Komdu með mér í lítið ferðalag um auð okkar allra, náttúru Íslands Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar 30. júní 2022 16:00 Náttúra Íslands er einstök. Að vísu eru hér ekki mörg landspendýr eða innlendar trjátegundir, tiltölulega fá skordýr og engin einlend plöntutegund. Við eigum þó tvær litlar grunnvatnsmarflær sem finnast hvergi annars staðar og furðulegan grænþörung sem finnst í örfáum stöðuvötnum á Jörðinni. Í alþjóðlegu samhengi er náttúra Íslands gríðarlega merkileg og fjölbreytt. Hér verpir stór hluti ýmissa fuglastofna og hefur landið okkar að geyma stóran hluta af villtustu víðernum Evrópu. Þar að auki eigum við gríðarlegt magn af einstökum jarðminjum sem orðið hafa til vegna samspils elda og ísa. Það er því óhætt að segja að íslenska þjóðin sé auðug þegar kemur að einstökum náttúrufyrirbærum. Við njótum líka góðs af þeim. Hér er gnótt af rennandi ferskvatni, jarðvarmi hitar upp híbýli og gróðurhús, aðgengi að hreinni orku er auðvelt og heillandi náttúran vekur athygli vísindafólks, ferðafólks, nýsköpunargeirans og náttúruunnenda. Náttúran er nefnilega okkar auður. Auði fylgir ábyrgð Þessu ríkidæmi fylgir ábyrgð. Við berum ábyrgð á flóru og fánu landsins ásamt jarð- og sögulegum minjum þess. Við berum ábyrgð á því að dýrastofnar viðhaldi sér, plöntur nái að dafna, fjöll fái að standa og vatn að renna. Við berum þessa ábyrgð ekki eingöngu gagnvart okkur sjálfum heldur gagnvart mannkyninu í heild sinni, fortíðar- og framtíðarkynslóðum og ekki síst gagnvart náttúrunni sjálfri. Komdu með í ferðalag Mig langar að fara með ykkur í lítið ferðalag til þess að skoða þennan auð okkar betur. Við skulum byrja á norðanverðu hálendi Íslands. Frá Vonarskarði, sem liggur milli Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls, rennur Skjálfandafljót sem er meðal lengri vatnsfalla Íslands. Það rennur til sjávar í Skjálfandaflóa og er um 180 km langt. Fljótið hefur að geyma fjölmarga fallega fossa og má þar nefna Goðafoss, sem trekkir að fjölmargt ferðafólk ár hvert, og Aldeyjarfoss sem fellur niður um 20 metra umvafinn svörtu stuðlabergi og er talinn einn af fegurstu fossum landsins. Við Skjálfandafljót er fjölbreytt fuglalíf en þar verpir m.a. stór hluti heiðagæsastofnsins hér á landi. Fljótið er fiskgengt og heldur silungur og lax sig í fljótinu og þeim ám sem það þvera. Skjálfandafljót og fjölmörg svæði í nágrenni þess hafa verið friðlýst í ljósi sérstæðrar náttúru. Aldeyjarfoss.Derrek Sutton Heimsækjum Helsingjann Næst er förinni heitið til suðurhluta hálendisins. Í Hólmsárbotnum, rétt suðaustan við Torfajökul, á Hólmsá upptök sín. Áin er lindá en í hana renna fjölmargar uppsprettur auk jökulvatns. Vegna þessa er mikil frjósemi við ána og eru bakkar og fjölmargir hólmar hennar gróðursælir. Þar heldur til meirihluti íslenska helsingjastofnisins sem hefur farið vaxandi síðustu ár. Í ánni má einnig finna stöku bleikju. Náttúrufræðistofnun hefur lagt til að Hólmsá verði sett á náttúruminjaskrá vegna einstakra vatnavistgerða hennar.Vatnasvið árinnar nær yfir fjölmörg verndarsvæði á sunnanverðu hálendinu og má þar nefna Fjallabak og Eldgjá. Þrátt fyrir náttúrufegurð, einstakar vistgerðir og mikilvægi svæðisins fyrir fuglastofna, líkt og helsingjann, nýtur Hólmsá ekki verndar í dag. Voldugar vættir á Vestfjörðum Höldum nú til Vestfjarða. Á ströndum má finna afskekktan fjörð sem nefnist Ófeigsfjörður. Ekki er búið að staðaldri í Ófeigsfirði en þar eru þó sumarhús einnar fjölskyldu sem á ættir sínar að rekja þangað. Illfært er í fjörðinn og því er svæðið fremur friðsælt og lítt snortið. Ófeigsfjörður liggur neðan við Drangajökul og Ófeigsfjarðarheiði sem hefur að geyma fjölmörg heiðavötn. Þaðan falla tvær ár í Ófeigsfjörð sem nefnast Hvalá og Rjúkandi. Fjölda fossa er að finna á svæðinu og má þar nefna Rjúkandifoss sem fellur úr Rjúkandi og tærbláu fossana Drynjandi og Hvalárfoss sem falla úr Hvalá. Fossar þessir eru mikilfenglegir og hafa á síðustu árum dregið að sér mikla athygli þrátt fyrir lítið aðgengi að þeim. Vegna þess hve Drangajökulssvæðið er afskekkt er þar að finna töluvert dýralíf. Þar verpir æðarfugl, landselir halda til við fjörðinn og refastofninn þar er einn sá stærsti á landinu. Svæðið hefur einnig að geyma talsvert af fornminjum og steingervingum. Svæðið undir Drangajökli, Hornstrandir og Norðurstrandir, trekkja að fjölda ferðafólks sem sækir í þessi miklu víðerni og ósnortnu náttúru. Þrátt fyrir þessar náttúruperlur sem Ófeigsfjarðarheiði og firðirnir í kring hafa að geyma nýtur svæðið ekki sérstakrar verndar. Heimkynni hreindýra og heiðagæsa Við endum ferðalagið á Austurlandi. Norðaustan við Vatnajökul, rétt við Brúarjökul og Eyjabakkajökul, stendur hæsta fjall Íslands utan jökla. Fjall þetta nefnist Snæfell og rís 1833 metra yfir sjávarmál. Vestan við Snæfell liggja Vesturöræfi í rúmlega 600 metra hæð. Þar má finna falleg heiðarlönd sem eru mikilvæg búsvæði hreindýra og heiðagæsa. Neðan Brúarjökuls liggur háslétta sem hefur mótast af jöklinum og kallast Kringilsárrani. Svæðið hefur að geyma fjölmargar jökulminjar og má þar nefna stóran jökulgarð sem kallast Töðuhraukar. Á svæðinu er talsverður gróður, fjölmargar tjarnir og mikið votlendi sem nýtt er af heiðagæsum. Kringilsárrani var friðaður árið 1975 og er nú griðland hreindýra en veiðar eru þar bannaðar. Árið 2003 hófust framkvæmdir við Kárahnjúka norðan við Kringilsárrana. Heiðagæs á hreiðri við Töðuhrauka í Kringilsárrana.Andrés Skúlason Endurtökum ekki sömu mistök Tilgangur framkvæmdarinnar var að reisa vatnsaflsvirkjun sem sjá myndi álveri í Reyðarfirði fyrir rafmagni. Nokkrar þær ár sem renna frá Vatnajökli voru virkjaðar en til þess voru reistar þrjár stíflur sem mynda gríðarstórt lón er nefnist Hálslón. Við gerð þessa lóns fóru stór landsvæði undir vatn. Landsvæði sem áður geymdu gróðursæla dali, fallega fossa, merkilegt landslag og mikilvæg svæði hreindýra og fugla. Kringilsárrana, sem friðaður var 1975 líkt og kom fram hér að ofan, var sökkt að hluta til við þessar framkvæmdir. Kringlisárrani hörfar fyrir Hálslóni.Andrés Skúlason Við endum hér ferðalag okkar þrátt fyrir að halda mætti mun lengur áfram þegar náttúran er skoðuð. Náttúruauður Íslands er nefnilega gríðarlegur. Oftar en ekki verðum við þó samdauna því sem í kringum okkur er og sjáum ekki fegurðina í hversdagsleikanum. Þessi stutta samantekt um ríkidæmi okkar vona ég að verði til þess að opna augu sem flestra fyrir þessari einstöku og verðmætu náttúru sem við lifum með og eigum allt okkar að þakka. Við getum lært af mistökum okkar og breytt til hins betra þegar kemur að því að standa vörð um náttúru Íslands í framtíðinni. Náttúra Íslands er ríkidæmið sem framtíðarkynslóðir munu erfa. Kynntu þér þann náttúruauð okkar sem er friðaður og í hættu á natturukortid.is Höfundur er líffræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Náttúra Íslands er einstök. Að vísu eru hér ekki mörg landspendýr eða innlendar trjátegundir, tiltölulega fá skordýr og engin einlend plöntutegund. Við eigum þó tvær litlar grunnvatnsmarflær sem finnast hvergi annars staðar og furðulegan grænþörung sem finnst í örfáum stöðuvötnum á Jörðinni. Í alþjóðlegu samhengi er náttúra Íslands gríðarlega merkileg og fjölbreytt. Hér verpir stór hluti ýmissa fuglastofna og hefur landið okkar að geyma stóran hluta af villtustu víðernum Evrópu. Þar að auki eigum við gríðarlegt magn af einstökum jarðminjum sem orðið hafa til vegna samspils elda og ísa. Það er því óhætt að segja að íslenska þjóðin sé auðug þegar kemur að einstökum náttúrufyrirbærum. Við njótum líka góðs af þeim. Hér er gnótt af rennandi ferskvatni, jarðvarmi hitar upp híbýli og gróðurhús, aðgengi að hreinni orku er auðvelt og heillandi náttúran vekur athygli vísindafólks, ferðafólks, nýsköpunargeirans og náttúruunnenda. Náttúran er nefnilega okkar auður. Auði fylgir ábyrgð Þessu ríkidæmi fylgir ábyrgð. Við berum ábyrgð á flóru og fánu landsins ásamt jarð- og sögulegum minjum þess. Við berum ábyrgð á því að dýrastofnar viðhaldi sér, plöntur nái að dafna, fjöll fái að standa og vatn að renna. Við berum þessa ábyrgð ekki eingöngu gagnvart okkur sjálfum heldur gagnvart mannkyninu í heild sinni, fortíðar- og framtíðarkynslóðum og ekki síst gagnvart náttúrunni sjálfri. Komdu með í ferðalag Mig langar að fara með ykkur í lítið ferðalag til þess að skoða þennan auð okkar betur. Við skulum byrja á norðanverðu hálendi Íslands. Frá Vonarskarði, sem liggur milli Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls, rennur Skjálfandafljót sem er meðal lengri vatnsfalla Íslands. Það rennur til sjávar í Skjálfandaflóa og er um 180 km langt. Fljótið hefur að geyma fjölmarga fallega fossa og má þar nefna Goðafoss, sem trekkir að fjölmargt ferðafólk ár hvert, og Aldeyjarfoss sem fellur niður um 20 metra umvafinn svörtu stuðlabergi og er talinn einn af fegurstu fossum landsins. Við Skjálfandafljót er fjölbreytt fuglalíf en þar verpir m.a. stór hluti heiðagæsastofnsins hér á landi. Fljótið er fiskgengt og heldur silungur og lax sig í fljótinu og þeim ám sem það þvera. Skjálfandafljót og fjölmörg svæði í nágrenni þess hafa verið friðlýst í ljósi sérstæðrar náttúru. Aldeyjarfoss.Derrek Sutton Heimsækjum Helsingjann Næst er förinni heitið til suðurhluta hálendisins. Í Hólmsárbotnum, rétt suðaustan við Torfajökul, á Hólmsá upptök sín. Áin er lindá en í hana renna fjölmargar uppsprettur auk jökulvatns. Vegna þessa er mikil frjósemi við ána og eru bakkar og fjölmargir hólmar hennar gróðursælir. Þar heldur til meirihluti íslenska helsingjastofnisins sem hefur farið vaxandi síðustu ár. Í ánni má einnig finna stöku bleikju. Náttúrufræðistofnun hefur lagt til að Hólmsá verði sett á náttúruminjaskrá vegna einstakra vatnavistgerða hennar.Vatnasvið árinnar nær yfir fjölmörg verndarsvæði á sunnanverðu hálendinu og má þar nefna Fjallabak og Eldgjá. Þrátt fyrir náttúrufegurð, einstakar vistgerðir og mikilvægi svæðisins fyrir fuglastofna, líkt og helsingjann, nýtur Hólmsá ekki verndar í dag. Voldugar vættir á Vestfjörðum Höldum nú til Vestfjarða. Á ströndum má finna afskekktan fjörð sem nefnist Ófeigsfjörður. Ekki er búið að staðaldri í Ófeigsfirði en þar eru þó sumarhús einnar fjölskyldu sem á ættir sínar að rekja þangað. Illfært er í fjörðinn og því er svæðið fremur friðsælt og lítt snortið. Ófeigsfjörður liggur neðan við Drangajökul og Ófeigsfjarðarheiði sem hefur að geyma fjölmörg heiðavötn. Þaðan falla tvær ár í Ófeigsfjörð sem nefnast Hvalá og Rjúkandi. Fjölda fossa er að finna á svæðinu og má þar nefna Rjúkandifoss sem fellur úr Rjúkandi og tærbláu fossana Drynjandi og Hvalárfoss sem falla úr Hvalá. Fossar þessir eru mikilfenglegir og hafa á síðustu árum dregið að sér mikla athygli þrátt fyrir lítið aðgengi að þeim. Vegna þess hve Drangajökulssvæðið er afskekkt er þar að finna töluvert dýralíf. Þar verpir æðarfugl, landselir halda til við fjörðinn og refastofninn þar er einn sá stærsti á landinu. Svæðið hefur einnig að geyma talsvert af fornminjum og steingervingum. Svæðið undir Drangajökli, Hornstrandir og Norðurstrandir, trekkja að fjölda ferðafólks sem sækir í þessi miklu víðerni og ósnortnu náttúru. Þrátt fyrir þessar náttúruperlur sem Ófeigsfjarðarheiði og firðirnir í kring hafa að geyma nýtur svæðið ekki sérstakrar verndar. Heimkynni hreindýra og heiðagæsa Við endum ferðalagið á Austurlandi. Norðaustan við Vatnajökul, rétt við Brúarjökul og Eyjabakkajökul, stendur hæsta fjall Íslands utan jökla. Fjall þetta nefnist Snæfell og rís 1833 metra yfir sjávarmál. Vestan við Snæfell liggja Vesturöræfi í rúmlega 600 metra hæð. Þar má finna falleg heiðarlönd sem eru mikilvæg búsvæði hreindýra og heiðagæsa. Neðan Brúarjökuls liggur háslétta sem hefur mótast af jöklinum og kallast Kringilsárrani. Svæðið hefur að geyma fjölmargar jökulminjar og má þar nefna stóran jökulgarð sem kallast Töðuhraukar. Á svæðinu er talsverður gróður, fjölmargar tjarnir og mikið votlendi sem nýtt er af heiðagæsum. Kringilsárrani var friðaður árið 1975 og er nú griðland hreindýra en veiðar eru þar bannaðar. Árið 2003 hófust framkvæmdir við Kárahnjúka norðan við Kringilsárrana. Heiðagæs á hreiðri við Töðuhrauka í Kringilsárrana.Andrés Skúlason Endurtökum ekki sömu mistök Tilgangur framkvæmdarinnar var að reisa vatnsaflsvirkjun sem sjá myndi álveri í Reyðarfirði fyrir rafmagni. Nokkrar þær ár sem renna frá Vatnajökli voru virkjaðar en til þess voru reistar þrjár stíflur sem mynda gríðarstórt lón er nefnist Hálslón. Við gerð þessa lóns fóru stór landsvæði undir vatn. Landsvæði sem áður geymdu gróðursæla dali, fallega fossa, merkilegt landslag og mikilvæg svæði hreindýra og fugla. Kringilsárrana, sem friðaður var 1975 líkt og kom fram hér að ofan, var sökkt að hluta til við þessar framkvæmdir. Kringlisárrani hörfar fyrir Hálslóni.Andrés Skúlason Við endum hér ferðalag okkar þrátt fyrir að halda mætti mun lengur áfram þegar náttúran er skoðuð. Náttúruauður Íslands er nefnilega gríðarlegur. Oftar en ekki verðum við þó samdauna því sem í kringum okkur er og sjáum ekki fegurðina í hversdagsleikanum. Þessi stutta samantekt um ríkidæmi okkar vona ég að verði til þess að opna augu sem flestra fyrir þessari einstöku og verðmætu náttúru sem við lifum með og eigum allt okkar að þakka. Við getum lært af mistökum okkar og breytt til hins betra þegar kemur að því að standa vörð um náttúru Íslands í framtíðinni. Náttúra Íslands er ríkidæmið sem framtíðarkynslóðir munu erfa. Kynntu þér þann náttúruauð okkar sem er friðaður og í hættu á natturukortid.is Höfundur er líffræðingur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar