Red Bull lætur ökumann sem gerðist sekur um kynþáttafordóma fara Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. júní 2022 14:16 Juri Vips hefur verið látinn fara frá Red Bull. Mark Thompson/Getty Images Ökuþórinn Juri Vips, sem ekur í Formúlu 2 og er varamaður hjá Red Bull í Formúlu 1, hefur verið látinn fara frá liðinu eftir að hann gerðist sekur um kynþáttafordóma. Vips var að spila tölvuleiki í beinu streymi með liðsfélaga sínum hjá Red Bull, Liam Lawson, þegar hann lét ummælin falla. Frá þessu er greint meðal annars á heimasíðu breska ríkisútvarspins BBC, en ekki er tekið fram hvað það var sem Vips sagði. Vips lét einnig óviðeigandi ummæli í garð samkynhneigðra falla í streyminu. Í yfirlýsingu Red Bull á samfélagsmiðlum segist liðið fordæma hatursorðræðu af hvaða tagi sem er. „Við fordæmum hatursorðræðu af hvaða tagi sem er og gefum engan slaka þegar kemur að kynþáttafordómum innan okkar félags.“ Vips hefur sent frá sér afsökunarbeiðni á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist sjá eftir orðum sínum. „Svona tal er algjörlega óviðunandi og gefur ekki rétta mynd af þeim gildum sem ég vil standa fyrir,“ skrifaði Vips. „Ég biðst innilegrar afsökunar á gjörðum mínum og þetta er ekki fordæmið sem ég vil setja. Ég mun sýna rannsókninni fullan samstarfsvilja.“ View this post on Instagram A post shared by Ju ri Vips (@juri_vips) Formúla Kynþáttafordómar Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Vips var að spila tölvuleiki í beinu streymi með liðsfélaga sínum hjá Red Bull, Liam Lawson, þegar hann lét ummælin falla. Frá þessu er greint meðal annars á heimasíðu breska ríkisútvarspins BBC, en ekki er tekið fram hvað það var sem Vips sagði. Vips lét einnig óviðeigandi ummæli í garð samkynhneigðra falla í streyminu. Í yfirlýsingu Red Bull á samfélagsmiðlum segist liðið fordæma hatursorðræðu af hvaða tagi sem er. „Við fordæmum hatursorðræðu af hvaða tagi sem er og gefum engan slaka þegar kemur að kynþáttafordómum innan okkar félags.“ Vips hefur sent frá sér afsökunarbeiðni á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist sjá eftir orðum sínum. „Svona tal er algjörlega óviðunandi og gefur ekki rétta mynd af þeim gildum sem ég vil standa fyrir,“ skrifaði Vips. „Ég biðst innilegrar afsökunar á gjörðum mínum og þetta er ekki fordæmið sem ég vil setja. Ég mun sýna rannsókninni fullan samstarfsvilja.“ View this post on Instagram A post shared by Ju ri Vips (@juri_vips)
Formúla Kynþáttafordómar Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira