Körfubolti

Jessi­ca að gera það sem konur hafa ekki náð áður í um­boðs­manna­heimi NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jessica Holtz Steinberg sést hér halda ræðu fyrir nokkrum árum en nú er hún farinn að hrista upp í hlutunum í umboðsmannaheimi NBA.
Jessica Holtz Steinberg sést hér halda ræðu fyrir nokkrum árum en nú er hún farinn að hrista upp í hlutunum í umboðsmannaheimi NBA. Getty/ Lars Niki

Jessica Holtz skrifaði söguna fyrir konur í umboðsmannaheimi NBA-deildarinnar í körfubolta þegar hún landaði tveimur risasamningum fyrir skjólstæðinga sína.

Holtz var þar með fyrsta konan til að ná í gegnum hámarkssamningi fyrir sinn leikmann en hún gerði það ekki einu sinni í gær heldur tvisvar.

Skjólstæðingar hennar, Karl-Anthony Towns og Devin Booker, fengu nefnilega báðir risasamning í gær.

Towns fær 224 milljónir dollara fyrir fjögurra ára samning við Minnesota Timberwolves alveg eins og Booker fær frá Phoenix Suns. Þetta eru 29,8 milljarðar í íslenskum krónum og því engin smáupphæð.

Booker er með tvo umboðsmenn því auk Holtz er Melvin Booker einnig umboðsmaður hans en þau starfa saman á CAA Basketball umboðsmannskrifstofunni.

Towns er að framlengja sinn samning og fær nú 295 milljónir dollara fyrir næstu sex ár.

Hin 37 ára gamla Holtz vinnur einnig með leikmönnum eins og Chris Paul, Joel Embiid, D’Angelo Russell, Paul George og Mike Conley hjá CAA.

Holtz útskrifaðist með próf íþróttafréttamennsku frá Penn State en hóf síðan störf á höfuðstöðum NBA árið 2007. Þar náði hún sér í yfirgripsmikla þekkingu á samningagerð í NBA-deildinni.

Árið 2011 tók hún síðan stóra skrefið og gerðist umboðsmaður fyrst hjá Excel Sports Management til 2014 og svo hjá CAA Sports frá þeim tíma.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.