Hungursneyð í uppsiglingu vegna stríðsins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 12:45 Braggi sem notaður var til að hýsa korn austan við borgina Zaporizhia í austurhluta Úkraínu. Getty Árásir Rússa í Úkraínu hafa gert það að verkum að hluti heimsins stendur frammi fyrir hungursneyð, að mati talsmanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hernaðarátökin í Úkraínu hafa komið í veg fyrir útflutning á korni frá landinu, sem kallað hefur verið brauðkarfa heimsins, en Úkraína er fimmti stærsti útflutningsaðili korns í heiminum. Sendifulltrúar Rússlands harðneita því að þeir séu sekir um að halda matarbirgðum í gíslingu með lokunum á úkraínskum höfnum. „Þegar stríð eru háð, verður fólk hungrað,“ sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í Öryggisráðinu í dag. Hann bendir á að um 60 prósent þeirra íbúa sem búa við matarskort nú þegar, verði fyrir áhrifum af stríðinu. „Þegar Öryggisráðið deilir um átök, deilir það um leið um hungursneyð,“ bætti Guterres við. „Og þegar okkur mistekst að ná sátt, líður hungrað fólk fyrir það.“ António Guterres hefur áhyggjur af hungursneyð vegna stríðsins. Hann ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag. AP Guterres segir um 44 milljón manns í 38 löndum nú búa við algjört neyðarástand vegna stríðsins. Lokanir á höfnum Úkraínumanna hafi í raun bundið enda á útflutning á korni. Með áframhaldandi lokunum sjá Sameinuðu þjóðirnar fram á að 181 milljón manns í 41 landi gætu glímt við alvarlegan matarskort eða jafnvel hugnursneyð á þessu ári. „Það er til nóg af mat í heiminum, vandamálið er dreifingin,“ sagði Guterres en margir talsmenn í Öryggisráðinu tóku í sama streng. Viðræður um öryggishlið í strand Samanlagt flytja Rússar og Úkraínumenn út tæplega þriðjung hveitis og byggs í heiminum. Matarkostnaður á heimsvísu er nú þegar á uppleið og stríðið hefur bætt gráu ofan á svart með því að koma í veg fyrir að rúmlega 20 milljón tonn af Úkraínsku korni komist til Mið-Austurlanda, Norður-Afríku og hluta Asíu. Vikulangar viðræður um öryggishlið á höfnum, til að koma korni úr landinu, hafa náð litlum árangri en ljóst er að brýn þörf er til skjótra aðgerða nú þegar stutt er í uppskerutíma sumarsins. Að öllu óbreyttu er séð fram á skelfilegar afleiðingar matarskorts í heiminum enda eru um 400 milljón manns sem reiða sig á matarbirgðir Úkraínumanna. Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. 3. júní 2022 19:12 Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Fréttir Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Sjá meira
Hernaðarátökin í Úkraínu hafa komið í veg fyrir útflutning á korni frá landinu, sem kallað hefur verið brauðkarfa heimsins, en Úkraína er fimmti stærsti útflutningsaðili korns í heiminum. Sendifulltrúar Rússlands harðneita því að þeir séu sekir um að halda matarbirgðum í gíslingu með lokunum á úkraínskum höfnum. „Þegar stríð eru háð, verður fólk hungrað,“ sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í Öryggisráðinu í dag. Hann bendir á að um 60 prósent þeirra íbúa sem búa við matarskort nú þegar, verði fyrir áhrifum af stríðinu. „Þegar Öryggisráðið deilir um átök, deilir það um leið um hungursneyð,“ bætti Guterres við. „Og þegar okkur mistekst að ná sátt, líður hungrað fólk fyrir það.“ António Guterres hefur áhyggjur af hungursneyð vegna stríðsins. Hann ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag. AP Guterres segir um 44 milljón manns í 38 löndum nú búa við algjört neyðarástand vegna stríðsins. Lokanir á höfnum Úkraínumanna hafi í raun bundið enda á útflutning á korni. Með áframhaldandi lokunum sjá Sameinuðu þjóðirnar fram á að 181 milljón manns í 41 landi gætu glímt við alvarlegan matarskort eða jafnvel hugnursneyð á þessu ári. „Það er til nóg af mat í heiminum, vandamálið er dreifingin,“ sagði Guterres en margir talsmenn í Öryggisráðinu tóku í sama streng. Viðræður um öryggishlið í strand Samanlagt flytja Rússar og Úkraínumenn út tæplega þriðjung hveitis og byggs í heiminum. Matarkostnaður á heimsvísu er nú þegar á uppleið og stríðið hefur bætt gráu ofan á svart með því að koma í veg fyrir að rúmlega 20 milljón tonn af Úkraínsku korni komist til Mið-Austurlanda, Norður-Afríku og hluta Asíu. Vikulangar viðræður um öryggishlið á höfnum, til að koma korni úr landinu, hafa náð litlum árangri en ljóst er að brýn þörf er til skjótra aðgerða nú þegar stutt er í uppskerutíma sumarsins. Að öllu óbreyttu er séð fram á skelfilegar afleiðingar matarskorts í heiminum enda eru um 400 milljón manns sem reiða sig á matarbirgðir Úkraínumanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. 3. júní 2022 19:12 Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Fréttir Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Sjá meira
Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. 3. júní 2022 19:12