Ágætt skyggni á Íslandsmiðum Lilja Alfreðsdóttir skrifar 29. júlí 2022 17:00 Það eru blikur á lofti í alþjóðahagkerfinu vegna verðbólguþrýstings og stríðsátaka. Ísland fer ekki varhluta af þessari stöðu og helsta viðfangsefni hagstjórnarinnar er að vinna bug á verðbólgunni og verja kaupmáttinn. Þrátt fyrir að óveðursský séu handan sjóndeildarhringsins, þá er engu að síður ágætt skyggni á Íslandsmiðum, þar sem nokkrar hagstærðir vinna með okkur. En lítum fyrst á stöðu og horfur alþjóðahagkerfisins: Seðlabankar hækka vexti og hagvaxtarspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lækkar Seðlabankar heimsins hafa hækkað sína stýrivexti, líkt og sá íslenski en hér hafa vextir farið úr 0,75% í 4,75% í nokkrum skrefum frá maí 2021. Bandaríski seðlabankinn hækkaði vexti nýverið um 0,75% og standa þeir í um 2,5%. Á sama tíma hefur landsframleiðsla Bandaríkjanna dregist saman um 0,9% á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta annar ársfjórðungurinn þar sem mælist samdráttur. Þrátt fyrir það mælist atvinnuleysi í landinu aðeins 3,6% og því telur seðlabankastjórinn hagkerfið ekki komið í kreppu. Tiltrú þýska viðskiptalífsins á hagkerfinu þeirra hefur versnað talsvert vegna vaxandi ótta við verðbólgu og orkuskort. Þar sem framboð af orku og afhendingar hennar frá Rússlandi er ófyrirséð, skapar það mikla óvissu og dregur úr fjárfestingum og minnkar hagvöxt. Þetta getur leitt til alvarlegrar kreppu í Evrópu á næstu misserum. Ný hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kom út í vikunni en þar var hagvaxtarspáin lækkuð. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að hagvöxturinn í ár verði 3,2 prósent og 2,9 prósent á næsta ári. Meginorsakirnar eru vaxandi verðbólga á heimsvísu og hægagangur í efnahagslífinu í Kína og Bandaríkjunum. Þó er vert að benda á að verð á hveiti hefur lækkað um nærri 40% frá hámarki sínu í maí. Olíuverð hefur einnig lækkað að undanförnu ásamt því að aðfangakeðjur eru að jafna sig. Þróttur í íslenska hagkerfinu Efnahagskerfið á Íslandi hefur tekið vel við sér eftir farsóttina. Drifkraftur hagkerfisins er góður og spár gera ráð fyrir miklum hagvexti í ár eða 5,1% og tæpum 3% árið 2023. Lausafjárstaða þjóðarbúsins er sterk og verulega hefur dregið úr atvinnuleysi. Ferðaþjónustan er mikilvægur þáttur í að drífa hagvöxtinn áfram en gert er ráð fyrir um 1,6 milljón ferðamanna heimsæki Ísland á þessu ári. Aðrar útflutningsgreinar hafa einnig dafnað vel eins og sjávarútvegur og stóriðja vegna mikilla verðhækkana á afurðum þessara atvinnugreina. Að sama skapi er einnig ánægjulegt að sjá að útflutningstekjur af hugverkaiðnaðnum hafa aukist eða farið úr því að nema tæpum 8% af gjaldeyristekjum í rúm 16% á síðustu árum. Þessi þróun er mikilvæg og fjölgar stoðunum undir utanríkisviðskiptum landsins. Kaupmáttur launa allra á Íslandi hækkaði á árinu 2021 og þær skattalegu aðgerðir sem hefur verið hrint í framkvæmd miða allar að því að draga úr skattbyrði hjá þeim sem lægstar tekjur hafa. Á Covid-tímanum jókst kaupmáttur um 4,4% að raunvirði og var það í samræmi við fyrirætlanir stjórnvalda að verja efnahag heimila og fyrirtækja við upphaf farsóttarinnar. Í stuttu máli má segja að vel hafi tekist til. Atvinnuleysi mælist nú um 3,8% og skuldir heimilanna hafa lækkað. Að auki er gert ráð fyrir að aðhaldssamri peningastefna og ríkisfjármál muni leiða til þess að á næsta ári lækki verðbólgan. Þættir sem vinna með Íslandi Í nágrannalöndunum er mikill ótti við að fram undan sé tímabil samspils stöðnunar og verðbólgu (e. stagflation). Sem stendur eru engin merki eru uppi um slíka stöðnun í okkar hagkerfi. Nokkrir veigamiklir þættir ættu einnig að vinna með efnahagskerfinu. Í fyrsta lagi eru heildarskuldir ríkissjóðs