Áfangi í baráttunni fyrir húsnæðisöryggi Drífa Snædal skrifar 20. maí 2022 14:00 Áfanga var náð í húsnæðismálum í gær þegar húsnæðishópur þjóðhagsráðs skilaði af sér tillögum sínum. Það er ekkert launungarmál að við í verkalýðshreyfingunni vildum ganga lengra, enda staðan á leigumarkaði og hjá þeim sem bera nú íþyngjandi vaxtahækkanir orðin óbærileg. Við stóðum þó að skýrslunni enda hangir við hana yfirlýsing um ný húsaleigulög í haust, á forsendum þess sem lofað hefur verið, og ítrekað í skýrslunni. Það er ljóst að umbætur í húsnæðismálum er ein forsenda kjarasamningsgerðar í haust. Í skýrslunni er jafnframt viðurkennt það viðmið að húsnæðiskostnaður eigi að vera 25% af tekjum fólks og ef hann fer umfram 40% er húsnæðiskostnaður orðinn íþyngjandi. Loksins er komið viðmið um hvað telst ásættanlegur húsnæðiskostnaður og þá skal miða uppbyggingu húsnæðis og húsnæðisstuðning hins opinbera við það. Fleiri tíðindi eru boðuð í tillögunum, en við erum komin nær því en nokkurn tíma áður að geta áætlað húsnæðisþörfina örugglega fram í tímann. Er hún nú talin vera 4.000 íbúðir árlega á landsvísu næstu fimm árin og 3.500 næstu fimm ár þar á eftir. Enn erum við að súpa seyðið af bankahruninu þegar byggingamarkaðurinn fór í frost og við höfum ekki náð upp í þær alvarlegu afleiðingar. Af þessum nýbyggingum næstu árin eiga því sem næst 30% íbúðanna að vera í almenna íbúðakerfinu, sem sagt byggð af óhagnaðardrifnum leigufélögum eins og Bjargi. Þetta er hærra hlutfall en áður hefur verið miðað við og ef vel tekst til þá mun þetta hafa veruleg áhrif á húsnæðisöryggi og afkomu. Fjölmörg önnur atriði eru í tillögunum en mig langar sérstaklega að staldra við endurbætur á húsnæðisstuðningi hins opinbera. ASÍ sýndi glögglega fram á það í vetur að húsnæðisstuðningurinn færi frekar til þeirra sem eru tekjuhæstir en lág- og milliltekjuhópa í samfélaginu. Þau sem þurfa ekki á stuðningi að halda fá hann, aðrir sitja eftir. Á grunni þessara gagna verður farið í að endurskipuleggja húsnæðisstuðning hins opinbera og er það einnig tímasett hvernær því skal lokið. Ég segi það enn og aftur: Húsnæðismál eru stærsta lífskjaramálið, bæði húsnæðiskostnaður og ekki síður húsnæðisöryggi. Það náðist áfangi í þeirri baráttu í gær og við fylgjum því fast eftir. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Áfanga var náð í húsnæðismálum í gær þegar húsnæðishópur þjóðhagsráðs skilaði af sér tillögum sínum. Það er ekkert launungarmál að við í verkalýðshreyfingunni vildum ganga lengra, enda staðan á leigumarkaði og hjá þeim sem bera nú íþyngjandi vaxtahækkanir orðin óbærileg. Við stóðum þó að skýrslunni enda hangir við hana yfirlýsing um ný húsaleigulög í haust, á forsendum þess sem lofað hefur verið, og ítrekað í skýrslunni. Það er ljóst að umbætur í húsnæðismálum er ein forsenda kjarasamningsgerðar í haust. Í skýrslunni er jafnframt viðurkennt það viðmið að húsnæðiskostnaður eigi að vera 25% af tekjum fólks og ef hann fer umfram 40% er húsnæðiskostnaður orðinn íþyngjandi. Loksins er komið viðmið um hvað telst ásættanlegur húsnæðiskostnaður og þá skal miða uppbyggingu húsnæðis og húsnæðisstuðning hins opinbera við það. Fleiri tíðindi eru boðuð í tillögunum, en við erum komin nær því en nokkurn tíma áður að geta áætlað húsnæðisþörfina örugglega fram í tímann. Er hún nú talin vera 4.000 íbúðir árlega á landsvísu næstu fimm árin og 3.500 næstu fimm ár þar á eftir. Enn erum við að súpa seyðið af bankahruninu þegar byggingamarkaðurinn fór í frost og við höfum ekki náð upp í þær alvarlegu afleiðingar. Af þessum nýbyggingum næstu árin eiga því sem næst 30% íbúðanna að vera í almenna íbúðakerfinu, sem sagt byggð af óhagnaðardrifnum leigufélögum eins og Bjargi. Þetta er hærra hlutfall en áður hefur verið miðað við og ef vel tekst til þá mun þetta hafa veruleg áhrif á húsnæðisöryggi og afkomu. Fjölmörg önnur atriði eru í tillögunum en mig langar sérstaklega að staldra við endurbætur á húsnæðisstuðningi hins opinbera. ASÍ sýndi glögglega fram á það í vetur að húsnæðisstuðningurinn færi frekar til þeirra sem eru tekjuhæstir en lág- og milliltekjuhópa í samfélaginu. Þau sem þurfa ekki á stuðningi að halda fá hann, aðrir sitja eftir. Á grunni þessara gagna verður farið í að endurskipuleggja húsnæðisstuðning hins opinbera og er það einnig tímasett hvernær því skal lokið. Ég segi það enn og aftur: Húsnæðismál eru stærsta lífskjaramálið, bæði húsnæðiskostnaður og ekki síður húsnæðisöryggi. Það náðist áfangi í þeirri baráttu í gær og við fylgjum því fast eftir. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar