Kleópatra framleiðir áfram Gunnars Majones Haraldur Guðmundsson skrifar 23. júní 2014 14:10 Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir stýrði Gunnars Majonesi hf. frá 2006-2014. Félag sem er alfarið í eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur hefur tekið við rekstri Gunnars Majoness. Félagið, Gunnars ehf., ætlar að framleiða majones og sósur fyrirtækisins. Kleópatra er stjórnarformaður nýja félagsins og Hugrún Sigurjónsdóttir, sálfræðingur og fyrrverandi blaðamaður, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þess. Vísir hafði heimildir fyrir því að Kleópatra kæmi ekki að rekstri nýja félagsins, en það er ekki rétt. Eins og komið hefur fram hefur Gunnars Majones hf. verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrirtækið var stofnað árið 1960 og rekstur þess hefur nú verið færður í nýja félagið, Gunnars ehf. „Það eru í raun og veru engar breytingar á rekstrinum. Það eina er að það eru kennitöluskipti. Við verðum í sama húsnæði og reksturinn verður áfram í gangi með nýjum eigendum og kennitölu," segir Hugrún Sigurjónsdóttir. Gunnar Jónsson og eiginkona hans Sigríður Regína Waage stofnuðu fyrirtækið eins og áður segir árið 1960. Gunnar lést árið 1998 en síðustu ár hefur það verið rekið af dætrum hjónanna, Nancy og Helen. Þær voru, ásamt Sigríði Regínu, eigendur gjaldþrota félagsins. Þrotabú Gunnars Majones hf. heitir nú GM framleiðsla hf. Félagið skilaði ekki inn ársreikningum árin 2012 og 2013 en samkvæmt ársreikningi 2011 var eigið fé þess neikvætt um tæpar 52 milljónir króna. Þá var hagnaður félagsins tæpar 11 milljónir króna og rúmar 15 milljónir árið áður. Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Félag sem er alfarið í eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur hefur tekið við rekstri Gunnars Majoness. Félagið, Gunnars ehf., ætlar að framleiða majones og sósur fyrirtækisins. Kleópatra er stjórnarformaður nýja félagsins og Hugrún Sigurjónsdóttir, sálfræðingur og fyrrverandi blaðamaður, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þess. Vísir hafði heimildir fyrir því að Kleópatra kæmi ekki að rekstri nýja félagsins, en það er ekki rétt. Eins og komið hefur fram hefur Gunnars Majones hf. verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrirtækið var stofnað árið 1960 og rekstur þess hefur nú verið færður í nýja félagið, Gunnars ehf. „Það eru í raun og veru engar breytingar á rekstrinum. Það eina er að það eru kennitöluskipti. Við verðum í sama húsnæði og reksturinn verður áfram í gangi með nýjum eigendum og kennitölu," segir Hugrún Sigurjónsdóttir. Gunnar Jónsson og eiginkona hans Sigríður Regína Waage stofnuðu fyrirtækið eins og áður segir árið 1960. Gunnar lést árið 1998 en síðustu ár hefur það verið rekið af dætrum hjónanna, Nancy og Helen. Þær voru, ásamt Sigríði Regínu, eigendur gjaldþrota félagsins. Þrotabú Gunnars Majones hf. heitir nú GM framleiðsla hf. Félagið skilaði ekki inn ársreikningum árin 2012 og 2013 en samkvæmt ársreikningi 2011 var eigið fé þess neikvætt um tæpar 52 milljónir króna. Þá var hagnaður félagsins tæpar 11 milljónir króna og rúmar 15 milljónir árið áður.
Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira