Skoðun

Ég get ekki stutt Þórarinn í stjórn SÁÁ!

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Ég ætla mér að kjósa á aðalfundi SÁÁ í dag nýja stjórn en ég styð heilshugar núverandi stjórn og þeirra stefnu en ég hef einmitt barist fyrir áfallamiðaðri meðferð með meiri faglegum hætti. Ég hef séð listann sem núverandi stjórn leggur fram og ég er mjög ánægður með hann.

Ég styð Önnu Hildi, formann og Þráinn Farestveit, varaformann 100% enda hafa þau stýrt þessu frábærlega á erfiðum tíma og unnið baráttuna málefnanlega og heiðarlega en ekki hjóla í manninn eins og þeirra andstæðingar hafa gert, þrátt fyrir að hafa haft ærna ástæðu til. Það er virðingarvert.

Að mér vitandi þá er allt það mál SÍ gegn SÁÁ frá því fyrir árið 2020 þegar einmitt fyrrverandi stjórn var við völd og því engan veginn hægt að kenna núverandi stjórn um það. Fyrri stjórn tók ákvörðunina um öll fjarviðtöl, aldursgreiningu og annað sem deilt var um og er núna í góðum farvegi vegna færni núverndi stjórnar. Þá voru skuldir félagsins komnar vegna fyrri stjórnar en núverandi stjórn náði tökum á þeim. Maður hengir ekki bakara fyrir smið!

Ég get aldrei stutt Þórarinn Tyrfingsson og Arnþór Jónsson fyrrvernandi stjórnendur og þeirra lista þrátt fyrir velviljað fólk á þeirra lista. Það má aldrei gleymast að þeirra stjórn og Arnþór kipptu af allri meðferð fyrir fanga á sínum tíma á meðan einn til tveir úr okkar röðum voru að deyja á mánuði út af sínum veikindum. Þá stjórnuðu þeir samtökunum með ofbeldi og einelti og öll þeirra samskipti við t.d Afstöðu einkenndust af hroka og frekju. Þetta má aldrei gleymast og þess vegna fyrst og fremst kýs ég núverandi stjórn með hagsmuni fanga og annarra jaðarsettra hópa í huga og ég tala nú ekki um fyrir starfsfólk sáá.

Ég hvet alla sem hafa kosningarétt hjá sáá að mæta í dag kl 17:00 á Hilton til þess að kjósa og láta sjá sig. Hlakka til að sjá ykkur.

Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.