Viðskipti innlent

Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung

Árni Sæberg skrifar
Hluthafafundurinn fer fram í höfuðstöðvum Festar þann 14. júlí næstkomandi.
Hluthafafundurinn fer fram í höfuðstöðvum Festar þann 14. júlí næstkomandi. Stöð 2/Egill

Hluthafafundur félagsins Festi fer fram þann 14. júlí næstkomandi. Upphaflega var einungis eitt mál á dagskrá fundarins en nú hafa tvö bæst við, þar á meðal tillaga um að nafni félagsins verði breytt í Sundrung.

Stjórn Festi birti auglýsingu í Fréttablaðinu í morgun þar sem hluthafafundurinn er auglýstur. Þar vekur helst athygli að tveir dagskrárliðir hafi bæst við dagskrá fundarins. Annar vegar liðurinn önnur mál, sem var viðbúinn en svo er það tillaga um að breyta nafni félagsins í Sundrung.

Óhætt er að fullyrða að sundrung ríki innan hluthafahóps Festi eftir að stjórn félagsins gerði forstjóranum Eggerti Þór Kristóferssyni að hætta og sendi tilkynningu til Kauphallar þess efnis að hann hefði sjálfur ákveðið að hætta.

Samkvæmt ákvæðum laga um hlutafélög á hver hluthafi rétt á því að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir skriflega eða rafræna kröfu um það til félagsstjórnar með það miklum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. 

Hitt efnislega málið á dagskrá er stjórnarkjör en tilnefningarnefnd skilaði á dögunum skýrslu sinni til stjórnar þar sem níu voru tilnefnd, þar af allir fimm núverandi stjórnarmenn. 


Tengdar fréttir

Margir sagðir vilja í stjórn Festi

Allt að þrjátíu eru sagðir hafa áhuga á því að taka sæti í stjórn Festi. Ný stjórn verður kosin á aukahluthafafundi þann 14. júlí næstkomandi.

Kauphöllin með starfslok Eggerts til skoðunar

Kauphöllin er með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra Festar til skoðunar. Staðhæfingar félagsins um að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu virðast ekki halda vatni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×