Tárvotur Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júlí 2022 16:15 Tiger Woods varð klökkur þegar hann heyrði í mannfjöldanum sem tók á móti honum á 18. flöt. Kevin C. Cox/Getty Images Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews-vellinum í Skotlandi. Tiger átti erfitt uppdráttar frá upphafi, en honum var vel fagnað þegar hann gekk inn á 18. flöt. Tiger Woods er líklega þekktasta nafn sögunnar í golfheiminum, en hann hefur því miður ekki náð sér á strik eftir að hann lenti í slæmu bílslysi í fyrra. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað sitt besta golf á Opna breska meistaramótinu þetta árið hafði múgur og margmenni safnast við 18. flöt til að taka á móti átrúnaðargoði sínu er hann lauk leik í dag. Tiger fékk dynjandi lófatak þegar hann gekk að flötinni og táraðist þegar hann sá og heyrði í mannfjöldanum. Tiger, we hope to see you at St Andrews againThank you#The150thOpen pic.twitter.com/1rdD8tZKKE— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 „Mögulega mitt seinasta Opna breska á St. Andrews“ Eins og áður segir komst Tiger ekki í gegnum niðurskurðinn í dag, en hann endaði hringina tvo á samtals níu höggum yfir pari vallarins. Hann lék hringinn í gær á 78 höggum, en í dag kláraði hann á 75 höggum. Búist er við því að niðurskurðarlínan verði við parið. Í viðtali eftir hringinn leyfði Tiger tilfinningunum að streyma fram og tilkynnti að þetta hafi mögulega verið hans seinasta Opna breska á þessum sögufræga velli. „Þetta var mjög tilfinningaþrungið fyrir mig,“ sagði Tiger í samtali við Sky Sports eftir hringinn. „Ég er búinn að spila hérna síðan 1995 og ég held að í næsta skipti sem Opna breska verður haldið hér verði árið 2030. Ég veit ekki hvort að líkaminn verður í standi til að spila þá. Mér líður eins og þetta hafi mögulega verið mitt seinasta Opna breska á St. Andrews.“ Tiger Woods veifar til mannfjöldans á hinni frægu The Swilcan Bridge á St. Andrews vellinum.Kevin C. Cox/Getty Images Golf Opna breska Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Tiger Woods er líklega þekktasta nafn sögunnar í golfheiminum, en hann hefur því miður ekki náð sér á strik eftir að hann lenti í slæmu bílslysi í fyrra. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað sitt besta golf á Opna breska meistaramótinu þetta árið hafði múgur og margmenni safnast við 18. flöt til að taka á móti átrúnaðargoði sínu er hann lauk leik í dag. Tiger fékk dynjandi lófatak þegar hann gekk að flötinni og táraðist þegar hann sá og heyrði í mannfjöldanum. Tiger, we hope to see you at St Andrews againThank you#The150thOpen pic.twitter.com/1rdD8tZKKE— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 „Mögulega mitt seinasta Opna breska á St. Andrews“ Eins og áður segir komst Tiger ekki í gegnum niðurskurðinn í dag, en hann endaði hringina tvo á samtals níu höggum yfir pari vallarins. Hann lék hringinn í gær á 78 höggum, en í dag kláraði hann á 75 höggum. Búist er við því að niðurskurðarlínan verði við parið. Í viðtali eftir hringinn leyfði Tiger tilfinningunum að streyma fram og tilkynnti að þetta hafi mögulega verið hans seinasta Opna breska á þessum sögufræga velli. „Þetta var mjög tilfinningaþrungið fyrir mig,“ sagði Tiger í samtali við Sky Sports eftir hringinn. „Ég er búinn að spila hérna síðan 1995 og ég held að í næsta skipti sem Opna breska verður haldið hér verði árið 2030. Ég veit ekki hvort að líkaminn verður í standi til að spila þá. Mér líður eins og þetta hafi mögulega verið mitt seinasta Opna breska á St. Andrews.“ Tiger Woods veifar til mannfjöldans á hinni frægu The Swilcan Bridge á St. Andrews vellinum.Kevin C. Cox/Getty Images
Golf Opna breska Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira