Átak í menntamálum – skortur á vilja? Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 3. júní 2022 11:01 Átak þarf til þess að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Langvarandi skortur húsnæðis hefur orðið til þess að fasteignaverð hefur hækkað verulega á undanförnum árum og nú er svo komið að mati fjölmargra greiningaraðila að þrengingar í efnahagslífinu verði enn meiri sökum þess ástands. Það er jákvætt að nú skuli vera gerð áætlun um byggingarmagn komandi ára og slík áætlun þarf að ná til áratuga svo vel sé. Í uppbyggingunni sem framundan er verður mikil þörf fyrir iðn- og tæknimentuðu fólki sem þarf til þess að byggja húsnæðið. Því er ljóst að skólakerfið þarf að útvega fleiri einstaklinga sem hafa klárað formlega menntun í viðkomandi greinum. Á síðasta ári var 700 umsækjendum vísað frá iðnnámsgreinum í skólakerfinu. Það er eftirsóknarvert að komast í iðn- og tækninám og má þar þakka ýmsu fyrir það. En á sama tíma og við búum við skort á fólki með iðn- og tæknimenntun þá hefur ríkið tekið undir og gripið til þess að ýta undir og auka aðsókn í iðn- og tækninám. Farið var í átak á tímum heimsfaraldurs að auka vægi iðn- og tækninámsins, sem er vel. En þegar aðsókn hefur aukist þá hefur komið í ljós að menntakerfið hefur ekki verið nægilega tilbúið að taka á móti auknum fjölda sem mér skilst að orsakist fyrst og fremst á því að fjármagn skorti, það skorti nemendaígildi sem fjármagnað er af ríkinu. Reiknilíkanið sem notað er segir stopp. „Computer says NO“ Ég heyri að í dag þegar verið er að fara yfir umsóknir í iðn- og tækninám muni fjöldi þess sem vísað verði frá vera enn meiri en í fyrra. Fjöldinn muni mögulega fara yfir 1.000 nemendur! Þá er spurt, hvað skýrir þessa stöðu á sama tíma og vinnumarkaðurinn öskrar eftir fleiri menntuðum einstaklingum í þessum greinum? Jú svo virðist sem að samdráttur sé í þessum nemendaígildum eða sem sagt fjölda námsplássa sem bjóða megi upp á. Fjölgun í heimsfaraldri sé að valda því að samdráttur verði núna. Það er hægt að finna leiðir til að kennsluhúsnæði dugi til, kennarar eru til staðar þó fjölgun þar sé nauðsynleg til lengri tíma. Það vantar því fyrst og fremst aukið fjármagn í iðn- og tæknigreinar. Það þarf að fjölga námsplássum sem menntakerfið má fylla. Það vantar raunverulegar aðgerðir strax til að bjóða fólki á öllum aldri að sækja í iðn- og tækninám. Það þarf fjármagn og samstarf menntastofnanna víðsvegar um landið til þess að anna þörfum markaðarins. Þetta þarf að gerast strax. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skóla - og menntamál Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Átak þarf til þess að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Langvarandi skortur húsnæðis hefur orðið til þess að fasteignaverð hefur hækkað verulega á undanförnum árum og nú er svo komið að mati fjölmargra greiningaraðila að þrengingar í efnahagslífinu verði enn meiri sökum þess ástands. Það er jákvætt að nú skuli vera gerð áætlun um byggingarmagn komandi ára og slík áætlun þarf að ná til áratuga svo vel sé. Í uppbyggingunni sem framundan er verður mikil þörf fyrir iðn- og tæknimentuðu fólki sem þarf til þess að byggja húsnæðið. Því er ljóst að skólakerfið þarf að útvega fleiri einstaklinga sem hafa klárað formlega menntun í viðkomandi greinum. Á síðasta ári var 700 umsækjendum vísað frá iðnnámsgreinum í skólakerfinu. Það er eftirsóknarvert að komast í iðn- og tækninám og má þar þakka ýmsu fyrir það. En á sama tíma og við búum við skort á fólki með iðn- og tæknimenntun þá hefur ríkið tekið undir og gripið til þess að ýta undir og auka aðsókn í iðn- og tækninám. Farið var í átak á tímum heimsfaraldurs að auka vægi iðn- og tækninámsins, sem er vel. En þegar aðsókn hefur aukist þá hefur komið í ljós að menntakerfið hefur ekki verið nægilega tilbúið að taka á móti auknum fjölda sem mér skilst að orsakist fyrst og fremst á því að fjármagn skorti, það skorti nemendaígildi sem fjármagnað er af ríkinu. Reiknilíkanið sem notað er segir stopp. „Computer says NO“ Ég heyri að í dag þegar verið er að fara yfir umsóknir í iðn- og tækninám muni fjöldi þess sem vísað verði frá vera enn meiri en í fyrra. Fjöldinn muni mögulega fara yfir 1.000 nemendur! Þá er spurt, hvað skýrir þessa stöðu á sama tíma og vinnumarkaðurinn öskrar eftir fleiri menntuðum einstaklingum í þessum greinum? Jú svo virðist sem að samdráttur sé í þessum nemendaígildum eða sem sagt fjölda námsplássa sem bjóða megi upp á. Fjölgun í heimsfaraldri sé að valda því að samdráttur verði núna. Það er hægt að finna leiðir til að kennsluhúsnæði dugi til, kennarar eru til staðar þó fjölgun þar sé nauðsynleg til lengri tíma. Það vantar því fyrst og fremst aukið fjármagn í iðn- og tæknigreinar. Það þarf að fjölga námsplássum sem menntakerfið má fylla. Það vantar raunverulegar aðgerðir strax til að bjóða fólki á öllum aldri að sækja í iðn- og tækninám. Það þarf fjármagn og samstarf menntastofnanna víðsvegar um landið til þess að anna þörfum markaðarins. Þetta þarf að gerast strax. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun