Biden boðar áframhaldandi ofsóknir og morð Hjálmtýr Heiðdal skrifar 21. júlí 2022 11:01 Biden forseti Bandaríkjanna heimsótti fyrir skömmu Ísrael og Palestínu. Í tvo daga ræddi hann við stjórnvöld í Ísrael og dagpart skrapp hann yfir á Vesturbakkann og hitti Abbas forseta Palestínu. Í viðræðunum við Abbas ítrekaði Biden að Bandaríkjastjórn styddi friðarsamkomulag sem binda á enda á hernám Ísraela á landi Palestínumanna - og tveggja ríkja lausnina sem á að leiða til stofnunar sjálstæðs Palestínuríkis. En raunveruleg stefna Bandaríkjaforseta í málefnum Ísraels og Palestínu opinberaðist í örfáum orðum sem forsetinn muldraði við komuna til Tel Aviv: „Við munum ræða áframhaldandi stuðning minn – jafnvel þó ég viti að það sé ekki á næstunni – við tveggja ríkja lausnina. Það er enn, að mínu mati, besta leiðin til að tryggja framtíð jafnt frelsis, velmegunar og lýðræðis fyrir Ísraela og Palestínumenn“. Biden veit vel að stjórnvöld í Ísrael munu aldrei samþykkja tilveru sjálfstæðrar Palestínu. Þessi málefni hafa fulltrúar BNA rætt í áratugi og niðurstaðan alltaf sú sama - Ísrael heldur áfram að ræna landi og myrða Palestínumenn án viðurlaga - með fullum stuðningi Bandaríkjanna óháð því hver situr í Hvíta húsinu. Það sem Biden ræddi ekki í ávörpum sínum er þó töluvert áhugaverðara: Hann ræddi ekki um morð Ísraelshers á blaðakonunni Abu Akleh sem er bandarískur ríkisborgari. Þar fylgir hann stefnu forvera sinna í embætti - sem aldrei ræddu morð Ísraelshers á bandarísku baráttukonunni Rachel Corrie. Biden ræddi ekki nýlegar skýrslur fjölda mannréttindasamtaka um aðskilnaðarstefnu Ísraels - stefna sem er ólögleg skv. samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Allar ræður Bidens um mannréttindi, hvort sem er í Úkraínu eða Palestínu, eru blekking Boðskapur Bidens er hinn sami og aðrir forsetar BNA hafa flutt Palestínumönnum í áratugi: Ísrael hefur allan rétt en þið engan. Heildarniðurstaðan er endurtekin réttlæting Bandaríkjastjórnar á glæpum Ísraels og staðfesting á þeirri stefnu Bandaríkjanna að styðja ofbeldið með vopnum og fjárframlögum auk stuðnings á vettvangi alþjóðasamtaka þegar Ísrael brýtur reglur og lög sem krafist er að öll ríki framfylgi. Rúsínan í pylsuendanum var svo yfirlýsing Bidens um að hann væri sjálfur síonisti: „Ég sagði og ég segi aftur, þú þarft ekki að vera gyðingur til að vera síonisti“. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Joe Biden Bandaríkin Ísrael Palestína Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Biden forseti Bandaríkjanna heimsótti fyrir skömmu Ísrael og Palestínu. Í tvo daga ræddi hann við stjórnvöld í Ísrael og dagpart skrapp hann yfir á Vesturbakkann og hitti Abbas forseta Palestínu. Í viðræðunum við Abbas ítrekaði Biden að Bandaríkjastjórn styddi friðarsamkomulag sem binda á enda á hernám Ísraela á landi Palestínumanna - og tveggja ríkja lausnina sem á að leiða til stofnunar sjálstæðs Palestínuríkis. En raunveruleg stefna Bandaríkjaforseta í málefnum Ísraels og Palestínu opinberaðist í örfáum orðum sem forsetinn muldraði við komuna til Tel Aviv: „Við munum ræða áframhaldandi stuðning minn – jafnvel þó ég viti að það sé ekki á næstunni – við tveggja ríkja lausnina. Það er enn, að mínu mati, besta leiðin til að tryggja framtíð jafnt frelsis, velmegunar og lýðræðis fyrir Ísraela og Palestínumenn“. Biden veit vel að stjórnvöld í Ísrael munu aldrei samþykkja tilveru sjálfstæðrar Palestínu. Þessi málefni hafa fulltrúar BNA rætt í áratugi og niðurstaðan alltaf sú sama - Ísrael heldur áfram að ræna landi og myrða Palestínumenn án viðurlaga - með fullum stuðningi Bandaríkjanna óháð því hver situr í Hvíta húsinu. Það sem Biden ræddi ekki í ávörpum sínum er þó töluvert áhugaverðara: Hann ræddi ekki um morð Ísraelshers á blaðakonunni Abu Akleh sem er bandarískur ríkisborgari. Þar fylgir hann stefnu forvera sinna í embætti - sem aldrei ræddu morð Ísraelshers á bandarísku baráttukonunni Rachel Corrie. Biden ræddi ekki nýlegar skýrslur fjölda mannréttindasamtaka um aðskilnaðarstefnu Ísraels - stefna sem er ólögleg skv. samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Allar ræður Bidens um mannréttindi, hvort sem er í Úkraínu eða Palestínu, eru blekking Boðskapur Bidens er hinn sami og aðrir forsetar BNA hafa flutt Palestínumönnum í áratugi: Ísrael hefur allan rétt en þið engan. Heildarniðurstaðan er endurtekin réttlæting Bandaríkjastjórnar á glæpum Ísraels og staðfesting á þeirri stefnu Bandaríkjanna að styðja ofbeldið með vopnum og fjárframlögum auk stuðnings á vettvangi alþjóðasamtaka þegar Ísrael brýtur reglur og lög sem krafist er að öll ríki framfylgi. Rúsínan í pylsuendanum var svo yfirlýsing Bidens um að hann væri sjálfur síonisti: „Ég sagði og ég segi aftur, þú þarft ekki að vera gyðingur til að vera síonisti“. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar