Handbolti

Berta Rut söðlar um til Danmerkur

Hjörvar Ólafsson skrifar
Berta Rut Harðardóttir mun leika með Holstebro á næsta keppnistímabili. 
Berta Rut Harðardóttir mun leika með Holstebro á næsta keppnistímabili.  Mynd/Holstebro

Handboltakonan Berta Rut Harðardóttir hefur samið við danska félagið Holstebro Håndbold um að leika með liðinu á næstu leiktíð.

Þetta kemur fram á facebook-síðu Holstebro. 

Handboltakonan Berta Rut Harðardóttir hefur samið við danska félagið Holstebro Håndbold um að leika með liðinu á næstu leiktíð.

Berta Rut sem er 22 ára gömul og leikur jöfnum höndum í hægri skyttu og horni gengur til liðs við Holstebro á lánssamningi frá Haukum þar sem hún hefur leikið síðustu sex ár. 

Holstebro mun leika í næstefstu deild á næsta keppnistímabili eftir að hafa fallið úr efstu deild síðastliðið vor.  
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.