Ég get ekki stutt Þórarinn í stjórn SÁÁ! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 21. júní 2022 16:01 Ég ætla mér að kjósa á aðalfundi SÁÁ í dag nýja stjórn en ég styð heilshugar núverandi stjórn og þeirra stefnu en ég hef einmitt barist fyrir áfallamiðaðri meðferð með meiri faglegum hætti. Ég hef séð listann sem núverandi stjórn leggur fram og ég er mjög ánægður með hann. Ég styð Önnu Hildi, formann og Þráinn Farestveit, varaformann 100% enda hafa þau stýrt þessu frábærlega á erfiðum tíma og unnið baráttuna málefnanlega og heiðarlega en ekki hjóla í manninn eins og þeirra andstæðingar hafa gert, þrátt fyrir að hafa haft ærna ástæðu til. Það er virðingarvert. Að mér vitandi þá er allt það mál SÍ gegn SÁÁ frá því fyrir árið 2020 þegar einmitt fyrrverandi stjórn var við völd og því engan veginn hægt að kenna núverandi stjórn um það. Fyrri stjórn tók ákvörðunina um öll fjarviðtöl, aldursgreiningu og annað sem deilt var um og er núna í góðum farvegi vegna færni núverndi stjórnar. Þá voru skuldir félagsins komnar vegna fyrri stjórnar en núverandi stjórn náði tökum á þeim. Maður hengir ekki bakara fyrir smið! Ég get aldrei stutt Þórarinn Tyrfingsson og Arnþór Jónsson fyrrvernandi stjórnendur og þeirra lista þrátt fyrir velviljað fólk á þeirra lista. Það má aldrei gleymast að þeirra stjórn og Arnþór kipptu af allri meðferð fyrir fanga á sínum tíma á meðan einn til tveir úr okkar röðum voru að deyja á mánuði út af sínum veikindum. Þá stjórnuðu þeir samtökunum með ofbeldi og einelti og öll þeirra samskipti við t.d Afstöðu einkenndust af hroka og frekju. Þetta má aldrei gleymast og þess vegna fyrst og fremst kýs ég núverandi stjórn með hagsmuni fanga og annarra jaðarsettra hópa í huga og ég tala nú ekki um fyrir starfsfólk sáá. Ég hvet alla sem hafa kosningarétt hjá sáá að mæta í dag kl 17:00 á Hilton til þess að kjósa og láta sjá sig. Hlakka til að sjá ykkur. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Ég ætla mér að kjósa á aðalfundi SÁÁ í dag nýja stjórn en ég styð heilshugar núverandi stjórn og þeirra stefnu en ég hef einmitt barist fyrir áfallamiðaðri meðferð með meiri faglegum hætti. Ég hef séð listann sem núverandi stjórn leggur fram og ég er mjög ánægður með hann. Ég styð Önnu Hildi, formann og Þráinn Farestveit, varaformann 100% enda hafa þau stýrt þessu frábærlega á erfiðum tíma og unnið baráttuna málefnanlega og heiðarlega en ekki hjóla í manninn eins og þeirra andstæðingar hafa gert, þrátt fyrir að hafa haft ærna ástæðu til. Það er virðingarvert. Að mér vitandi þá er allt það mál SÍ gegn SÁÁ frá því fyrir árið 2020 þegar einmitt fyrrverandi stjórn var við völd og því engan veginn hægt að kenna núverandi stjórn um það. Fyrri stjórn tók ákvörðunina um öll fjarviðtöl, aldursgreiningu og annað sem deilt var um og er núna í góðum farvegi vegna færni núverndi stjórnar. Þá voru skuldir félagsins komnar vegna fyrri stjórnar en núverandi stjórn náði tökum á þeim. Maður hengir ekki bakara fyrir smið! Ég get aldrei stutt Þórarinn Tyrfingsson og Arnþór Jónsson fyrrvernandi stjórnendur og þeirra lista þrátt fyrir velviljað fólk á þeirra lista. Það má aldrei gleymast að þeirra stjórn og Arnþór kipptu af allri meðferð fyrir fanga á sínum tíma á meðan einn til tveir úr okkar röðum voru að deyja á mánuði út af sínum veikindum. Þá stjórnuðu þeir samtökunum með ofbeldi og einelti og öll þeirra samskipti við t.d Afstöðu einkenndust af hroka og frekju. Þetta má aldrei gleymast og þess vegna fyrst og fremst kýs ég núverandi stjórn með hagsmuni fanga og annarra jaðarsettra hópa í huga og ég tala nú ekki um fyrir starfsfólk sáá. Ég hvet alla sem hafa kosningarétt hjá sáá að mæta í dag kl 17:00 á Hilton til þess að kjósa og láta sjá sig. Hlakka til að sjá ykkur. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar