Þrotabú Gunnars majones krefst þess að Kleópatra verði dæmd til að greiða 173 milljónir króna Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2016 16:18 Héraðsdómur Reykjaness þarf að taka til efnislegrar meðferðar vara- og þrautavarakröfu GM framleiðslu hf. gegn Gunnars ehf. og Kleópötru Stefánsdóttur. Vísir Héraðsdómur Reykjaness þarf að taka ákvörðun um það hvort kaupsamningi GM framleiðslu hf. við Gunnars ehf. verði rift með dómi. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður vísað körfu þrotabús GM framleiðslu hf., áður Gunnars majones, gegn Gunnars ehf. og eina eiganda Gunnars ehf. Kleópötru K. Stefánsdóttur, frá dómi. Hæstiréttur staðfesti þá ákvörðun í dag en fyrirskipaði þó Héraðsdómi Reykjaness að taka fyrir vara- og þrautavarakröfu GM framleiðslu hf.Snýst um kaupsamning á öllum eignum Gunnars majones Í málinu krafðist þrotabú GM framleiðslu þess aðallega að kaupsamningur, sem gerður var árið 2014 um sölu allra eigna GM framleiðslu hf. til Gunnars ehf., væri óskuldbindandi fyrir sig og að Gunnars ehf. yrði gert skylt að afhenda sér andlag samnings að viðlögðum dagsektum. Var kröfunni vísað frá dómi því eðlilegra þykir að mál vegna þeirrar kröfu fari fyrir gerðardóm. Til vara og þrautavara krafðist þrotabúið riftunar á kaupsamningum og skilum á eignum og skaðabóta.Uppskriftir, formúlur, tæki og tól Samningurinn sem var gerður árið 2014 snerist um sölu GM framleiðslu hf. á öllum eignum Gunnars majónes hf. er varða rekstur fyrirtækisins, öll tæki og tól, helstu upplýsingar úr tölvukerfi, svo sem sölusaga síðustu ára, skrifstofubúnaður, heimasíða, markaðsefni, símanúmer og fleira. Þá fylgdu einnig kaupunum vörumerkin „Gunnars“ og „Gunnars majónes“, öll viðskiptasambönd og viðskiptavild sem og nánar tilgreind vöruheiti og vörunúmer. Þá fylgdu einnig með allar uppskriftir, formúlur, aðrar heimildir og gögn sem þarf til að framleiða vörur Gunnars majónes hf. Kaupverðið var 62,5 milljónir króna sem greiða skyldi með útgáfu Gunnars ehf. á skuldabréfi til 10 ára með mánaðarlegum afborgunum höfuðstóls og vaxta.Sökuð um að sitja beggja megin borðs við kaupin Kleópatra K. Stefánsdóttir er eini eigandi Gunnars ehf. og á þeim tíma sem samningurinn var gerður var hún jafnframt fyrirsvarsmaður beggja aðila kaupsamningsins, að því er fram kemur í stefnu þrotabúsins. Fyrir héraði var því hins vegar haldið fram af verjanda Kleópötru að hún hefði ekki skrifað undir kaupsamninginn fyrir hönd GM framleiðslu en hefði hins vegar gert það fyrir Gunnars ehf. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kom fram að Gunnars ehf. var stofnað 25. febrúar 2014 og var Kleópatra skrifuð fyrir öllu hlutafé og var einnig stjórnarformaður félagsins. Var tilgangur Gunnars ehf. sá sami og Gunnars majónes hf. Var Kleópatra jafnframt framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í Gunnars majónesi hf. á sama tíma. Þrautavarakrafa þrotabús GM framleiðslu hljóðar upp á að rift verði með dómi gjafagerningi GM framleiðslu sem fólst í kaupsamningi félagsins við Gunnars ehf. Þá er einnig gerð sú krafa til þrautavara að Gunnars ehf. og Kleópatra verði dæmd sameiginlega til að greiða þrotabúinu 173 milljónir króna ásamt vöxtum.Tekið til gjaldþrotaskipta árið 2013 Gunnars Majones hf. var tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2013. Fyrirtækið var stofnað árið 1960 og sérhæfði sig í framleiðslu á majonesi og ýmsum sósum. Sjá dóm Hæstaréttar hér. Tengdar fréttir Gunnars Majones gjaldþrota Fyrirtækið enn í rekstri í nýju félagi. Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, forstjóri gjaldþrota félagsins, mun ekki koma að stjórnun nýja félagsins. 23. júní 2014 12:39 Gunnars majónes í Kauphöll Íslands Gunnars majónes fór á hausinn. Samt er majónes hollt samkvæmt lágkolvetnalífsstílnum sem selur fleiri bækur en Arnaldur Indriðason. Það þýðir samt ekki að dvelja í fortíðinni. Fyrirtækið þarf að komast aftur á flug og það hratt. Þúsundir samloka með rækjusalati eru í húfi. 26. júní 2014 07:00 Kleópatra framleiðir áfram Gunnars Majones Félag sem er alfarið í eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur hefur tekið við rekstri Gunnars Majoness. Gunnars Majones hf. verið tekið til gjaldþrotaskipta. 23. júní 2014 14:10 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness þarf að taka ákvörðun um það hvort kaupsamningi GM framleiðslu hf. við Gunnars ehf. verði rift með dómi. