Körfubolti

Kefla­vík semur við ung­linga­lands­liðs­mann frá Fjölni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Ingi og Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.
Ólafur Ingi og Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.

Ólafur Ingi Styrmisson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Keflavík í Subway deild karla í körfubolta. Hann kemur frá uppeldisfélagi sínu Fjölni.

Ólafur Ingi er tveggja metra hár framherji sem skoraði að meðaltali 12,3 stig og tók 7,3 fráköst í leik fyrir Fjölni í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Var hann valinn í fimma manna úrvalslið deildarinnar að leiktíð lokinni.

Ólafur Ingi er hluti af hinum efnilega 2003 árgangi og hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands til þessa.

Keflavík endaði í 5. sæti Subway-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð líkt og Fjölnir gerði í 1. deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×