Handbolti

Loka­hóf HSÍ: Magnús Óli mikil­­vægastur og Óðinn Þór bestur | Rut Arn­fjörð vann tvö­falt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rut Arnfjörð var valin best í Olís deild kvenna annað árið í röð.
Rut Arnfjörð var valin best í Olís deild kvenna annað árið í röð. Stöð 2 Sport

Lokahóf Handknattleikssambands Íslands fór fram í dag. Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals, var valinn mikilvægasti leikmaður Olís deildar karla á meðan Rut Arnfjörð Jónsdóttir var valin mikilvægust í Olís deild kvenna.

Hófið fór fram með pompi og prakt í Minigarðinum. Veittur var fjöldi verðlauna í bæði Olís deildum karla og kvenna sem og Grill66 deildum karla og kvenna. Hófið í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.

Valsmenn fengu fjölda viðurkenninga. Hér eru Benedikt Gunnar Óskarsson, Magnús Óli Magnússon, Einar Þorsteinn Ólafsson.vísir/Sigurjón

Íslandsmeistarar Vals báru af í Olís deild karla. Verðlaunin voru eftirfarandi: 

  • Besti þjálfari: Snorri Steinn Guðjónsson (Valur)
  • Mikilvægasti leikmaður: Magnús Óli Magnússon (Valur)
  • Besti leikmaður: Óðinn Þór Ríkharðsson (KA)
  • Besti varnarmaður: Einar Þorsteinn Ólafsson (Valur)
  • Besti sóknarmaður: Óðinn Þór Ríkharðsson (KA)
  • Besti markmaður: Björgvin Páll Gústavsson – (Valur)
  • Efnilegastur: Benedikt Gunnar Óskarsson – (Valur)
Óðinn Þór Ríkharðsson þótti bestur í vetur.vísir/Sigurjón

Í Olís deild kvenna báru Íslandsmeistarar Fram af þó svo að mikilvægasti og besti leikmaðurinn væri sá hinn sami frá Akureyri. Verðlaunin voru eftirfarandi:

  • Besti þjálfari: Stefán Arnarson (Fram)
  • Mikilvægasti leikmaður: Rut Arnfjörð Jónsdóttir (KA/Þór)
  • Besti leikmaður: Rut Arnfjörð Jónsdóttir (KA/Þór)
  • Besti varnarmaður: Sunna Jónsdóttir (ÍBV)
  • Besti sóknarmaður: Karen Knútsdóttir – (Fram)
  • Besti markmaður: Hafdís Renötudóttir – (Fram)
  • Efnilegust: Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar)
Elín Klara Þorkelsdóttir var efnilegust.vísir/Sigurjón

Dómarar ársins voru þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson.

Háttvísiverðlaun HDSÍ fengu svo Arnór Snær Óskarsson (Valur, Olís deild karla) og Karen Knútsdóttir (Fram, Olísdeild kvenna.

Í Grill 66 deild karla voru verðlaunin eftirfarandi:

  • Þjálfari ársins: Carlos Martin Santos (Hörður)
  • Besti leikmaður: Kristján Orri Jóhannsson (ÍR)
  • Besti varnarmaður: Andri Heimir Friðriksson (ÍR)
  • Besti sóknarmaður: Tryggvi Garðar Jónsson (Valur U)
  • Besti markmaður: Sigurður Ingiberg Ólafsson (ÍR)
  • Efnilegastur: Tryggvi Garðar Jónsson (Valur U)
Tinna Sigurrós Traustadóttir fór heim með þrjá bikara.vísir/Sigurjón

Í Grill 66 deild kvenna var Tinna Sigurrós Traustadóttir allt í öllu. Verðlaunin voru eftirfarandi:

  • Þjálfari ársins: Svavar Vignisson (Selfoss)
  • Besti leikmaður: Tinna Sigurrós Traustadóttir (Selfoss)
  • Besti varnarmaður: Tinna Soffía Traustadóttir (Selfoss)
  • Besti sóknarmaður: Tinna Sigurrós Traustadóttir (Selfoss)
  • Besti markmaður: Ísabella Schobel Björnsdóttir (ÍR)
  • Efnilegust: Tinna Sigurrós Traustadóttir (Selfoss)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×