rúmlega 40% af landsframleiðslu, en til samanburðar eru skuldir Þýskalands um 60% og Ítalíu um 140%. Áætlað er að skuldahlutfall ríkissjóðs verði komið í 33,4% í árslok 2023. Erlendar skuldir ríkissjóðs eru mjög lágar og auk þess er hrein erlend staða þjóðarbúsins með allra besta móti í ljósi mikilla eigna hagkerfisins erlendis. Í öðru lagi er Ísland með sjálfstæða peningastefnu sem þýðir að við getum hreyft stýrivexti hraðar en mörg önnur ríki og sér í lagi í samanburði við þau sem eru aðilar að myntbandalagi Evrópu. Þess má geta að verðbólga innan einstakra ríkja bandalagsins nemur allt að 20%. Ítalía greiðir 1,9 prósentustigum meira en Þýskaland í vöxtum af láni til tíu ára, nærri tvöfalt meira en sem nemur álaginu í ársbyrjun 2021. Ljóst er að sama vaxtastefnan á ekki við öll ríki Evrópusambandsins og munu þau skuldsettustu geta lent í verulegum erfiðleikum. Í þriðja lagi, vegna góðs gengis útflutningsgreinanna, hefur gjaldmiðillinn okkar staðist ágjöfina sem felst í óvissunni og hefur verið stöðugur. Í fjórða lagi er Ísland stórframleiðandi á þeim vörum sem vöntun er á; annars vegar matvælum og hins vegar orku. Sökum þessa er verðbólgan minni en ella væri. Að lokum, þá hefur hagstjórnin verið sveigjanleg undanfarið og verið í aðstöðu til að nýta ríkisfjármálin til að styðja við hagkerfið á farsóttartímum. Nú þarf að draga úr þátttöku þess í útgjöldum og fjárfestingum til að halda aftur af verðbólgunni. Þannig að segja má að staðan sé nokkuð ásættanleg. Næstu aðgerðir í efnahagsstjórninni munu allar miða að því að ná utan um verðbólguna og ef allir leggjast á árarnar í þeirri vegferð, þá mun okkur farnast vel. Hins vegar er það alveg ljóst í mínum huga að byrðarnar þurfa að dreifast jafnt í samfélaginu. Heimili landsins eru hornsteinn samfélagsins og því verður að vera í forgangi að verja þau. Höfundur er Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Það eru blikur á lofti í alþjóðahagkerfinu vegna verðbólguþrýstings og stríðsátaka. Ísland fer ekki varhluta af þessari stöðu og helsta viðfangsefni hagstjórnarinnar er að vinna bug á verðbólgunni og verja kaupmáttinn. Þrátt fyrir að óveðursský séu handan sjóndeildarhringsins, þá er engu að síður ágætt skyggni á Íslandsmiðum, þar sem nokkrar hagstærðir vinna með okkur. En lítum fyrst á stöðu og horfur alþjóðahagkerfisins: Seðlabankar hækka vexti og hagvaxtarspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lækkar Seðlabankar heimsins hafa hækkað sína stýrivexti, líkt og sá íslenski en hér hafa vextir farið úr 0,75% í 4,75% í nokkrum skrefum frá maí 2021. Bandaríski seðlabankinn hækkaði vexti nýverið um 0,75% og standa þeir í um 2,5%. Á sama tíma hefur landsframleiðsla Bandaríkjanna dregist saman um 0,9% á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta annar ársfjórðungurinn þar sem mælist samdráttur. Þrátt fyrir það mælist atvinnuleysi í landinu aðeins 3,6% og því telur seðlabankastjórinn hagkerfið ekki komið í kreppu. Tiltrú þýska viðskiptalífsins á hagkerfinu þeirra hefur versnað talsvert vegna vaxandi ótta við verðbólgu og orkuskort. Þar sem framboð af orku og afhendingar hennar frá Rússlandi er ófyrirséð, skapar það mikla óvissu og dregur úr fjárfestingum og minnkar hagvöxt. Þetta getur leitt til alvarlegrar kreppu í Evrópu á næstu misserum. Ný hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kom út í vikunni en þar var hagvaxtarspáin lækkuð. