Hættulegar hugmyndir um hatursorðræðu Eva Hauksdóttir skrifar 20. júní 2022 10:00 Í ágúst 2020 skrifaði Arnar Sverrisson, sálfræðingur, blaðagrein þar sem hann lýsti eftirfarandi skoðun sinni á kynskiptaaðgerðum: Kynskipti [...] skyldi framkvæma að ítarlega athuguðu máli, því heilbrigð líffæri eru skemmd við aðgerðina og önnur gerð óstarfhæf, án þess að starfhæf kynfæri og kyntengd starfshæfni miðtaugakerfis hins óskaða kyns verði sköpuð. Kynvakagjöf veldur óafturkræfum breytingum. Karlkona verður ekki að eiginlegri konu, kvenkarl ekki að eiginlegum karli. Skoðun sem kallar á lögreglurannsókn? Grein Arnars felur í sér gagnrýni á þá hugmynd að kyn sé fyrst og fremst félagslegt fyrirbæri. Hann telur að kyn ráðist af litningasamsetningu og þeim líkamlegu eiginleikum sem henni fylgja. Greinin felur ekki í sér árás á transfólk. Ekki heldur hvatningu til mismununar eða ofsókna gegn transfólki. Arnar lýsir ekki einu sinni andstöðu við kynskiptaaðgerðir sem slíkar heldur telur hann að þær eigi að framkvæma „að ítarlega athuguðu máli“. Sú skoðun að kyn ráðist af meðfæddum, líkamlegum eiginleikum fór greinilega fyrir brjóstið á þeim aðhyllast þá hugmyndafræði sem Arnar gagnrýndi. Grein hans var sögð full af rangfærslum, án þess að bent væri á neinar rangfærslur, og því haldið fram að Arnar gerði lítið úr þjáningum transfólks, án þess að það væri á nokkurn hátt útskýrt. Þann 13. júní sl. var Arnar boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglu, vegna „hatursorðræðu“ sem hann hefði viðhaft í fyrrnefndri grein og annarri grein þar sem hann svaraði yfirlýsingum heilbrigðisstarfsfólks, sálfræðingafélagsins og samtaka transfólks um fyrri greinina. Meint „hatursorðræða“ hafði verið kærð til lögreglu sem vísaði málinu frá en ríkissaksóknari mun hafa lagt fyrir lögreglu að hefja almennilega sakamálarannsókn á þessum skoðunum sálfræðingsins. Ný afstaða til tjáningarfrelsis og takmarkana þess Afstaða íslenskra dómstóla til tjáningarfrelsis hefur stökkbreyst á síðustu árum. Frelsi manna til að níða skóinn af náunga sínum hefur aukist verulega en á sama tíma er orðið varasamt að tjá skoðanir sem móðga þá sem kenna sig við baráttu fyrir fjölbreytileika og félagslegu réttlæti. Æruvernd er þáttur í friðhelgi einkalífs, sem okkur er tryggð í stjórnarskrá, lögum og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Dómstólar hafa markvisst lamað æruverndarákvæði hegningarlaga með dómaframkvæmd sem er ekki í neinu samræmi við texta laganna. Alþingi þegir þunnu hljóði og virðist ætla að sætta sig við að Ísland taki í reynd upp fordæmisrétt (common law), í þessum málaflokki, í stað þess að Alþingi fari með löggjafarvaldið eins og stjórnarskrá gerir ráð fyrir. Blaðamenn, atvinnurekendur, stjórnmálaflokkar, grasrótarhreyfingar, íþróttahreyfingin og þjóðkirkjan taka virkan þátt í afnámi æruverndar með því að beygja sig undir kröfur háværra hópa um fordæmingu og útskúfun þeirra sem verða fyrir mannorðshnekki, stundum án þess að nokkrar sannanir liggi fyrir um meint brot. Hið mikla samsafn löglærðra vesalinga, sem þora hvorki né nenna að gagnrýna dómstóla, virðist ekki finna til neinnar ábyrgðar; af rúmlega 1000 starfandi lögmönnum eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem opinberlega hafa gagnrýnt þessa valdníðslu. Samhliða því sem dómstólar hafna því að það teljist meiðyrði að byggja ásakanir um glæpi á slúðursögum, hafa þeir rýmkað óhóflega hugtakið „hatursorðræða“. Hugtak sem spratt af viðleitni til að sporna gegn þjóðarmorðum og öðrum skipulögðum ofsóknum. Þeir sem tjá sig um sjálfsmyndarpólitík (identity politics) þurfa nú að þaulhugsa hvert orð til að forðast ásakanir um níð og mannhatur. Sakfellingar þeirra sem tjáðu andúð sína á „hinsegin fræðslu“ á Útvarpi Sögu (vissulega með ósmekklegu orðalagi) voru í meira lagi vafasamar. Frávísun Mannréttindadómstóls Evrópu á kæru vegna annars dómsins var sögulegt augnablik í þróun sem getur orðið lýðræðinu stórhættuleg. Ríkissaksóknari Íslands gengur nú enn lengra í ofstækinu. Sálfræðingur, sem mótmælir því að kyn sé líkamlegum eiginleikum lítt viðkomandi, sætir lögreglurannsókn líkt og hann hefði hvatt til ofsókna gegn transfólki. Lög gegn ofsóknum - ekki gegn óþægilegum skoðunum Tjáningarfrelsið er mikilvægasta ráð almennings til að veita yfirvöldum og áhrifafólki aðhald. Það sætir að sjálfsögðu takmörkunum sem nauðsynlegar eru til að gæta velferðar og réttinda annarra. Minnihlutahópar eiga rétt á vernd gegn mismunun og ofsóknum. Þeir eiga ekki rétt á því að samfélagið leggi af hugmyndafræðileg átök. Þeir eiga ekki rétt á því að allir fagni fjölbreytileikanum eða hafi „réttar“ skoðanir á því hvað fjölbreytileiki felur í sér. Innflytjendur eiga rétt á því að þeir sem reka áróður gegn rétti innflytjenda til mannhelgi, öryggis, frelsis og samfélagsþátttöku þurfi svara fyrir þá tjáningu fyrir dómi. Innflytjendur eiga ekki rétt á því að þeir sem telja viðeigandi að fjallkonan geti flutt ljóð á lýtalausri íslensku haldi þeirri skoðun fyrir sjálfa sig. Fatlaðir eiga rétt eiga rétt á því að þeir sem reka áróður gegn rétti fatlaðra til mannhelgi, öryggis, frelsis og samfélagsþátttöku þurfi svara fyrir þá tjáningu fyrir dómi. Fatlaðir eiga ekki rétt á því að allir sem vilja tjá sig um málefni þeirra noti orðalagið „fólk með fötlun“ í stað hefðbundinnar íslensku. Transfólk og fólk sem telur sig hvorki karl né konu á rétt á því að þeir sem reka áróður gegn rétti transfólks til mannhelgi, öryggis, frelsis og samfélagsþátttöku þurfi svara fyrir þá tjáningu fyrir dómi. Transfólk á ekki rétt á því að ríkisvaldið þaggi niður í þeim sem telja eitthvað athugavert við mikla og skyndilega fjölgun kynskiptaaðgerða og hormónameðferða, jafnvel á unglingum. Skoðanakúgun er lýðræðinu hættuleg Samfélag sem hefur lýðræði að leiðarljósi má ekki láta undan kúgunartilburðum þeirra sem telja sig hafa hina einu, réttu skoðun á málum sem móta samfélagið og koma okkur öllum við. Slíkum kúgunartilburðum á að svara með rökum. Þegar krafan um pólitískan rétttrúnað verður hættuleg og/eða fáránleg er líka sjálfsagt mótmæla þeirri kröfu af hörku, lýsa andúð á