Viðskipti innlent

Gróa nýr for­stöðu­maður þjónustu­vers Lands­bankans

Bjarki Sigurðsson skrifar
Gróa Helga Eggertsdóttir er nýr forstöðumaður þjónustuvers Landsbankans.
Gróa Helga Eggertsdóttir er nýr forstöðumaður þjónustuvers Landsbankans. Landsbankinn

Gróa Helga Eggertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður þjónustuvers Landsbankans. Fyrir starfaði hún sem forstöðumaður hjá tækniþjónustu Nova.

Gróa er með B.Sc-próf í verkfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi með áherslu á verkefnastýringu frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU). Þá er hún einnig með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Gróa hefur farið um víðan völl í íslensku atvinnulífi og starfað sem forstöðumaður þjónustuverðs Vodafone, forstöðumaður kortadeildar N1 og sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs Þjóðskrár.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×