Orkuþörf á Vestfjörðum Anna María Daníelsdóttir skrifar 12. júlí 2022 14:30 Uppbygging og orkuskipti Vestfirskt atvinnulíf er í sókn um þessar mundir. Á seinustu árum hafa nýjar atvinnugreinar byggst upp og styrkt samfélagið, bæði með fjölgun starfa og íbúa á svæðinu ásamt því að hafa styrkt efnahag svæðisins. Þessar nýju atvinnugreinar treysta á sterkari innviði en raforkukerfi fjórðungsins hefur dregist aftur úr þróun annara landshluta og þar með veikt samkeppnisstöðu svæðisins. Á næstu árum mun eftirspurn raforku aukast vegna fyrirhugaðra orkuskipta. Ef horft er til loftlagsmarkmiða stjórnvalda má gera ráð fyrir að aflþörf vegna orkuskipta á Vestfjörðum verði um 15 MW árið 2030. Árleg raforkuþörf í dag er um 44 MW en einnig má gera ráð fyrir aukalegum 20 MW vegna fólksfjölgunar og annarrar starfsemi. Því má gera ráð fyrir að eftirspurn eftir raforku á Vestfjörðum vaxi um 80% til 2030. Mikilvægt er að tryggja aðgengi að þessari orku svo vestfirskt samfélag geti tileinkað sér grænorkutækni og geti laðað að sér fyrirtæki og fólk sem sér tækifæri í nýtingu á grænni orku. Reglulega þarf að framleiða raforku með díselolíu fyrir heimilin á Vestfjörðum Raforkukerfið á Vestfjörðum þarf að styrkja hvort sem litið er til framleiðslu innan svæðisins eða flutningskerfi raforku. Helmingur þeirrar orku sem notuð er á svæðinu er innflutt og um helmingur er framleiddur innan svæðisins. Það kallar á hlutfalslega mikið varaafl sem framleitt er með díselolíu en reglulega þarf að framleiða raforku með díselvélum á Vestfjörðum. Lítil framleiðsla innan svæðis skapar líka áskoranir þegar kemur að kerfisstyrk sem takmarkar afhendingargetu flutningskerfisins. Hvernig geta Vestfirðir þróast áfram án grunninnviða? Það liggur ljóst fyrir að auka verði afhendingaröryggi á raforku á Vestfjörðum eigi áframhaldandi uppbygging og orkuskipti að eiga sér stað. Hér er hægt að fara tvær leiðir. Annarsvegar að styrkja flutningskerfið og flytja meira af orku inn á svæðið og hinsvegar að framleiða meira af raforku innan svæðisins. Í skýrslu starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum kom fram að 20 MW virkjun innan svæðiðs myndi auka framboð af orku og auka afhendingaröryggi um allt að 90%. Slík virkjun myndi jafnframt auka kerfisstyrk sem gerir það að verkum að hægt er að flytja meira af raforku inn á Vestfirði. Ljóst er að vestfirsk samfélag, almenningur og fyrirtæki þurfa meira og betra aðgengi að endurnýjanlegri orku. Þannig verður hægt að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda, stuðla að verðmætasköpun, bæta búsetuskilyrði á Vestfjörðum og viðhalda byggðarþróun. Heimild: Skýrsla starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum, Stjórnarráð Ísland Höfundur er verkefnastjóri hjá Bláma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Uppbygging og orkuskipti Vestfirskt atvinnulíf er í sókn um þessar mundir. Á seinustu árum hafa nýjar atvinnugreinar byggst upp og styrkt samfélagið, bæði með fjölgun starfa og íbúa á svæðinu ásamt því að hafa styrkt efnahag svæðisins. Þessar nýju atvinnugreinar treysta á sterkari innviði en raforkukerfi fjórðungsins hefur dregist aftur úr þróun annara landshluta og þar með veikt samkeppnisstöðu svæðisins. Á næstu árum mun eftirspurn raforku aukast vegna fyrirhugaðra orkuskipta. Ef horft er til loftlagsmarkmiða stjórnvalda má gera ráð fyrir að aflþörf vegna orkuskipta á Vestfjörðum verði um 15 MW árið 2030. Árleg raforkuþörf í dag er um 44 MW en einnig má gera ráð fyrir aukalegum 20 MW vegna fólksfjölgunar og annarrar starfsemi. Því má gera ráð fyrir að eftirspurn eftir raforku á Vestfjörðum vaxi um 80% til 2030. Mikilvægt er að tryggja aðgengi að þessari orku svo vestfirskt samfélag geti tileinkað sér grænorkutækni og geti laðað að sér fyrirtæki og fólk sem sér tækifæri í nýtingu á grænni orku. Reglulega þarf að framleiða raforku með díselolíu fyrir heimilin á Vestfjörðum Raforkukerfið á Vestfjörðum þarf að styrkja hvort sem litið er til framleiðslu innan svæðisins eða flutningskerfi raforku. Helmingur þeirrar orku sem notuð er á svæðinu er innflutt og um helmingur er framleiddur innan svæðisins. Það kallar á hlutfalslega mikið varaafl sem framleitt er með díselolíu en reglulega þarf að framleiða raforku með díselvélum á Vestfjörðum. Lítil framleiðsla innan svæðis skapar líka áskoranir þegar kemur að kerfisstyrk sem takmarkar afhendingargetu flutningskerfisins. Hvernig geta Vestfirðir þróast áfram án grunninnviða? Það liggur ljóst fyrir að auka verði afhendingaröryggi á raforku á Vestfjörðum eigi áframhaldandi uppbygging og orkuskipti að eiga sér stað. Hér er hægt að fara tvær leiðir. Annarsvegar að styrkja flutningskerfið og flytja meira af orku inn á svæðið og hinsvegar að framleiða meira af raforku innan svæðisins. Í skýrslu starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum kom fram að 20 MW virkjun innan svæðiðs myndi auka framboð af orku og auka afhendingaröryggi um allt að 90%. Slík virkjun myndi jafnframt auka kerfisstyrk sem gerir það að verkum að hægt er að flytja meira af raforku inn á Vestfirði. Ljóst er að vestfirsk samfélag, almenningur og fyrirtæki þurfa meira og betra aðgengi að endurnýjanlegri orku. Þannig verður hægt að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda, stuðla að verðmætasköpun, bæta búsetuskilyrði á Vestfjörðum og viðhalda byggðarþróun. Heimild: Skýrsla starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum, Stjórnarráð Ísland Höfundur er verkefnastjóri hjá Bláma.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun