hvað varðar hraðan á samanbrjótanlegum toppnum, sóttu Porsche verkfræðingarnir ekki vatnið yfir lækinn heldur sóttu það á Porsche 911 Targa. Það er skottlok sem opnast bæði á framan og aftan. Þá getur það tekið við blæjunni. Kerfið var þó aldrei sett á bíllinn, heldur var það allt handvirkt á frumgerðinni.

Vangasvipur blæju Cayenne bílsins.

„Með blæju jepplinga er hönnunin alltaf áskorun bæði útlitslega og formslega. Jepplingur er alltaf með stóra yfirbyggingu og þunga. Ef þú setur þetta í samhengi við lítinn og léttan topp sem hægt er að taka af: þá er líklegt að formið verði skrítið,“ sagði Michael Mauer, núverandi yfirhönnuður Porsche.

Porsche hannaði einnig sjö sæta útgáfu af Cayenne með lengra hjólhafi. Porsche hefur nýlega staðfest að unnið sé að rafbíl sem er stærri en Cayenne, sem má kannski taka sem andlegum arftaka sjö manna Cayenne, sem aldrei varð eða hefur orðið hingað til.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.