PGA-meistaramótið er eitt af fjórum risamótunum í golfi. Líkt og vanalega er mikil spenna fyrir móti ársins. Justin Thomas fór virkilega vel af stað og leiddi um tíma en er sem stendur í 3. sæti á sex höggum undir pari.
Ridiculous golf shot from @WillZalatoris!
— PGA TOUR (@PGATOUR) May 20, 2022
He now has the solo lead at 9-under. pic.twitter.com/HvHM3nVaa0
Mito Pereira frá Síle og Will Zalatoris frá Bandaríkjunum eru jafnir þegar þetta er skrifað á átta höggum undir pari. Pereira hefur leikið 17 holur á meðan Zalatoris hefur leikið 15 holur.
Tiger Woods er jafn öðrum kylfingum í 62. sæti á fjórum höggum undir pari.