henni og gera grín að henni. Það eru ekki mikilvægir hagsmunir nokkurs manns að sjálfskipað kennivaldi fái að einoka umræðuna og stjórna því hvaða skoðanir fá að heyrast. Sú ákvörðun ríkissaksóknara að fela lögreglu sakamálarannsókn á skoðunum Arnars Sverrissonar felur í sér árás á tjáningarfrelsið. Ég hef ekki áhyggjur af því að Arnar verði sakfelldur fyrir hatursorðræðu, enda hefur hann ekki hæðst að transfólki, rógborið það, smánað það eða ógnað því. Það er aftur á móti áhyggjuefni að fólk eigi á hættu lögreglurannsókn út á það eitt að hafa skoðanir sem falla ekki að pólitískum rétttrúnaði samtímans. Hættan á því fólk þori ekki að tjá óvinsælar skoðanir er ógn við tjáningarfrelsið, réttarríkið og lýðræðið. Lýðræðissamfélag má ekki láta undan skoðanakúgun. Auðvitað skiptir framsetning máli en það er vel hægt að lýsa andstöðu við pólitíska hugmyndafræði án þess að ráðast gegn mannréttindum minnihlutahópa. Það skulum við gera ef okkur sýnist svo og slíka tjáningu skulum við umbera þótt við séum ósammála. Skoðunum, sem settar eru fram án hvatningar til útskúfunar, mismununar eða ofsókna, á að svara með rökum en ekki lögreglurannsókn. Höfum hugfast að skoðanakúgun snertir réttindi okkar allra. Ef við samþykkjum þöggun þeirra sem gagnrýna mikla fjölgun kynskiptaaðgerða, getum við reiknað með að þegar fasistar eða aðrir hættulegir hópar ná völdum verði gagnrýni á hugmyndafræði þeirra skilgreind sem hatursorðræða. Höfundur er verjandi Arnars Sverrissonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Tjáningarfrelsi Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Í ágúst 2020 skrifaði Arnar Sverrisson, sálfræðingur, blaðagrein þar sem hann lýsti eftirfarandi skoðun sinni á kynskiptaaðgerðum: Kynskipti [...] skyldi framkvæma að ítarlega athuguðu máli, því heilbrigð líffæri eru skemmd við aðgerðina og önnur gerð óstarfhæf, án þess að starfhæf kynfæri og kyntengd starfshæfni miðtaugakerfis hins óskaða kyns verði sköpuð. Kynvakagjöf veldur óafturkræfum breytingum. Karlkona verður ekki að eiginlegri konu, kvenkarl ekki að eiginlegum karli. Skoðun sem kallar á lögreglurannsókn? Grein Arnars felur í sér gagnrýni á þá hugmynd að kyn sé fyrst og fremst félagslegt fyrirbæri. Hann telur að kyn ráðist af litningasamsetningu og þeim líkamlegu eiginleikum sem henni fylgja. Greinin felur ekki í sér árás á transfólk. Ekki heldur hvatningu til mismununar eða ofsókna gegn transfólki. Arnar lýsir ekki einu sinni andstöðu við kynskiptaaðgerðir sem slíkar heldur telur hann að þær eigi að framkvæma „að ítarlega athuguðu máli“. Sú skoðun að kyn ráðist af meðfæddum, líkamlegum eiginleikum fór greinilega fyrir brjóstið á þeim aðhyllast þá hugmyndafræði sem Arnar gagnrýndi. Grein hans var sögð full af rangfærslum, án þess að bent væri á neinar rangfærslur, og því haldið fram að Arnar gerði lítið úr þjáningum transfólks, án þess að það væri á nokkurn hátt útskýrt. Þann 13. júní sl. var Arnar boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglu, vegna „hatursorðræðu“ sem hann hefði viðhaft í fyrrnefndri grein og annarri grein þar sem hann svaraði yfirlýsingum heilbrigðisstarfsfólks, sálfræðingafélagsins og samtaka transfólks um fyrri greinina. Meint „hatursorðræða“ hafði verið kærð til lögreglu sem vísaði málinu frá en ríkissaksóknari mun hafa lagt fyrir lögreglu að hefja almennilega sakamálarannsókn á þessum skoðunum sálfræðingsins. Ný afstaða til tjáningarfrelsis og takmarkana þess Afstaða íslenskra dómstóla til tjáningarfrelsis hefur stökkbreyst á síðustu árum. Frelsi manna til að níða skóinn af náunga sínum hefur aukist verulega en á sama tíma er orðið varasamt að tjá skoðanir sem móðga þá sem kenna sig við baráttu fyrir fjölbreytileika og félagslegu réttlæti. Æruvernd er þáttur í friðhelgi einkalífs, sem okkur er tryggð í stjórnarskrá, lögum og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Dómstólar hafa markvisst lamað æruverndarákvæði hegningarlaga með dómaframkvæmd sem er ekki í neinu samræmi við texta laganna. Alþingi þegir þunnu hljóði og virðist ætla að sætta sig við að Ísland taki í reynd upp fordæmisrétt (common law), í þessum málaflokki, í stað þess að Alþingi fari með löggjafarvaldið eins og stjórnarskrá gerir ráð fyrir. Blaðamenn, atvinnurekendur, stjórnmálaflokkar, grasrótarhreyfingar, íþróttahreyfingin og þjóðkirkjan taka virkan þátt í afnámi æruverndar með því að beygja sig undir kröfur háværra hópa um fordæmingu og útskúfun þeirra sem verða fyrir mannorðshnekki, stundum án þess að nokkrar sannanir liggi fyrir um meint brot. Hið mikla samsafn löglærðra vesalinga, sem þora hvorki né nenna að gagnrýna dómstóla, virðist ekki finna til neinnar ábyrgðar; af rúmlega 1000 starfandi lögmönnum eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem opinberlega hafa gagnrýnt þessa valdníðslu. Samhliða því sem dómstólar hafna því að það teljist meiðyrði að byggja ásakanir um glæpi á slúðursögum, hafa þeir rýmkað óhóflega hugtakið „hatursorðræða“. Hugtak sem spratt af viðleitni til að sporna gegn þjóðarmorðum og öðrum skipulögðum ofsóknum. Þeir sem tjá sig um sjálfsmyndarpólitík (identity politics) þurfa nú að þaulhugsa hvert orð til að forðast ásakanir um níð og mannhatur. Sakfellingar þeirra sem tjáðu andúð sína á „hinsegin fræðslu“ á Útvarpi Sögu (vissulega með ósmekklegu orðalagi) voru í meira lagi vafasamar. Frávísun Mannréttindadómstóls Evrópu á kæru vegna annars dómsins var sögulegt augnablik í þróun sem getur orðið lýðræðinu stórhættuleg. Ríkissaksóknari Íslands gengur nú enn lengra í ofstækinu. Sálfræðingur, sem mótmælir því að kyn sé líkamlegum eiginleikum lítt viðkomandi, sætir lögreglurannsókn líkt og hann hefði hvatt til ofsókna gegn transfólki. Lög gegn ofsóknum - ekki gegn óþægilegum skoðunum Tjáningarfrelsið er mikilvægasta ráð almennings til að veita yfirvöldum og áhrifafólki aðhald. Það sætir að sjálfsögðu takmörkunum sem nauðsynlegar eru til að gæta velferðar og réttinda annarra. Minnihlutahópar eiga rétt á vernd gegn mismunun og ofsóknum. Þeir eiga ekki rétt á því að samfélagið leggi af hugmyndafræðileg átök. Þeir eiga ekki rétt á því að allir fagni fjölbreytileikanum eða hafi „réttar“ skoðanir á því hvað fjölbreytileiki felur í sér. Innflytjendur eiga rétt á því að þeir sem reka áróður gegn rétti innflytjenda til mannhelgi, öryggis, frelsis og samfélagsþátttöku þurfi svara fyrir þá tjáningu fyrir dómi. Innflytjendur eiga ekki rétt á því að þeir sem telja viðeigandi að fjallkonan geti flutt ljóð á lýtalausri íslensku haldi þeirri skoðun fyrir sjálfa sig. Fatlaðir eiga rétt eiga rétt á því að þeir sem reka áróður gegn rétti fatlaðra til mannhelgi, öryggis, frelsis og samfélagsþátttöku þurfi svara fyrir þá tjáningu fyrir dómi. Fatlaðir eiga ekki rétt á því að allir sem vilja tjá sig um málefni þeirra noti orðalagið „fólk með fötlun“ í stað hefðbundinnar íslensku. Transfólk og fólk sem telur sig hvorki karl né konu á rétt á því að þeir sem reka áróður gegn rétti transfólks til mannhelgi, öryggis, frelsis og samfélagsþátttöku þurfi svara fyrir þá tjáningu fyrir dómi. Transfólk á ekki rétt á því að ríkisvaldið þaggi niður í þeim sem telja eitthvað athugavert við mikla og skyndilega fjölgun kynskiptaaðgerða og hormónameðferða, jafnvel á unglingum. Skoðanakúgun er lýðræðinu hættuleg Samfélag sem hefur lýðræði að leiðarljósi má ekki láta undan kúgunartilburðum þeirra sem telja sig hafa hina einu, réttu skoðun á málum sem móta samfélagið og koma okkur öllum við. Slíkum kúgunartilburðum á að svara með rökum. Þegar krafan um pólitískan rétttrúnað verður hættuleg og/eða fáránleg er líka sjálfsagt mótmæla þeirri kröfu af hörku, lýsa andúð á henni og gera grín að henni. Það eru ekki mikilvægir hagsmunir nokkurs manns að sjálfskipað kennivaldi fái að einoka umræðuna og stjórna því hvaða skoðanir fá að heyrast. Sú ákvörðun ríkissaksóknara að fela lögreglu sakamálarannsókn á skoðunum Arnars Sverrissonar felur í sér árás á tjáningarfrelsið. Ég hef ekki áhyggjur af því að Arnar verði sakfelldur fyrir hatursorðræðu, enda hefur hann ekki hæðst að transfólki, rógborið það, smánað það eða ógnað því. Það er aftur á móti áhyggjuefni að fólk eigi á hættu lögreglurannsókn út á það eitt að hafa skoðanir sem falla ekki að pólitískum rétttrúnaði samtímans. Hættan á því fólk þori ekki að tjá óvinsælar skoðanir er ógn við tjáningarfrelsið, réttarríkið og lýðræðið. Lýðræðissamfélag má ekki láta undan skoðanakúgun. Auðvitað skiptir framsetning máli en það er vel hægt að lýsa andstöðu við pólitíska hugmyndafræði án þess að ráðast gegn mannréttindum minnihlutahópa. Það skulum við gera ef okkur sýnist svo og slíka tjáningu skulum við umbera þótt við séum ósammála. Skoðunum, sem settar eru fram án hvatningar til útskúfunar, mismununar eða ofsókna, á að svara með rökum en ekki lögreglurannsókn. Höfum hugfast að skoðanakúgun snertir réttindi okkar allra. Ef við samþykkjum þöggun þeirra sem gagnrýna mikla fjölgun kynskiptaaðgerða, getum við reiknað með að þegar fasistar eða aðrir hættulegir hópar ná völdum verði gagnrýni á hugmyndafræði þeirra skilgreind sem hatursorðræða. Höfundur er verjandi Arnars Sverrissonar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun