Handbolti

Haukur ekki með í úrslitaleiknum

Atli Arason skrifar
Haukur Þrastarson í leik með landsliði Íslands.
Haukur Þrastarson í leik með landsliði Íslands. EPA

Haukur Þrastarson er ekki í 16 manna leikmannahóp Vive Kielce fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni gegn Barcelona seinna í dag.

Leikskýrslan var birt fyrr í dag en þar er nafn Hauks ekki á lista.

Haukur lék gegn ungverska liðinu Veszprém í undanúrslitum í gær og skoraði eitt mark í þeim leik.

Sigvaldi Guðjónsson leikur einnig með Kielce en hann er frá vegna meiðsla.

Úrslitaleikurinn hefst klukkan 16 í dag í Lanxess höllinni í Köln eftir að Kiel og Veszprém leika um bronsið klukkan 13.15.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.