Þrotabú Gunnars majones krefst þess að Kleópatra verði dæmd til að greiða 173 milljónir króna Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2016 16:18 Héraðsdómur Reykjaness þarf að taka til efnislegrar meðferðar vara- og þrautavarakröfu GM framleiðslu hf. gegn Gunnars ehf. og Kleópötru Stefánsdóttur. Vísir Héraðsdómur Reykjaness þarf að taka ákvörðun um það hvort kaupsamningi GM framleiðslu hf. við Gunnars ehf. verði rift með dómi. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður vísað körfu þrotabús GM framleiðslu hf., áður Gunnars majones, gegn Gunnars ehf. og eina eiganda Gunnars ehf. Kleópötru K. Stefánsdóttur, frá dómi. Hæstiréttur staðfesti þá ákvörðun í dag en fyrirskipaði þó Héraðsdómi Reykjaness að taka fyrir vara- og þrautavarakröfu GM framleiðslu hf.Snýst um kaupsamning á öllum eignum Gunnars majones Í málinu krafðist þrotabú GM framleiðslu þess aðallega að kaupsamningur, sem gerður var árið 2014 um sölu allra eigna GM framleiðslu hf. til Gunnars ehf., væri óskuldbindandi fyrir sig og að Gunnars ehf. yrði gert skylt að afhenda sér andlag samnings að viðlögðum dagsektum. Var kröfunni vísað frá dómi því eðlilegra þykir að mál vegna þeirrar kröfu fari fyrir gerðardóm. Til vara og þrautavara krafðist þrotabúið riftunar á kaupsamningum og skilum á eignum og skaðabóta.Uppskriftir, formúlur, tæki og tól Samningurinn sem var gerður árið 2014 snerist um sölu GM framleiðslu hf. á öllum eignum Gunnars majónes hf. er varða rekstur fyrirtækisins, öll tæki og tól, helstu upplýsingar úr tölvukerfi, svo sem sölusaga síðustu ára, skrifstofubúnaður, heimasíða, markaðsefni, símanúmer og fleira. Þá fylgdu einnig kaupunum vörumerkin „Gunnars“ og „Gunnars majónes“, öll viðskiptasambönd og viðskiptavild sem og nánar tilgreind vöruheiti og vörunúmer. Þá fylgdu einnig með allar uppskriftir, formúlur, aðrar heimildir og gögn sem þarf til að framleiða vörur Gunnars majónes hf. Kaupverðið var 62,5 milljónir króna sem greiða skyldi með útgáfu Gunnars ehf. á skuldabréfi til 10 ára með mánaðarlegum afborgunum höfuðstóls og vaxta.Sökuð um að sitja beggja megin borðs við kaupin Kleópatra K. Stefánsdóttir er eini eigandi Gunnars ehf. og á þeim tíma sem samningurinn var gerður var hún jafnframt fyrirsvarsmaður beggja aðila kaupsamningsins, að því er fram kemur í stefnu þrotabúsins. Fyrir héraði var því hins vegar haldið fram af verjanda Kleópötru að hún hefði ekki skrifað undir kaupsamninginn fyrir hönd GM framleiðslu en hefði hins vegar gert það fyrir Gunnars ehf. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kom fram að Gunnars ehf. var stofnað 25. febrúar 2014 og var Kleópatra skrifuð fyrir öllu hlutafé og var einnig stjórnarformaður félagsins. Var tilgangur Gunnars ehf. sá sami og Gunnars majónes hf. Var Kleópatra jafnframt framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í Gunnars majónesi hf. á sama tíma. Þrautavarakrafa þrotabús GM framleiðslu hljóðar upp á að rift verði með dómi gjafagerningi GM framleiðslu sem fólst í kaupsamningi félagsins við Gunnars ehf. Þá er einnig gerð sú krafa til þrautavara að Gunnars ehf. og Kleópatra verði dæmd sameiginlega til að greiða þrotabúinu 173 milljónir króna ásamt vöxtum.Tekið til gjaldþrotaskipta árið 2013 Gunnars Majones hf. var tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2013. Fyrirtækið var stofnað árið 1960 og sérhæfði sig í framleiðslu á majonesi og ýmsum sósum. Sjá dóm Hæstaréttar hér. Tengdar fréttir Gunnars Majones gjaldþrota Fyrirtækið enn í rekstri í nýju félagi. Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, forstjóri gjaldþrota félagsins, mun ekki koma að stjórnun nýja félagsins. 23. júní 2014 12:39 Gunnars majónes í Kauphöll Íslands Gunnars majónes fór á hausinn. Samt er majónes hollt samkvæmt lágkolvetnalífsstílnum sem selur fleiri bækur en Arnaldur Indriðason. Það þýðir samt ekki að dvelja í fortíðinni. Fyrirtækið þarf að komast aftur á flug og það hratt. Þúsundir samloka með rækjusalati eru í húfi. 26. júní 2014 07:00 Kleópatra framleiðir áfram Gunnars Majones Félag sem er alfarið í eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur hefur tekið við rekstri Gunnars Majoness. Gunnars Majones hf. verið tekið til gjaldþrotaskipta. 23. júní 2014 14:10 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness þarf að taka ákvörðun um það hvort kaupsamningi GM framleiðslu hf. við Gunnars ehf. verði rift með dómi. