Kuldinn sem fyrr bandamaður Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. júlí 2022 08:02 Kuldinn hefur lengi verið bandamaður Rússlands þegar komið hefur að því að bera að lokum sigur úr býtum á öðrum Evrópuríkjum. Veturinn 1812 setti hernað Napóleons úr skorðum og hersveitir Hitlers frusu í hel við borgarhliðin að Moskvu í desember 1941. Vladimír Pútín hefur það nú á valdi sínu að skrúfa fyrir flæði gass til Evrópu. Útspil sem Þýzkaland virðist vera algerlega varnarlaust gagnvart. Fróðleg grein eftir þýzka viðskiptablaðamanninn Wolfgang Münchau birtist í brezka blaðinu Spectator í fyrradag og hefst hún efnislega á ofangreindum orðum. Þýzkaland hafi fengið smjörþefinn nýverið af því sem gæti verið í vændum þegar rússneska ríkiseinokunarfyrirtækið Gazprom hafi helmingað flæði gass um Nord Stream 1-gasleiðsluna og borið við tæknilegum ástæðum sem stæðust ekki skoðun. Münchau rifjar upp þá staðreynd að meira en þriðjungur af því gasi sem notað sé í Þýzkalandi komi frá Rússlandi. Þjóðverjar standi nú frammi fyrri því að hugsanlega verði skrúfað alfarið fyrir rússneskt gas og að framundan sé fyrir vikið kaldur vetur. Af þeim sökum hafi verið lýst yfir hættustigi í landinu í síðustu viku. Þýzkaland sé í gríðarlega alvarlegri stöðu og mun alvarlegri en margir geri sér grein fyrir. Hliðstæð áhrif og efnahagskrísan 2008 Fjölmörg heimili í Þýzkalandi séu þannig kynt með rússnesku gasi. Þungaiðnaður landsins sé að sama skapi háður því að gas flæði áfram frá Rússlandi. Vitnar Münchau í Robert Habeck, efnahagsmálaráðherra Þýzkalands, þess efnis að kæmi skyndilega til þess að skrúfað yrði fyrir rússneskt gas myndi það hafa keðjuverkandi áhrif í þýzku efnahagslífi og hafa hliðstæð eyðileggjandi áhrif og efnahagskrísan 2008. „Fyrirtæki yrðu að hætta framleiðslu og segja upp starfsfólki sínu, aðfangakeðjur myndu hrynja, almenningur myndi safna skuldum til þess að greiða fyrir hitunarkostnað sinn og verða fátækari,“ sagði Halbeck í síðustu viku. Varaði hann enn fremur við því að þessar aðstæður yrðu kjörinn jarðvegur fyrir lýðskrumara sem vildu grafa undan lýðræðinu. Málið snerist því ekki einungis um gas heldur þýzkt lýðræði. Kynntar hafa verið sjö hugsanlegar sviðsmyndir í þessum efnum af hálfu þýzkra stjórnvalda vegna næsta veturs og vors að sögn Münchau. Sex feli í sér mikinn skort á gasi. Einungis ein sviðsmyndin geri ráð fyrir því að Þjóðverjar sleppi nokkuð sæmilega frá vetrinum og vorinu en þá sé líka gert ráð fyrir því að Rússland standi við allar skuldbindingar sínar. Með öðrum orðum megi þá alls ekkert út af bregða. Verður Pútín fyrri til að skrúfa fyrir gasið? Münchau bendir á að jafnvel þó Pútín skrúfi ekki alfarið fyrir gasið til Þýzkalands, og haldi þess í stað áfram að heimila takmarkað flæði gass til landsins, geti það eftir sem áður leitt til gríðarlegs gasskorts í landinu næsta vetur. Það gæti hentað honum bezt. Hann geti þannig valdið Þjóðverjum miklum efnahagslegum skaða en á sama tíma haldið áfram að hagnast gríðarlega á uppsprengdu verði fyrir gasið. Habeck hafi sett sér það markmið að gera Þýzkaland óháð innflutningi á gasi frá Rússlandi innan tveggja ára. Hins vegar séu litlar líkur á því að það takist þar sem enginn geti í raun hlaupið í skarðið. Pútín gæti hæglega litið svo á að réttast væri að skrúfa sjálfur fyrir gasið og valda Evrópuríkjum hámarksskaða í stað þess að leyfa þeim að ákveða hvenær og með hvaða hætti þeir