Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri Nat­han & Ol­sen

Atli Ísleifsson skrifar
Þórhildur Rún Guðjónsdóttir.
Þórhildur Rún Guðjónsdóttir. Aðsend

Þórhildur Rún Guðjónsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra hjá Nathan & Olsen hf.

Í tilkynningu segir að Þórhildur sé viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hafi síðast starfað sem forstöðumaður viðskipta- og markaðsmála hjá Isavia, þar sem hún hafi borið ábyrgð á tekjum Keflavíkurflugvallar af öðru en flugi, markaðsmálum og farþegaupplifun. 

„Þórhildur hefur langa reynslu af rekstri og stjórnun, sem mun nýtast vel og styðja við vöxt Nathan & Olsen, ásamt því að þróa áfram öflugan og spennandi vinnustað,“ segir í tilkynningunni.

Nathan & Olsen er ein stærsta og elsta heildsala landsins, stofnuð árið 1912 og fagnar því 110 ára afmæli í ár. Félagið stofnuðu Fritz Nathan og Carl Olsen og tveimur árum síðar gekk John Fenger til liðs við stofnendurna og í dag er langafabarn hans, Ari Fenger, við stjórnvölinn. Félagið sérhæfir sig í dag í sölu og markaðssetningu á snyrti- og dagvörumarkaði. Systurfélög þess eru Ekran og Emmessís.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.