Viðskipti innlent

Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Gunnars majónes

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á Gunnars ehf.
Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á Gunnars ehf. Vísir

Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem er hvað þekktast fyrir majónesframleiðslu. Fyrirtækið hefur undanfarin ár verið rekið af Kleópötru Kristbjörgu.

Fréttablaðið greindi frá kaupunum í gærmorgun en fram kemur í frétt blaðsins að það hafi heimildir fyrir því að búið sé að undirrita kaupsamning milli Kaupfélags Skagfirðinga og Kleópötru Kristbjargar um sölu á Gunnars. 

Undanfarnar vikur hefur Gunnars verið í söluferli en Kleópatra Kristbjörg er eigandi félagsins. Félagið var árið 2014 lýst gjaldþrota en skömmu áður keypti Klópatra Kristbjörg vörumerki Gunnars, heimasíðu þess, markaðsefni og búnað félagsins af dætrum stofnendanna, Helenu og Nancy Gunnarsdætrum. 

Gunnars ehf. var stofnað árið 1960 af hjónunum Gunnari Jónssyni og Sigríði Regínu Waage og hét fyrirtækið Gunnars majones. 

Fram kemur í frétt Fréttablaðsins að um tuttugu starfi nú hjá Gunnars en kaup KS á félaginu séu háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Á meðan annist lögmannsstofan Sævar Þór & Partners umsjón með rekstri Gunnars en stofan hafi annast söluna. 


Tengdar fréttir

Kleópatra framleiðir áfram Gunnars Majones

Félag sem er alfarið í eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur hefur tekið við rekstri Gunnars Majoness. Gunnars Majones hf. verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.