Körfubolti

Færir sig frá Rúmeníu til Ítalíu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Sara Rún í landsleik með Íslandi í haust.
Sara Rún í landsleik með Íslandi í haust. Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir mun spila með liði Faenza í ítölsku A-deildinni í körfubolta næsta vetur. Hún lék með Phoenix Constanta í Rúmeníu við góðan orðstír á síðustu leiktíð.

Sara Rún átti gott tímabil með Constanta í Rúmeníu í fyrra þar sem hún skoraði 14 stig að meðaltali í leik. Liðið lenti í 4. sæti deildarinnar en féll út í undanúrslitum í úrslitakeppninni.

Karfan.is fékk staðfest frá Söru að hún mun færa sig um set og spila með Faenza í ítölsku A-deildinni á næstu leiktíð. Faenza lenti í 11. sæti af 14 liðum í deildinni í fyrra.

Sara hefur farið víða á sínum ferli sem hófst með uppeldisfélaginu Keflavík árið 2011. Hún lék með Canisius í bandaríska háskólaboltanum frá 2015 til 2019 og fór svo til Leicester Riders í Bretlandi eftir stutt stopp hjá Keflavík árið 2019. Sara lék með Haukum vorið 2021 áður en hún samdi við Constanta síðasta haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×