Ég styð veiðar og vinnslu hvalaafurða Vilhjálmur Birgisson skrifar 28. júní 2022 14:01 Ég fagna því innilega að hvalveiðar séu nú stundaðar við Íslandsstrendur að nýju, enda hafa þær mjög jákvæð áhrif á allt samfélagið hér á Akranesi og nærsveitir. Að sjálfsögðu eigum við að nýta okkar sjávarauðlindir til atvinnu- og gjaldeyrisöflunar skv. veiðiráðgjöf frá Hafrannsóknarstofnun, annað væri gjörsamlega galið. Það hefur verið slegist um að fá störf hjá Hval þegar vertíðin stendur yfir enda eru tekjumöguleikarnir umtalsverðir í ljósi þess að unnið er á sólarhringsvöktum yfir vertíðina. Sem dæmi voru meðallaun í vinnslunni í Hvalfirði rétt rúm 1 milljón króna á mánuði á vertíðinni 2018 og þessar miklu tekjur skila sér svo sannarlega inn í samfélagið bæði hvað varðar útsvarstekjur fyrir sveitarfélögin og ekki síður hvað varðar verslun og þjónustu. Þetta skiptir reyndar þjóðarbúið allt gríðarlega miklu máli, enda er mikilvægt fyrir almenning í þessu landi að átta sig á því að við höldum úti okkar velferðarsamfélagi með því að skapa gjaldeyristekjur og það eru gjaldeyrisskapandi fyrirtæki sem gera okkur kleift að búa til það velferðarsamfélag sem við viljum búa í. Við þurfum fyrirtæki sem skapa íslenskri þjóð gjaldeyri og af þeirri ástæðu fagna ég innilega að hvalveiðar hafi hafist að nýju. Ég lít á hvalveiðarnar sem vistvæna stóriðju enda eru uppundir 150 manns sem hafa atvinnu af þessari starfsemi yfir hávertíðina og er það fyrir utan afleidd störf tengdum veiðum og vinnslu hvalafurða Það er engum vafa undirorpið að þjóðhagslegur ávinningur er af veiðum og vinnslu á hvalafurðum en vissulega hafa þessar veiðar enn meiri þýðingu fyrir sveitarfélög eins og Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð og reyndar einnig sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu enda koma einnig starfsmenn þaðan. Grunnvallaratriðið er að við eigum að nýta okkar sjávarauðlindir skv. okkar færustu sérfræðingum sem eru í þessu tilfelli frá Hafrannsóknarstofnun. Við eigum ekki að láta „öfgahópa“ eða einhverja sérhagsmunaaðila í ferðaþjónustunni segja okkur hvaða gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar megi ástunda hér á landi. Ég tel að meirihluti þjóðarinnar styðji veiðar og vinnslu hvalaafurða og ljóst að eigandi Hvals er alls ekki búinn að einangrast við að skapa 150 manns atvinnu með öllum þeim jákvæðu þáttum sem fylgja þessum veiðum Það er rétt að geta þess að langreyði hefur fjölgað jafnt og þétt samkvæmt talningum undanfarinna áratuga. Samkvæmt síðustu talningu sem framkvæmd var árið 2015 er stofninn (Mið-Norður-Atlantshafsstofn) talinn vera um 40 þúsund dýr og hefur aldrei mælst stærri. Hví í ósköpunum eigum við ekki að heimila hvalveiðar þegar þessar staðreyndir liggja fyrir? Ég man þegar hvalveiðar voru heimilaðar 2009 og ferðaþjónustan grenjaði eins og stungnir grísir og töldu að þetta myndi rústa ferðaþjónustunni, en annað hefur svo sannarlega komið á daginn. Enda liggur fyrir að ferðamönnum fjölgaði gríðarlega og náðu hámarki 2019 og voru reyndar orðnir svo margir að talað var um að takmarka þyrfti fjölda þeirra sem hingað koma vegna átroðnings. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ætíð stutt veiðar og vinnslu hvalaafurða og reyndar styður VLFA allar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar sama hvort þær eru í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, stóriðju eða öðrum gjaldeyrisskapandi atvinnugreinum. Við þurfum á þessum atvinnugreinum að halda því það er með þessari gjaldeyrisöflun sem við höldum úti löggæslu, heilbrigðiskerfi, velferðarþjónustu, menntakerfi og svona mætti lengi telja. