Mannúð við aflífun dýra Svandís Svavarsdóttir skrifar 7. júlí 2022 08:00 Fyrir tæpum áratug mælti ég fyrir lögum um dýravelferð. Þau lög fólu í sér miklar umbætur á sviði dýravelferðarmála. Þau lög hafa það markmið að stuðla að aukinni velferð dýra, í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur með sjálfstæðan tilverurétt. Í kjölfar þessarar lagasetningar var ráðist í endurskoðun á öllum reglum um aðbúnað búfjár og kröfur auknar. Þessar auknu kröfur hafa kostað bændur miklar fjárfestingar. En þær stuðla að því að búfé eigi líf sem er þess virði að lifa áður en þau enda ævi sína í sláturhúsi. Er aflífun stærstu dýra jarðarinnar mannúðleg? Á ári hverju slátrum við hundruðum þúsunda dýra í sláturhúsum. Reglurnar miða að því að tryggja að dauðdagi þeirra sé skjótur og án þjáningar, að aflífun sé mannúðleg. En um aflífun einnar tegundar spendýra vitum við ekki nóg til að segja til um hvort að sé mannúðleg. Hvalir eru stærstu spendýr jarðarinnar og raunar stærstu dýr sem nokkru sinni hafa verið til á jörðinni. Rannsókn unnin fyrir Fiskistofu árið 2015, á aflífun 50 langreyða, bendir til að óásættanlega stór hluti hvala veiddra í atvinnuskyni heyi langdregið dauðastríð. Mikilvægt er að skera úr um þetta með því að safna betri gögnum. Til þess að svara því hvort aflífun hvala sé mannúðleg hér á landi hyggst ég gera tvennt. Í fyrsta lagi birtist á samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð sem skylda þá sem leyfi hafa til stórhvalaveiða að tilnefna einn af áhöfninni sem dýravelferðarfulltrúa. Sá þarf að sitja námskeið í velferð hvala og skila til Matvælastofnunar myndböndum af aflífun hvers einasta hvals sem veiddur er. Þau gögn sem þannig safnast munu koma til með að varpa ljósi á spurninguna hér að ofan. Í öðru lagi stefni ég að því að næsta sumar verði eftirlitsdýralæknar á hvalveiðiskipum sem hafi eftirlit með aflífun hvalanna, þetta er sambærilegt við hlutverk eftirlitsdýralækna í sláturhúsum. Þannig verði einfaldlega gerðar sömu kröfur til þeirra sem aflífa hvali í atvinnuskyni og til þeirra sem aflífa búfé; að aflífunin sé skjót og án þjáningar. Niðurstöður þessa koma til með að hafa áhrif á það mat sem mun fara fram á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum hvalveiða og hvort réttlætanlegt sé að leyfa þær áfram. Byggjum ákvarðanir á staðreyndum Í nútímasamfélagi eru og verða mismunandi skoðanir á því hvort og í hvaða mæli við eigum að nýta okkur afurðir dýra. Ég held hins vegar að allir geti verið sammála um þau markmið sem lög um velferð dýra byggist á. Að við tryggjum að þau dýr sem við tökum ákvörðun um að heimilt sé að nýta séu aflífuð á mannúðlegan hátt. Atvinnugreinar sem ekki geta tryggt það eiga enga framtíð í nútímasamfélagi. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum áratug mælti ég fyrir lögum um dýravelferð. Þau lög fólu í sér miklar umbætur á sviði dýravelferðarmála. Þau lög hafa það markmið að stuðla að aukinni velferð dýra, í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur með sjálfstæðan tilverurétt. Í kjölfar þessarar lagasetningar var ráðist í endurskoðun á öllum reglum um aðbúnað búfjár og kröfur auknar. Þessar auknu kröfur hafa kostað bændur miklar fjárfestingar. En þær stuðla að því að búfé eigi líf sem er þess virði að lifa áður en þau enda ævi sína í sláturhúsi. Er aflífun stærstu dýra jarðarinnar mannúðleg? Á ári hverju slátrum við hundruðum þúsunda dýra í sláturhúsum. Reglurnar miða að því að tryggja að dauðdagi þeirra sé skjótur og án þjáningar, að aflífun sé mannúðleg. En um aflífun einnar tegundar spendýra vitum við ekki nóg til að segja til um hvort að sé mannúðleg. Hvalir eru stærstu spendýr jarðarinnar og raunar stærstu dýr sem nokkru sinni hafa verið til á jörðinni. Rannsókn unnin fyrir Fiskistofu árið 2015, á aflífun 50 langreyða, bendir til að óásættanlega stór hluti hvala veiddra í atvinnuskyni heyi langdregið dauðastríð. Mikilvægt er að skera úr um þetta með því að safna betri gögnum. Til þess að svara því hvort aflífun hvala sé mannúðleg hér á landi hyggst ég gera tvennt. Í fyrsta lagi birtist á samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð sem skylda þá sem leyfi hafa til stórhvalaveiða að tilnefna einn af áhöfninni sem dýravelferðarfulltrúa. Sá þarf að sitja námskeið í velferð hvala og skila til Matvælastofnunar myndböndum af aflífun hvers einasta hvals sem veiddur er. Þau gögn sem þannig safnast munu koma til með að varpa ljósi á spurninguna hér að ofan. Í öðru lagi stefni ég að því að næsta sumar verði eftirlitsdýralæknar á hvalveiðiskipum sem hafi eftirlit með aflífun hvalanna, þetta er sambærilegt við hlutverk eftirlitsdýralækna í sláturhúsum. Þannig verði einfaldlega gerðar sömu kröfur til þeirra sem aflífa hvali í atvinnuskyni og til þeirra sem aflífa búfé; að aflífunin sé skjót og án þjáningar. Niðurstöður þessa koma til með að hafa áhrif á það mat sem mun fara fram á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum hvalveiða og hvort réttlætanlegt sé að leyfa þær áfram. Byggjum ákvarðanir á staðreyndum Í nútímasamfélagi eru og verða mismunandi skoðanir á því hvort og í hvaða mæli við eigum að nýta okkur afurðir dýra. Ég held hins vegar að allir geti verið sammála um þau markmið sem lög um velferð dýra byggist á. Að við tryggjum að þau dýr sem við tökum ákvörðun um að heimilt sé að nýta séu aflífuð á mannúðlegan hátt. Atvinnugreinar sem ekki geta tryggt það eiga enga framtíð í nútímasamfélagi. Höfundur er matvælaráðherra.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun