Skoðun

Af hverju er unga fólkið ekki að nýta sér þjónustu SÁÁ?

Olga Ingólfsdóttir skrifar

Á Sjúkrahúsinu Vogi hefur unglingum sem eru 19 ára og yngri fækkað mjög mikið undanfarin ár. Frá árinu 2000 til ársins 2018 voru innritanir hjá þessum aldurshópi um 200 til 300 á ári hverju.

Í samningum milli Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um Vog segir að lágmarksfjöldi innlagna á legudeild fyrir ungmenni skuli vera 205 árlega og lágmarks fjöldi legudaga skuli vera 2.050. Ef SÁÁ (sem verksali) uppfyllir ekki þennan samning á hverju 12 mánaða tímabili skulu greiðslur skerðast um 80% fyrir hvern legudag. Fyrir árið 2020 voru legudagar 860 og því vantaði 1.190 legudaga upp á svo að SÁÁ uppfyllti samninginn.

Þrátt fyrir þessa miklu fækkun legudaga þá fékk SÁÁ tímabundna 50 m.kr fjárveitingu á fjárlögum ársins 2020 til að standa straum af viðbótarkostnaði fyrir árin á undan. Var það einnig gert til í að efla enn frekar þjónustu við ungmenni hjá SÁÁ.

Vitað er að besta forvarnarstarfið er að aukaaðgengi barna og ungmenna að snemmtækri þjónustu í áfengis- og vímuefnameðferð, en eitthvað virðist hafa brugðist hjá SÁÁ þegar kemur að þjónustu við unga fólkið okkar.

Covid hefur mögulega haft einhver áhrif en það er athyglisvert að á sama tíma fjölgaði stöðugildum hjá SÁÁ nokkuð, það var þrátt fyrir að dregið hafi úr innlögnum unga fólksins.

Kann það að vera að þeir fjármunir sem SÁÁ fékk aukalega og áttu að fara í unglingastarfið séu að fara í eitthvað annaðÁ Sjúkrahúsinu Vogi hefur unglingum sem eru 19 ára og yngri fækkað mjög mikið undanfarin ár?

Höfundur er félagsmaður í SÁÁ.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×