Menntun á óvissutímum Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 1. júní 2022 16:30 Menntun er eitt skarpasta verkfæri allra þjóða til að stuðla að breytingum og búa til betra samfélag. Um þessar mundir sækja tæplega 900 manns menntaráðstefnuna NERA 2022 á Íslandi. Menntavísindasvið Háskóla Íslands heldur ráðstefnuna í samstarfi við samtökin Nordic Educational Research Association en yfirskrift ráðstefnunnar í ár er: Menntun og þátttaka á óvissutímum. Flestir ráðstefnugestir koma frá háskólum á Norðurlöndum en einnig hvaðan æva úr heimunum, sem dæmi eru þátttakendur frá England, Hollandi, Japan og Kína. Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi hvað hefur breyst og hvar við erum stödd eftir um það bil tvö ár sem COVID-faraldurinn hefur truflað líf okkar á nánast allan mögulegan hátt. Það er erfitt að taka ekki eftir því hversu mikið það hefur leitt í ljós um samfélög okkar. Faraldurinn hefur leitt í ljós hversu brothætt við erum, en það hefur líka sýnt að við erum sterk. Skólatakmarkanir og takmarkaður aðgangur að opinberri þjónustu bitnaði vissulega harðast á þeim sem þegar eru jaðarsettir, og því miður eru þau of mörg í okkar annars velmegandi norrænum samfélögum. Og vissulega halda tímarnir áfram að vera ótryggir, með stríði og pólitískri og efnahagslegri spennu í Evrópu, eins og í of mörgum öðrum heimsálfum. Hvers vegna? Hvers vegna er þetta að gerast? Hvers vegna velur vel menntað fólk aftur og aftur stríð fram yfir frið? Fræðimenn, kennarar og hugsjónafólk hefur haldið því fram öldum saman að efling menntunar sé lykillinn að betra lífi, velmegunarsamfélögum og alþjóðlegum friði? Hvar getum við leitað svara og lausna? Er það í rannsóknum, samfélagi eða trú? Eða verðum við kannski að leita lausna og samvinnu á öllum þessum sviðum? Ég varpa fram þessum spurningum til að hvetja þig til að hugsa um hið mikilvæga hlutverk menntarannsókna í ljósi þeirra miklu alþjóðlegu og staðbundnu áskorana sem samfélög um allan heim standa frammi fyrir. Ég hvet þig til að velta fyrir þér skyldum þess fræðafólks og fagfólks sem hafa ákveðið að helga starfsferil sinn menntun og menntarannsóknum, að kanna og varpa ljósi á hvernig samfélög okkar, ef til vill markvisst eða kannski fyrir tilviljun, skipuleggja formlega og óformlega menntun. Við hvern ættum við menntarannsakendur að tala við, hlusta á, eiga samstarf við og bindast böndum? Það eru svo margir ólíkir hagsmunaaðilar sem ættu að taka virkan þátt í að móta raunveruleikann innan skóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og heimila. Sjónarhorn þeirra og upplifun mótast af mismunandi völdum, aðgengi og sýnileika. Tökum höndum saman við þá sem þurfa að vera sýnilegri, efla og taka þátt. Tökum einnig höndum saman við þau sem veita menntakerfinu faglega og pólitíska forystu til að móta stefnuna, taka virkan þátt í menntaumræðunni. Tökum líka höndum saman við þau sem leiða nýsköpun í menntakerfinu og öflugt hugsjónafólk. Flest okkar viljum það sama – við viljum betri samfélög og við viljum búa í heimi þar sem hlúð er að fólki, það er ekki myrt eða hrakið frá löndum sínum, heimilum sínum. Menntavísindasvið hefur á undanförnum árum á markvissan hátt komið á samstarfi við stjórnvöld, fagfélög og sveitarfélög, ekki síst Reykjavíkurborg, til að efla íslenskt menntakerfi. Næsta haust mun Nýsköpunarstofa menntunar taka til starfa og verða spennandi vettvangur fyrir fræðimenn, kennara, frumkvöðla sem og skóla og þekkingarfyrirtæki, til að deila og þróa samfélagslega nýsköpun innan menntunar. Hlutverk fræðasamfélagsins er einnig að sinna fjölbreyttum grunnrannsóknum. Háskóli Íslands hefur síðan 2019 hlotið viðurkenningu Times Higher Education Ranking sem einn af 301 til 400 fremstu háskólum í heimi á sviði menntavísinda. Það ber vott um mikla sókn á sviði menntavísinda hér á landi. Á árunum 2020 til 2021 tvöfölduðu fræðimenn innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands alþjóðlega rannsóknarfjármögnun sína. Því ber að þakka metnaðarfullu starfi innan Háskóla Íslands en einnig sterku samstarfi við norræna og alþjóðlega samstarfsmenn, þar á meðal NERA rannsóknarnetin. Meginmarkmið okkar er að hafa áhrif, skapa þekkingu sem breytir lífi. Gerum það saman! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Greinin byggir á ávarpi sem höfundur flutti við upphaf NERA ráðstefnunnar 1. júní 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Menntun er eitt skarpasta verkfæri allra þjóða til að stuðla að breytingum og búa til betra samfélag. Um þessar mundir sækja tæplega 900 manns menntaráðstefnuna NERA 2022 á Íslandi. Menntavísindasvið Háskóla Íslands heldur ráðstefnuna í samstarfi við samtökin Nordic Educational Research Association en yfirskrift ráðstefnunnar í ár er: Menntun og þátttaka á óvissutímum. Flestir ráðstefnugestir koma frá háskólum á Norðurlöndum en einnig hvaðan æva úr heimunum, sem dæmi eru þátttakendur frá England, Hollandi, Japan og Kína. Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi hvað hefur breyst og hvar við erum stödd eftir um það bil tvö ár sem COVID-faraldurinn hefur truflað líf okkar á nánast allan mögulegan hátt. Það er erfitt að taka ekki eftir því hversu mikið það hefur leitt í ljós um samfélög okkar. Faraldurinn hefur leitt í ljós hversu brothætt við erum, en það hefur líka sýnt að við erum sterk. Skólatakmarkanir og takmarkaður aðgangur að opinberri þjónustu bitnaði vissulega harðast á þeim sem þegar eru jaðarsettir, og því miður eru þau of mörg í okkar annars velmegandi norrænum samfélögum. Og vissulega halda tímarnir áfram að vera ótryggir, með stríði og pólitískri og efnahagslegri spennu í Evrópu, eins og í of mörgum öðrum heimsálfum. Hvers vegna? Hvers vegna er þetta að gerast? Hvers vegna velur vel menntað fólk aftur og aftur stríð fram yfir frið? Fræðimenn, kennarar og hugsjónafólk hefur haldið því fram öldum saman að efling menntunar sé lykillinn að betra lífi, velmegunarsamfélögum og alþjóðlegum friði? Hvar getum við leitað svara og lausna? Er það í rannsóknum, samfélagi eða trú? Eða verðum við kannski að leita lausna og samvinnu á öllum þessum sviðum? Ég varpa fram þessum spurningum til að hvetja þig til að hugsa um hið mikilvæga hlutverk menntarannsókna í ljósi þeirra miklu alþjóðlegu og staðbundnu áskorana sem samfélög um allan heim standa frammi fyrir. Ég hvet þig til að velta fyrir þér skyldum þess fræðafólks og fagfólks sem hafa ákveðið að helga starfsferil sinn menntun og menntarannsóknum, að kanna og varpa ljósi á hvernig samfélög okkar, ef til vill markvisst eða kannski fyrir tilviljun, skipuleggja formlega og óformlega menntun. Við hvern ættum við menntarannsakendur að tala við, hlusta á, eiga samstarf við og bindast böndum? Það eru svo margir ólíkir hagsmunaaðilar sem ættu að taka virkan þátt í að móta raunveruleikann innan skóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og heimila. Sjónarhorn þeirra og upplifun mótast af mismunandi völdum, aðgengi og sýnileika. Tökum höndum saman við þá sem þurfa að vera sýnilegri, efla og taka þátt. Tökum einnig höndum saman við þau sem veita menntakerfinu faglega og pólitíska forystu til að móta stefnuna, taka virkan þátt í menntaumræðunni. Tökum líka höndum saman við þau sem leiða nýsköpun í menntakerfinu og öflugt hugsjónafólk. Flest okkar viljum það sama – við viljum betri samfélög og við viljum búa í heimi þar sem hlúð er að fólki, það er ekki myrt eða hrakið frá löndum sínum, heimilum sínum. Menntavísindasvið hefur á undanförnum árum á markvissan hátt komið á samstarfi við stjórnvöld, fagfélög og sveitarfélög, ekki síst Reykjavíkurborg, til að efla íslenskt menntakerfi. Næsta haust mun Nýsköpunarstofa menntunar taka til starfa og verða spennandi vettvangur fyrir fræðimenn, kennara, frumkvöðla sem og skóla og þekkingarfyrirtæki, til að deila og þróa samfélagslega nýsköpun innan menntunar. Hlutverk fræðasamfélagsins er einnig að sinna fjölbreyttum grunnrannsóknum. Háskóli Íslands hefur síðan 2019 hlotið viðurkenningu Times Higher Education Ranking sem einn af 301 til 400 fremstu háskólum í heimi á sviði menntavísinda. Það ber vott um mikla sókn á sviði menntavísinda hér á landi. Á árunum 2020 til 2021 tvöfölduðu fræðimenn innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands alþjóðlega rannsóknarfjármögnun sína. Því ber að þakka metnaðarfullu starfi innan Háskóla Íslands en einnig sterku samstarfi við norræna og alþjóðlega samstarfsmenn, þar á meðal NERA rannsóknarnetin. Meginmarkmið okkar er að hafa áhrif, skapa þekkingu sem breytir lífi. Gerum það saman! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Greinin byggir á ávarpi sem höfundur flutti við upphaf NERA ráðstefnunnar 1. júní 2022.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun