Viðskipti innlent

Met­árs­fjórðungur hjá út­flutnings­­stoðunum þremur

Árni Sæberg skrifar
Endurkoma ferðamannanna skýrir án ef 560 prósent aukningu í útflutningsverðmætum ferðaþjónustunnar á milli ára.
Endurkoma ferðamannanna skýrir án ef 560 prósent aukningu í útflutningsverðmætum ferðaþjónustunnar á milli ára. Vísir/Vilhelm

Útflutningsverðmæti Íslands jukust mikið á fyrsta ársfjórðungi þessa árs ef miðað er við sama ársfjórðung síðasta árs. Mest aukning varð í útflutningsverðmætum allra stoðanna þriggja; ferðaþjónustu, sjávarútvegi og stóriðju.

Í grein hagfræðideildar Landsbankans á vef bankans segir að útflutningsverðmæti stoðanna þriggja á fjórðungnum hafi numið 242,3 milljörðum króna og að það hafi aldrei áður mælst hærra.

Heildarútflutningsverðmæti á fyrsta fjórðungi ársins numu 355,6 milljörðum króna borið saman við 226,7 millljarða króna á sama tímabili í fyrra. Í grein hagfræðideildar segir að mest aukning hafi verið í ferðaþjónustu, sjávarútvegi og stóriðju, en sú mikla aukning skýrist af mikilli aukningu í ferðamannafjölda, miklum loðnuveiðum og mikilli hækkun á álverði frá því í fyrra.

Mesta aukningin varð í útflutningsverðmætum ferðaþjónustunnar en þau jukust um 44,3 milljarða króna eða 560 prósent. Ekki þarf hagfræðing til að sjá að svo mikil aukning stafar af áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar, sem stóð sem hæst á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×