Körfubolti

Haukar halda áfram að safna liði

Hjörvar Ólafsson skrifar
Haukar hafa fengið vænan liðsstyrk undir körfu sína. 
Haukar hafa fengið vænan liðsstyrk undir körfu sína.  Mynd/Haukar

Haukar sem verða nýliðar í Subway deild karla í körfubolta á komandi keppnistímabili halda áfram að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi átök. 

Félagið tilkynnti í kvöld að það hefði samið við Litáann Nor­bertas Giga en um er að ræða 27 ára gam­lan 208 sentímetta háan miðherja sem hefur leikið fyrir yngri landslið Litáens.

Giga var partur af U-17 liði Litháens á HM 2012 og fór með U-18 liðinu á EM ári seinna. Þessi stóri og stæðilegi leikmaður spilaði með Jacksonville State í NCAA. Undanfarin ár hefur hann hins vegar leikið í heimalandi sínu sem og Póllandi. 

Hauk­ar hafa bætt hressilega við hóp sinn í sumar en áður höfðu Hilmar Smári Henningsson, Róbert Sigurðsson, Breki Gylfason, Alexander Knudsen og Daniel Morten­sen gengið til liðs við liðið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×