Skoðun

Óskað eftir hinu upplýsta alvaldi

Gunnar Dan Wiium skrifar

17 milljarðar sóla umhverfis svarthol í 200 milljón ljósára fjarlægð. Það er atburðarrásin sem er við sjáum í þessari mynd, atburðarrás sem er þó löngu liðin er myndinni er smellt af manninum.

Hver sólin á fætur annari er teygð og beygð þar til hún er rifin í smæstu atóm og hverfur í myrkrið, hráefni sólarinnar skiptir um form og hverfur okkur úr augsýn inn í myrkrið þar sem tíminn stöðvast, hin algjöri vanmáttur.

Þessi aðdráttur er dreparinn og fæðarinn á sama tíma því úr dauða forms sprettur fæðing nýs.

Allt er breyting, allt er á stöðugri hreyfingu og hvert einasta viðnám er þjáning, rispur og upplausn. Þetta á við um allt efni, öll viðhorf, allar hugmyndir.

Allt á sér orsök og hverjum atburði fylgja afleiðingar, þetta er lögmál karma. Lögmálið verður að slíku í huga mannsins sem endurtekning eða munstur atburða, ákveðið samhengi sem verður að hugmynd í huga þess sem sér.

En sérhvert lögmál er einnig breytingum háð, það er engin fasti. Allt hefur áhrif á hvort annað og ef vel er að gáð verður sjáandanum ljóst að í tíma verða hlutir ýmist þyngri eða léttari.

Sársauki fylgir viðnámi aðgreindra forma sem í raun eru byggð úr sama hráefni. Úr árekstri og samruna verður til nýr heimur sem er fæðing þess raunveruleika sem við kjósum yfir okkur með gjörðum okkar og hugsunum. Allt er karma og við erum og verðum hvergi neinsstaðar nema aðeins í hinu fyrsta augnabliki sem fór áður en það kom og var því aldrei.

Maðurinn óskar eftir að hið upplýsta alvald stígi nú fram. Maðurinn er nú tilbúin fyrir hið nýja vitundarstig sem einkennist af afstöðuleysi gagnvart hinum stöðuga sársauka. Maðurinn óskar eftir hinu upplýsta alvaldi, sýndu þig og frelsaðu manninn undan fjötrum hugmynda um fasta og viðhald ástands.

Sprengdu vitund mína hið upplýsta alvald og leiddu mig inn í einingarástand sem fæðir svo af sér heiminn.

Höfundur starfar sem smíðkennari og þáttarstjórnandi Þvottahússins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.