Viðskipti innlent

Car­b­fix hlýtur sex­tán milljarða króna styrk frá Evrópu­sam­bandinu

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.
Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Aðsent/Silja Yraola

Íslenska kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu til uppbyggingar á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal sem á að rísa í Straumsvík. Styrkurinn er sá stærsti sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið úr sjóðum sambandsins og nemur 16 milljörðum króna.

Tækni Carbfix til kolefnisbindingar felur í sér að koltvísýringur er leystur upp í vatni og honum svo dælt djúpt niður í berglög þar sem hann steinrennur á innan við tveimur árum. Kolefnisförgun með þessum hætti er sögð hafa óveruleg umhverfisáhrif þar sem hún krefst aðeins rafmagns og vatns og hún hraðar náttúrulegum ferlum kolefnishringrásar.

Samkvæmt tilkynningu frá Carbfix er áætlað að styrkurinn fjármagni rúmlega þriðjung kostnaðar verkefnisins í Straumsvík, það sem eftir stendur verði fjármagnað af dótturfélagi Carbfix.

Móttöku- og förgunarstöðin er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum og er áætlað að starfsemi hennar hefjist um mitt ár 2026 en nái fullum afköstum árið 2032. Þegar stöðin nær fullum afköstum mun því sem jafngildir 65% af heildarlosun Íslands 2019 eða allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi vera fargað á hverju ári.

Meira er hægt að lesa um Coda Terminal hér.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×