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður vísað körfu þrotabús GM framleiðslu hf., áður Gunnars majones, gegn Gunnars ehf. og eina eiganda Gunnars ehf. Kleópötru K. Stefánsdóttur, frá dómi. Hæstiréttur staðfesti þá ákvörðun í dag en fyrirskipaði þó Héraðsdómi Reykjaness að taka fyrir vara- og þrautavarakröfu GM framleiðslu hf.Snýst um kaupsamning á öllum eignum Gunnars majones Í málinu krafðist þrotabú GM framleiðslu þess aðallega að kaupsamningur, sem gerður var árið 2014 um sölu allra eigna GM framleiðslu hf. til Gunnars ehf., væri óskuldbindandi fyrir sig og að Gunnars ehf. yrði gert skylt að afhenda sér andlag samnings að viðlögðum dagsektum. Var kröfunni vísað frá dómi því eðlilegra þykir að mál vegna þeirrar kröfu fari fyrir gerðardóm. Til vara og þrautavara krafðist þrotabúið riftunar á kaupsamningum og skilum á eignum og skaðabóta.Uppskriftir, formúlur, tæki og tól Samningurinn sem var gerður árið 2014 snerist um sölu GM framleiðslu hf. á öllum eignum Gunnars majónes hf. er varða rekstur fyrirtækisins, öll tæki og tól, helstu upplýsingar úr tölvukerfi, svo sem sölusaga síðustu ára, skrifstofubúnaður, heimasíða, markaðsefni, símanúmer og fleira. Þá fylgdu einnig kaupunum vörumerkin „Gunnars“ og „Gunnars majónes“, öll viðskiptasambönd og viðskiptavild sem og nánar tilgreind vöruheiti og vörunúmer. Þá fylgdu einnig með allar uppskriftir, formúlur, aðrar heimildir og gögn sem þarf til að framleiða vörur Gunnars majónes hf. Kaupverðið var 62,5 milljónir króna sem greiða skyldi með útgáfu Gunnars ehf. á skuldabréfi til 10 ára með mánaðarlegum afborgunum höfuðstóls og vaxta.Sökuð um að sitja beggja megin borðs við kaupin Kleópatra K. Stefánsdóttir er eini eigandi Gunnars ehf. og á þeim tíma sem samningurinn var gerður var hún jafnframt fyrirsvarsmaður beggja aðila kaupsamningsins, að því er fram kemur í stefnu þrotabúsins. Fyrir héraði var því hins vegar haldið fram af verjanda Kleópötru að hún hefði ekki skrifað undir kaupsamninginn fyrir hönd GM framleiðslu en hefði hins vegar gert það fyrir Gunnars ehf. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kom fram að Gunnars ehf. var stofnað 25. febrúar 2014 og var Kleópatra skrifuð fyrir öllu hlutafé og var einnig stjórnarformaður félagsins. Var tilgangur Gunnars ehf. sá sami og Gunnars majónes hf. Var Kleópatra jafnframt framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í Gunnars majónesi hf. á sama tíma. Þrautavarakrafa þrotabús GM framleiðslu hljóðar upp á að rift verði með dómi gjafagerningi GM framleiðslu sem fólst í kaupsamningi félagsins við Gunnars ehf. Þá er einnig gerð sú krafa til þrautavara að Gunnars ehf. og Kleópatra verði dæmd sameiginlega til að greiða þrotabúinu 173 milljónir króna ásamt vöxtum.Tekið til gjaldþrotaskipta árið 2013 Gunnars Majones hf. var tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2013. Fyrirtækið var stofnað árið 1960 og sérhæfði sig í framleiðslu á majonesi og ýmsum sósum. Sjá dóm Hæstaréttar hér.
Tengdar fréttir Gunnars Majones gjaldþrota Fyrirtækið enn í rekstri í nýju félagi. Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, forstjóri gjaldþrota félagsins, mun ekki koma að stjórnun nýja félagsins. 23. júní 2014 12:39 Gunnars majónes í Kauphöll Íslands Gunnars majónes fór á hausinn. Samt er majónes hollt samkvæmt lágkolvetnalífsstílnum sem selur fleiri bækur en Arnaldur Indriðason. Það þýðir samt ekki að dvelja í fortíðinni. Fyrirtækið þarf að komast aftur á flug og það hratt. Þúsundir samloka með rækjusalati eru í húfi. 26. júní 2014 07:00 Kleópatra framleiðir áfram Gunnars Majones Félag sem er alfarið í eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur hefur tekið við rekstri Gunnars Majoness. Gunnars Majones hf. verið tekið til gjaldþrotaskipta. 23. júní 2014 14:10 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Sjá meira
Gunnars Majones gjaldþrota Fyrirtækið enn í rekstri í nýju félagi. Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, forstjóri gjaldþrota félagsins, mun ekki koma að stjórnun nýja félagsins. 23. júní 2014 12:39
Gunnars majónes í Kauphöll Íslands Gunnars majónes fór á hausinn. Samt er majónes hollt samkvæmt lágkolvetnalífsstílnum sem selur fleiri bækur en Arnaldur Indriðason. Það þýðir samt ekki að dvelja í fortíðinni. Fyrirtækið þarf að komast aftur á flug og það hratt. Þúsundir samloka með rækjusalati eru í húfi. 26. júní 2014 07:00
Kleópatra framleiðir áfram Gunnars Majones Félag sem er alfarið í eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur hefur tekið við rekstri Gunnars Majoness. Gunnars Majones hf. verið tekið til gjaldþrotaskipta. 23. júní 2014 14:10