Handbolti

Aron Dagur semur við Val

Atli Arason skrifar
Aron Dagur leikur með Val á næsta tímabili.
Aron Dagur leikur með Val á næsta tímabili. Valur Handbolti

Stórar fréttir voru að berast frá Hlíðarenda fyrir skömmu þegar Valsarar tilkynntu nýjasta liðsstyrkinn fyrir komandi leiktímabil, Aron Dag Pálsson.

Aron gengur til liðs við Val frá Elverum í Noregi og skrifar undir tveggja ára samning við Hlíðarendafélagið.

Er þetta stór fengur fyrir tvöföldu Íslandsmeistarana en Aron lék með Elverum í Meistaradeildinni á síðasta tímabili ásamt því að verða Noregsmeistari með félaginu.

„Ég er mjög ánægður að hafa fengið Aron Dag til liðs við okkur. Hann er öflugur og góður leikmaður sem getur leyst margar stöður bæði í vörn og sókn og kemur til með að styrkja hópinn mikið næsta keppnistímabil,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals eftir að félagaskiptin voru staðfest.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.