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Sjávarútvegur Kjaramál Dýr Vilhjálmur Birgisson Akranes Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég fagna því innilega að hvalveiðar séu nú stundaðar við Íslandsstrendur að nýju, enda hafa þær mjög jákvæð áhrif á allt samfélagið hér á Akranesi og nærsveitir. Að sjálfsögðu eigum við að nýta okkar sjávarauðlindir til atvinnu- og gjaldeyrisöflunar skv. veiðiráðgjöf frá Hafrannsóknarstofnun, annað væri gjörsamlega galið. Það hefur verið slegist um að fá störf hjá Hval þegar vertíðin stendur yfir enda eru tekjumöguleikarnir umtalsverðir í ljósi þess að unnið er á sólarhringsvöktum yfir vertíðina. Sem dæmi voru meðallaun í vinnslunni í Hvalfirði rétt rúm 1 milljón króna á mánuði á vertíðinni 2018 og þessar miklu tekjur skila sér svo sannarlega inn í samfélagið bæði hvað varðar útsvarstekjur fyrir sveitarfélögin og ekki síður hvað varðar verslun og þjónustu. Þetta skiptir reyndar þjóðarbúið allt gríðarlega miklu máli, enda er mikilvægt fyrir almenning í þessu landi að átta sig á því að við höldum úti okkar velferðarsamfélagi með því að skapa gjaldeyristekjur og það eru gjaldeyrisskapandi fyrirtæki sem gera okkur kleift að búa til það velferðarsamfélag sem við viljum búa í. Við þurfum fyrirtæki sem skapa íslenskri þjóð gjaldeyri og af þeirri ástæðu fagna ég innilega að hvalveiðar hafi hafist að nýju. Ég lít á hvalveiðarnar sem vistvæna stóriðju enda eru uppundir 150 manns sem hafa atvinnu af þessari starfsemi yfir hávertíðina og er það fyrir utan afleidd störf tengdum veiðum og vinnslu hvalafurða Það er engum vafa undirorpið að þjóðhagslegur ávinningur er af veiðum og vinnslu á hvalafurðum en vissulega hafa þessar veiðar enn meiri þýðingu fyrir sveitarfélög eins og Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð og reyndar einnig sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu enda koma einnig starfsmenn þaðan. Grunnvallaratriðið er að við eigum að nýta okkar sjávarauðlindir skv. okkar færustu sérfræðingum sem eru í þessu tilfelli frá Hafrannsóknarstofnun. Við eigum ekki að láta „öfgahópa“ eða einhverja sérhagsmunaaðila í ferðaþjónustunni segja okkur hvaða gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar megi ástunda hér á landi. Ég tel að meirihluti þjóðarinnar styðji veiðar og vinnslu hvalaafurða og ljóst að eigandi Hvals er alls ekki búinn að einangrast við að skapa 150 manns atvinnu með öllum þeim jákvæðu þáttum sem fylgja þessum veiðum Það er rétt að geta þess að langreyði hefur fjölgað jafnt og þétt samkvæmt talningum undanfarinna áratuga. Samkvæmt síðustu talningu sem framkvæmd var árið 2015 er stofninn (Mið-Norður-Atlantshafsstofn) talinn vera um 40 þúsund dýr og hefur aldrei mælst stærri. Hví í ósköpunum eigum við ekki að heimila hvalveiðar þegar þessar staðreyndir liggja fyrir? Ég man þegar hvalveiðar voru heimilaðar 2009 og ferðaþjónustan grenjaði eins og stungnir grísir og töldu að þetta myndi rústa ferðaþjónustunni, en annað hefur svo sannarlega komið á daginn. Enda liggur fyrir að ferðamönnum fjölgaði gríðarlega og náðu hámarki 2019 og voru reyndar orðnir svo margir að talað var um að takmarka þyrfti fjölda þeirra sem hingað koma vegna átroðnings. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ætíð stutt veiðar og vinnslu hvalaafurða og reyndar styður VLFA allar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar sama hvort þær eru í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, stóriðju eða öðrum gjaldeyrisskapandi atvinnugreinum. Við þurfum á þessum atvinnugreinum að halda því það er með þessari gjaldeyrisöflun sem við höldum úti löggæslu, heilbrigðiskerfi, velferðarþjónustu, menntakerfi og svona mætti lengi telja. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun