Viðskipti innlent

Kormákur & Skjöldur og Epal opna í Leifs­stöð

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Verslunin er í sama rými og Eymundsson var.
Verslunin er í sama rými og Eymundsson var. instagram

Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar og hönnunarverslunin Epal opnuðu í dag nýja verslun í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli. Verslunin verður í sama rými og verslun Eymundssonar var áður. 

Kormákur og Skjöldur bjóða viðskiptavini velkomna í nýja verslun á Instagram síðu sinni.

„Góðir farþegar! Kormákur & Skjöldur hækka nú flugið og bjóða ykkur velkomin í nýja verslun okkar á Keflavíkurflugvelli.“

Epal býður viðskiptavinum einnig í verslunina á Instagram og stendur nú gjafaleikur þar yfir.

 

„Í versluninni finnur þú úrval af okkar fallegustu vörum og ýmislegt sem getur komið sér vel í ferðalaginu,“ segir í færslu Kormáks og Skjaldar. 

Kormákur, annar eiganda, ásamt fyrsta viðskiptavini. Myndina birti verslunin á Instagram síðu sinni.instagram




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×