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að hagvöxturinn í ár verði 3,2 prósent og 2,9 prósent á næsta ári. Meginorsakirnar eru vaxandi verðbólga á heimsvísu og hægagangur í efnahagslífinu í Kína og Bandaríkjunum. Þó er vert að benda á að verð á hveiti hefur lækkað um nærri 40% frá hámarki sínu í maí. Olíuverð hefur einnig lækkað að undanförnu ásamt því að aðfangakeðjur eru að jafna sig. Þróttur í íslenska hagkerfinu Efnahagskerfið á Íslandi hefur tekið vel við sér eftir farsóttina. Drifkraftur hagkerfisins er góður og spár gera ráð fyrir miklum hagvexti í ár eða 5,1% og tæpum 3% árið 2023. Lausafjárstaða þjóðarbúsins er sterk og verulega hefur dregið úr atvinnuleysi. Ferðaþjónustan er mikilvægur þáttur í að drífa hagvöxtinn áfram en gert er ráð fyrir um 1,6 milljón ferðamanna heimsæki Ísland á þessu ári. Aðrar útflutningsgreinar hafa einnig dafnað vel eins og sjávarútvegur og stóriðja vegna mikilla verðhækkana á afurðum þessara atvinnugreina. Að sama skapi er einnig ánægjulegt að sjá að útflutningstekjur af hugverkaiðnaðnum hafa aukist eða farið úr því að nema tæpum 8% af gjaldeyristekjum í rúm 16% á síðustu árum. Þessi þróun er mikilvæg og fjölgar stoðunum undir utanríkisviðskiptum landsins. Kaupmáttur launa allra á Íslandi hækkaði á árinu 2021 og þær skattalegu aðgerðir sem hefur verið hrint í framkvæmd miða allar að því að draga úr skattbyrði hjá þeim sem lægstar tekjur hafa. Á Covid-tímanum jókst kaupmáttur um 4,4% að raunvirði og var það í samræmi við fyrirætlanir stjórnvalda að verja efnahag heimila og fyrirtækja við upphaf farsóttarinnar. Í stuttu máli má segja að vel hafi tekist til. Atvinnuleysi mælist nú um 3,8% og skuldir heimilanna hafa lækkað. Að auki er gert ráð fyrir að aðhaldssamri peningastefna og ríkisfjármál muni leiða til þess að á næsta ári lækki verðbólgan. Þættir sem vinna með Íslandi Í nágrannalöndunum er mikill ótti við að fram undan sé tímabil samspils stöðnunar og verðbólgu (e. stagflation). Sem stendur eru engin merki eru uppi um slíka stöðnun í okkar hagkerfi. Nokkrir veigamiklir þættir ættu einnig að vinna með efnahagskerfinu. Í fyrsta lagi eru heildarskuldir ríkissjóðs rúmlega 40% af landsframleiðslu, en til samanburðar eru skuldir Þýskalands um 60% og Ítalíu um 140%. Áætlað er að skuldahlutfall ríkissjóðs verði komið í 33,4% í árslok 2023. Erlendar skuldir ríkissjóðs eru mjög lágar og auk þess er hrein erlend staða þjóðarbúsins með allra besta móti í ljósi mikilla eigna hagkerfisins erlendis. Í öðru lagi er Ísland með sjálfstæða peningastefnu sem þýðir að við getum hreyft stýrivexti hraðar en mörg önnur ríki og sér í lagi í samanburði við þau sem eru aðilar að myntbandalagi Evrópu. Þess má geta að verðbólga innan einstakra ríkja bandalagsins nemur allt að 20%. Ítalía greiðir 1,9 prósentustigum meira en Þýskaland í vöxtum af láni til tíu ára, nærri tvöfalt meira en sem nemur álaginu í ársbyrjun 2021. Ljóst er að sama vaxtastefnan á ekki við öll ríki Evrópusambandsins og munu þau skuldsettustu geta lent í verulegum erfiðleikum. Í þriðja lagi, vegna góðs gengis útflutningsgreinanna, hefur gjaldmiðillinn okkar staðist ágjöfina sem felst í óvissunni og hefur verið stöðugur. Í fjórða lagi er Ísland stórframleiðandi á þeim vörum sem vöntun er á; annars vegar matvælum og hins vegar orku. Sökum þessa er verðbólgan minni en ella væri. Að lokum, þá hefur hagstjórnin verið sveigjanleg undanfarið og verið í aðstöðu til að nýta ríkisfjármálin til að styðja við hagkerfið á farsóttartímum. Nú þarf að draga úr þátttöku þess í útgjöldum og fjárfestingum til að halda aftur af verðbólgunni. Þannig að segja má að staðan sé nokkuð ásættanleg. Næstu aðgerðir í efnahagsstjórninni munu allar miða að því að ná utan um verðbólguna og ef allir leggjast á árarnar í þeirri vegferð, þá mun okkur farnast vel. Hins vegar er það alveg ljóst í mínum huga að byrðarnar þurfa að dreifast jafnt í samfélaginu. Heimili landsins eru hornsteinn samfélagsins og því verður að vera í forgangi að verja þau. Höfundur er Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun