Leiguíbúðir fjörutíu prósent allra nýrra íbúða Árni Sæberg skrifar 20. júní 2022 16:15 Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra kynnti stofnframlög ársins 2022 á opnum fundi í dag. Stöð 2/Bjarni Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði í dag 2,6 milljörðum króna til uppbyggingar á 328 íbúðum víðs vegar um landið. Á þessu ári hafa 550 leiguíbúðir verið teknar í notkun, sem er fjörutíu prósent af öllum nýjum íbúðum sem hafa komið á markað á árinu. Fyrri úthlutun stofnframlaga fyrir árið 2022 var kynnt í dag en framlagið nemur alls 2,6 milljörðum króna. Frá árinu 2016 þegar lög um almennar íbúðir tóku gildi hafa ríki og sveitarfélög úthlutað framlögum að fjárhæð um 30 milljarða til uppbyggingar á yfir 3.000 hagkvæmum leiguíbúðum víðsvegar um landið, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Af þeim 328 íbúðum sem byggðar verða eða keyptar fyrir 2,6 milljarðana eru 46 prósent á landsbyggðinni en það hlutfall hefur aldrei verið hærra. Af íbúðum sem úthlutun ársins nær til stendur til að byggja 279 nýjar íbúðir en kaupa 49 nýjar og eldri íbúðir. Allar verða þær að standast kröfur um hagkvæmni, en með því eru stjórnvöld að skapa hvata fyrir aukið framboð slíkra íbúða. Ætlað að auka öryggi og lækka leiguverð Íbúðir sem eru byggðar eða keyptar fyrir stofnframlög eru ætlaðar fyrir tekju- og eignalága og ýmsar kröfur eru gerðar til þeirra. Þannig er með uppbyggingu á slíkum íbúðum aðgengi aukið að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði með áherslu á nýbyggingar og fjölgun íbúða. „Það er ríkisstjórninni mikið hagsmunamál að stuðla að bættri stöðu á leigumarkaði. Í gegnum stofnframlög hafa nú þegar verið byggðar 1.550 íbúðir og er annað eins í byggingu. Almenna íbúðakerfið hefur sýnt sig sem úrræði þar sem boðið er upp á hagstæða, örugga langtímaleigu sem stuðlar að heilbrigðari leigumarkaði og auknu húsnæðisöryggi.“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra en hann hélt ræðu á opnum fundi um úthlutun stofnframlaga í dag. Stefni í stórsókn í uppbyggingu leiguíbúða á landsbyggðinni Um 150 íbúðir verða byggðar á landsbyggðinni fyrir stofnframlög árið 2022 en það er metfjöldi. Því til viðbótar var nýlega stofnað óhagnaðardrifið leigufélag, Brák, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaga á landsbyggðinni um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða. Því er ljóst að töluverðrar uppbyggingar er að vænta á landsbyggðinni á næstu misserum. „Með tilkomu stofnframlaga opnast möguleiki fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni til að efla aðkomu sína að uppbygginu leiguhúsnæðis fyrir tekjulága. Með samstarfi Fjarðabyggðar við Brák hses. um uppbyggingu á grundvelli stofnframlaga ríkis og sveitarfélaga getur Fjarðabyggð eflt mjög sinn stuðning við tekjulága einstaklinga og fjölskyldur í Fjarðabyggð,“ sagði Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, á fundinum í dag. Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Sjá meira
Fyrri úthlutun stofnframlaga fyrir árið 2022 var kynnt í dag en framlagið nemur alls 2,6 milljörðum króna. Frá árinu 2016 þegar lög um almennar íbúðir tóku gildi hafa ríki og sveitarfélög úthlutað framlögum að fjárhæð um 30 milljarða til uppbyggingar á yfir 3.000 hagkvæmum leiguíbúðum víðsvegar um landið, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Af þeim 328 íbúðum sem byggðar verða eða keyptar fyrir 2,6 milljarðana eru 46 prósent á landsbyggðinni en það hlutfall hefur aldrei verið hærra. Af íbúðum sem úthlutun ársins nær til stendur til að byggja 279 nýjar íbúðir en kaupa 49 nýjar og eldri íbúðir. Allar verða þær að standast kröfur um hagkvæmni, en með því eru stjórnvöld að skapa hvata fyrir aukið framboð slíkra íbúða. Ætlað að auka öryggi og lækka leiguverð Íbúðir sem eru byggðar eða keyptar fyrir stofnframlög eru ætlaðar fyrir tekju- og eignalága og ýmsar kröfur eru gerðar til þeirra. Þannig er með uppbyggingu á slíkum íbúðum aðgengi aukið að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði með áherslu á nýbyggingar og fjölgun íbúða. „Það er ríkisstjórninni mikið hagsmunamál að stuðla að bættri stöðu á leigumarkaði. Í gegnum stofnframlög hafa nú þegar verið byggðar 1.550 íbúðir og er annað eins í byggingu. Almenna íbúðakerfið hefur sýnt sig sem úrræði þar sem boðið er upp á hagstæða, örugga langtímaleigu sem stuðlar að heilbrigðari leigumarkaði og auknu húsnæðisöryggi.“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra en hann hélt ræðu á opnum fundi um úthlutun stofnframlaga í dag. Stefni í stórsókn í uppbyggingu leiguíbúða á landsbyggðinni Um 150 íbúðir verða byggðar á landsbyggðinni fyrir stofnframlög árið 2022 en það er metfjöldi. Því til viðbótar var nýlega stofnað óhagnaðardrifið leigufélag, Brák, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaga á landsbyggðinni um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða. Því er ljóst að töluverðrar uppbyggingar er að vænta á landsbyggðinni á næstu misserum. „Með tilkomu stofnframlaga opnast möguleiki fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni til að efla aðkomu sína að uppbygginu leiguhúsnæðis fyrir tekjulága. Með samstarfi Fjarðabyggðar við Brák hses. um uppbyggingu á grundvelli stofnframlaga ríkis og sveitarfélaga getur Fjarðabyggð eflt mjög sinn stuðning við tekjulága einstaklinga og fjölskyldur í Fjarðabyggð,“ sagði Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, á fundinum í dag.
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Sjá meira