hætti viðskiptum við hann. Münchau segir að þó það yrði gríðarlega kostnaðarsamt fyrir Rússland að skrúfa alfarið fyrir gasið hafi hagnaður af gassölunni til Evrópuríkja á liðnum árum, ekki sízt vegna hækkandi verðlags, skilað rússneskum stjórnvöldum slíkum fjárhæðum að þau geti staðið það af sér á meðan Þýzkaland geti það hins vegar ekki. Pútín sé hreinlega syndandi í seðlum vegna viðskiptanna við Evrópuríki með olíu og gas. Veiki hlekkurinn í bandalagi vestrænna ríkja Münchau segir stóru spurninguna vera þá hvort stuðningur Þýzkalands við Úkraínumenn lifi af ískaldan vetur. Pútín hafi gert mörg mistök á hernaðarsviðinu en hins vegar hafi honum gengið miklu betur í hernaðaraðgerðum sínum á efnahagssviðinu. Til dæmis hafi honum tekizt að fá ríkisstjórnir Evrópusambandsríkja til þess að greiða fyrir gasið í rúblum þrátt fyrir að þau láti eins og þau hafi ekki gert það. Með tíð og tíma muni Evrópuríki finna leiðir til þess að verða sér úti um gas eftir öðrum leiðum en þar til það gerist muni Pútín notfæra sér það kverkatak sem hann hafi á þeim til þess að ná sínu fram. Hann hafi þegar tekið hveitiútflutning frá Úkraínu í gíslingu og hann muni reyna að nýta sér stöðu Rússlands sem mesta útflutningsríki á hveiti og áburði til þess að þvinga fram samninga á eigin forsendum. Varað hefur verið lengi við því hversu háð Evrópuríki væru Rússlandi í orkumálum. Ekki sízt Þýzkaland en grein Münchaus lýkur á eftirfarandi orðum: „Pútín veit að Þýzkaland er veiki hlekkurinn í bandalagi vestrænna ríkja og að orkuöryggi er mesti akkilesarhæll þess. Skrúfi hann alfarið fyrir gasið felst í því ákveðin áhættu fyrir hann. Hann hefur hins vegar sterk spil á hendi og gæti ákveðið að beita þeim.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kuldinn hefur lengi verið bandamaður Rússlands þegar komið hefur að því að bera að lokum sigur úr býtum á öðrum Evrópuríkjum. Veturinn 1812 setti hernað Napóleons úr skorðum og hersveitir Hitlers frusu í hel við borgarhliðin að Moskvu í desember 1941. Vladimír Pútín hefur það nú á valdi sínu að skrúfa fyrir flæði gass til Evrópu. Útspil sem Þýzkaland virðist vera algerlega varnarlaust gagnvart. Fróðleg grein eftir þýzka viðskiptablaðamanninn Wolfgang Münchau birtist í brezka blaðinu Spectator í fyrradag og hefst hún efnislega á ofangreindum orðum. Þýzkaland hafi fengið smjörþefinn nýverið af því sem gæti verið í vændum þegar rússneska ríkiseinokunarfyrirtækið Gazprom hafi helmingað flæði gass um Nord Stream 1-gasleiðsluna og borið við tæknilegum ástæðum sem stæðust ekki skoðun. Münchau rifjar upp þá staðreynd að meira en þriðjungur af því gasi sem notað sé í Þýzkalandi komi frá Rússlandi. Þjóðverjar standi nú frammi fyrri því að hugsanlega verði skrúfað alfarið fyrir rússneskt gas og að framundan sé fyrir vikið kaldur vetur. Af þeim sökum hafi verið lýst yfir hættustigi í landinu í síðustu viku. Þýzkaland sé í gríðarlega alvarlegri stöðu og mun alvarlegri en margir geri sér grein fyrir. Hliðstæð áhrif og efnahagskrísan 2008 Fjölmörg heimili í Þýzkalandi séu þannig kynt með rússnesku gasi. Þungaiðnaður landsins sé að sama skapi háður því að gas flæði áfram frá Rússlandi. Vitnar Münchau í Robert Habeck, efnahagsmálaráðherra Þýzkalands, þess efnis að kæmi skyndilega til þess að skrúfað yrði fyrir rússneskt gas myndi það hafa keðjuverkandi áhrif í þýzku efnahagslífi og hafa hliðstæð eyðileggjandi áhrif og efnahagskrísan 2008. „Fyrirtæki yrðu að hætta framleiðslu og segja upp starfsfólki sínu, aðfangakeðjur myndu hrynja, almenningur myndi safna skuldum til þess að greiða fyrir hitunarkostnað sinn og verða fátækari,“ sagði Halbeck í síðustu viku. Varaði hann enn fremur við því að þessar aðstæður yrðu kjörinn jarðvegur fyrir lýðskrumara sem vildu grafa undan lýðræðinu. Málið snerist því ekki einungis um gas heldur þýzkt lýðræði. Kynntar hafa verið sjö hugsanlegar sviðsmyndir í þessum efnum af hálfu þýzkra stjórnvalda vegna næsta veturs og vors að sögn Münchau. Sex feli í sér mikinn skort á gasi. Einungis ein sviðsmyndin geri ráð fyrir því að Þjóðverjar sleppi nokkuð sæmilega frá vetrinum og vorinu en þá sé líka gert ráð fyrir því að Rússland standi við allar skuldbindingar sínar. Með öðrum orðum megi þá alls ekkert út af bregða. Verður Pútín fyrri til að skrúfa fyrir gasið? Münchau bendir á að jafnvel þó Pútín skrúfi ekki alfarið fyrir gasið til Þýzkalands, og haldi þess í stað áfram að heimila takmarkað flæði gass til landsins, geti það eftir sem áður leitt til gríðarlegs gasskorts í landinu næsta vetur. Það gæti hentað honum bezt. Hann geti þannig valdið Þjóðverjum miklum efnahagslegum skaða en á sama tíma haldið áfram að hagnast gríðarlega á uppsprengdu verði fyrir gasið. Habeck hafi sett sér það markmið að gera Þýzkaland óháð innflutningi á gasi frá Rússlandi innan tveggja ára. Hins vegar séu litlar líkur á því að það takist þar sem enginn geti í raun hlaupið í skarðið. Pútín gæti hæglega litið svo á að réttast væri að skrúfa sjálfur fyrir gasið og valda Evrópuríkjum hámarksskaða í stað þess að leyfa þeim að ákveða hvenær og með hvaða hætti þeir hætti viðskiptum við hann. Münchau segir að þó það yrði gríðarlega kostnaðarsamt fyrir Rússland að skrúfa alfarið fyrir gasið hafi hagnaður af gassölunni til Evrópuríkja á liðnum árum, ekki sízt vegna hækkandi verðlags, skilað rússneskum stjórnvöldum slíkum fjárhæðum að þau geti staðið það af sér á meðan Þýzkaland geti það hins vegar ekki. Pútín sé hreinlega syndandi í seðlum vegna viðskiptanna við Evrópuríki með olíu og gas. Veiki hlekkurinn í bandalagi vestrænna ríkja Münchau segir stóru spurninguna vera þá hvort stuðningur Þýzkalands við Úkraínumenn lifi af ískaldan vetur. Pútín hafi gert mörg mistök á hernaðarsviðinu en hins vegar hafi honum gengið miklu betur í hernaðaraðgerðum sínum á efnahagssviðinu. Til dæmis hafi honum tekizt að fá ríkisstjórnir Evrópusambandsríkja til þess að greiða fyrir gasið í rúblum þrátt fyrir að þau láti eins og þau hafi ekki gert það. Með tíð og tíma muni Evrópuríki finna leiðir til þess að verða sér úti um gas eftir öðrum leiðum en þar til það gerist muni Pútín notfæra sér það kverkatak sem hann hafi á þeim til þess að ná sínu fram. Hann hafi þegar tekið hveitiútflutning frá Úkraínu í gíslingu og hann muni reyna að nýta sér stöðu Rússlands sem mesta útflutningsríki á hveiti og áburði til þess að þvinga fram samninga á eigin forsendum. Varað hefur verið lengi við því hversu háð Evrópuríki væru Rússlandi í orkumálum. Ekki sízt Þýzkaland en grein Münchaus lýkur á eftirfarandi orðum: „Pútín veit að Þýzkaland er veiki hlekkurinn í bandalagi vestrænna ríkja og að orkuöryggi er mesti akkilesarhæll þess. Skrúfi hann alfarið fyrir gasið felst í því ákveðin áhættu fyrir hann. Hann hefur hins vegar sterk spil á hendi og gæti ákveðið að beita þeim.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun