Viðskipti innlent

Sam­keppnis­eftir­litið hnýtir í Hörpu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Harpan er markaðsráðandi hér á landi að mati Samkeppniseftirlitsins enda enginn annar tónleikastaður sem býður upp á sambærilega aðstöðu.
Harpan er markaðsráðandi hér á landi að mati Samkeppniseftirlitsins enda enginn annar tónleikastaður sem býður upp á sambærilega aðstöðu. vísir/vilhelm

Samkeppniseftirlitið hefur beint tilmælum til Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss, um að jafna stöðu fyrirtækja og tónleikahaldara sem eiga viðskipti við húsið. Helstu tilmælin felast í því að Harpa ætti að leyfa tónleikahöldurum að koma með eiginn búnað, hljóðkerfi og fleira, til að nota við tónleikahald í húsinu.

Í til­kynningu frá eftir­litinu segir að því hafi borist nokkuð af kvörtunum vegna þessa máls. Það hefur nú beint því til Hörpu að falla frá því að gera það að skil­yrði fyrir tón­leika­haldi í húsinu að allur búnaður sé leigður í gegn um Hörpu.

Þá eigi tón­leika­húsið að tryggja það að gjald­taka í kring um upp­setningu búnaðar verði ekki hærri en sem nemur þeim kostnaði sem hlýst af verkinu fyrir Hörpu.

Einnig gagn­rýnir Sam­keppnis­eftir­litið að Harpa hafi átt meiri hluta við­skipta sinna við kaup á hljóð­kerfum og ljósa­kerfum við eitt fyrir­tæki. Tón­leika­húsið hafi ekki sýnt fram á að það hafi í starf­semi sinni greitt fyrir við­skiptum við önnur fyrir­tæki sem starfa á sama markaði, við að leigja út eða selja hljóð- og ljósa­kerfi.

Í til­kynningunni segir að að­staða Hörpu eigi sér engar hlið­stæður á Ís­landi og því sé Harpa markaðs­ráðandi á þessu sviði.

„Þessi staða, á­samt með eignar­haldi opin­berra aðila, leggur Hörpu ríkar skyldur á herðar að raska ekki sam­keppni á tengdum sam­keppnis­mörkuðum þar sem önnur minni fyrir­tæki keppa meðal annars við að bjóða tón­leika­höldurum upp á hljóð- og lýsingar­búnað og ýmsa tengda þjónustu. Mikil­vægt er að fé­lagið meti stöðu sína reglu­lega og starfi innan þeirra marka sem sam­keppnis­lög setja markaðs­ráðandi fyrir­tækjum og fé­lögum í opin­berum rekstri,“ segir í til­kynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.