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður vísað körfu þrotabús GM framleiðslu hf., áður Gunnars majones, gegn Gunnars ehf. og eina eiganda Gunnars ehf. Kleópötru K. Stefánsdóttur, frá dómi. Hæstiréttur staðfesti þá ákvörðun í dag en fyrirskipaði þó Héraðsdómi Reykjaness að taka fyrir vara- og þrautavarakröfu GM framleiðslu hf.Snýst um kaupsamning á öllum eignum Gunnars majones Í málinu krafðist þrotabú GM framleiðslu þess aðallega að kaupsamningur, sem gerður var árið 2014 um sölu allra eigna GM framleiðslu hf. til Gunnars ehf., væri óskuldbindandi fyrir sig og að Gunnars ehf. yrði gert skylt að afhenda sér andlag samnings að viðlögðum dagsektum. Var kröfunni vísað frá dómi því eðlilegra þykir að mál vegna þeirrar kröfu fari fyrir gerðardóm. Til vara og þrautavara krafðist þrotabúið riftunar á kaupsamningum og skilum á eignum og skaðabóta.Uppskriftir, formúlur, tæki og tól Samningurinn sem var gerður árið 2014 snerist um sölu GM framleiðslu hf. á öllum eignum Gunnars majónes hf. er varða rekstur fyrirtækisins, öll tæki og tól, helstu upplýsingar úr tölvukerfi, svo sem sölusaga síðustu ára, skrifstofubúnaður, heimasíða, markaðsefni, símanúmer og fleira. Þá fylgdu einnig kaupunum vörumerkin „Gunnars“ og „Gunnars majónes“, öll viðskiptasambönd og viðskiptavild sem og nánar tilgreind vöruheiti og vörunúmer. Þá fylgdu einnig með allar uppskriftir, formúlur, aðrar heimildir og gögn sem þarf til að framleiða vörur Gunnars majónes hf. Kaupverðið var 62,5 milljónir króna sem greiða skyldi með útgáfu Gunnars ehf. á skuldabréfi til 10 ára með mánaðarlegum afborgunum höfuðstóls og vaxta.Sökuð um að sitja beggja megin borðs við kaupin Kleópatra K. Stefánsdóttir er eini eigandi Gunnars ehf. og á þeim tíma sem samningurinn var gerður var hún jafnframt fyrirsvarsmaður beggja aðila kaupsamningsins, að því er fram kemur í stefnu þrotabúsins. Fyrir héraði var því hins vegar haldið fram af verjanda Kleópötru að hún hefði ekki skrifað undir kaupsamninginn fyrir hönd GM framleiðslu en hefði hins vegar gert það fyrir Gunnars ehf. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kom fram að Gunnars ehf. var stofnað 25. febrúar 2014 og var Kleópatra skrifuð fyrir öllu hlutafé og var einnig stjórnarformaður félagsins. Var tilgangur Gunnars ehf. sá sami og Gunnars majónes hf. Var Kleópatra jafnframt framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í Gunnars majónesi hf. á sama tíma. Þrautavarakrafa þrotabús GM framleiðslu hljóðar upp á að rift verði með dómi gjafagerningi GM framleiðslu sem fólst í kaupsamningi félagsins við Gunnars ehf. Þá er einnig gerð sú krafa til þrautavara að Gunnars ehf. og Kleópatra verði dæmd sameiginlega til að greiða þrotabúinu 173 milljónir króna ásamt vöxtum.Tekið til gjaldþrotaskipta árið 2013 Gunnars Majones hf. var tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2013. Fyrirtækið var stofnað árið 1960 og sérhæfði sig í framleiðslu á majonesi og ýmsum sósum. Sjá dóm Hæstaréttar hér.
Tengdar fréttir Gunnars Majones gjaldþrota Fyrirtækið enn í rekstri í nýju félagi. Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, forstjóri gjaldþrota félagsins, mun ekki koma að stjórnun nýja félagsins. 23. júní 2014 12:39 Gunnars majónes í Kauphöll Íslands Gunnars majónes fór á hausinn. Samt er majónes hollt samkvæmt lágkolvetnalífsstílnum sem selur fleiri bækur en Arnaldur Indriðason. Það þýðir samt ekki að dvelja í fortíðinni. Fyrirtækið þarf að komast aftur á flug og það hratt. Þúsundir samloka með rækjusalati eru í húfi. 26. júní 2014 07:00 Kleópatra framleiðir áfram Gunnars Majones Félag sem er alfarið í eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur hefur tekið við rekstri Gunnars Majoness. Gunnars Majones hf. verið tekið til gjaldþrotaskipta. 23. júní 2014 14:10 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Gunnars Majones gjaldþrota Fyrirtækið enn í rekstri í nýju félagi. Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, forstjóri gjaldþrota félagsins, mun ekki koma að stjórnun nýja félagsins. 23. júní 2014 12:39
Gunnars majónes í Kauphöll Íslands Gunnars majónes fór á hausinn. Samt er majónes hollt samkvæmt lágkolvetnalífsstílnum sem selur fleiri bækur en Arnaldur Indriðason. Það þýðir samt ekki að dvelja í fortíðinni. Fyrirtækið þarf að komast aftur á flug og það hratt. Þúsundir samloka með rækjusalati eru í húfi. 26. júní 2014 07:00
Kleópatra framleiðir áfram Gunnars Majones Félag sem er alfarið í eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur hefur tekið við rekstri Gunnars Majoness. Gunnars Majones hf. verið tekið til gjaldþrotaskipta. 23. júní 2014 14:10