Körfubolti

„Ertu að grínast með Hjálmar Stefánsson?“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hjálmar Stefánsson var stigahæstur á vellinum í oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn.
Hjálmar Stefánsson var stigahæstur á vellinum í oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Bára Dröfn

Finnur Freyr Stefánsson varð í kvöld Íslandsmeistari í sjötta sinn þegar Valur vann Tindastól, 73-60, í oddaleik í úrslitum Subway-deildar karla í kvöld.

Finnur segir að titill kvöldsins sé alveg jafn minnistæður og hinir fimm sem hann vann með KR. Hann nýtti samt tækifærið og minntist sérstaklega á Pavel Ermolinskij sem varð Íslandsmeistari í áttunda sinn í kvöld.

„Með öllum hinum. Þetta er alltaf sætt, geggjað. Hey, Pavel Ermolinskij strákar, Pavel Ermolinskij. Eruði að grínast? Djöfulsins vilji. Þetta er lið er geggjað, þetta lið, þessi umgjörð. Ég er stoltur, þakklátur fyrir Stólanna fyrir frábæra baráttu og allt það,“ sagði Finnur í samtali við Vísi eftir leik.

„Stólarnir gerðu ótrúlega vel í þessari úrslitakeppni. Þeir ýttu okkur út úr öllu og við spiluðum allt annan körfubolta en við gerðum í allri úrslitakeppninni en samt fórum við í gegnum þetta.“

En hver var lykilinn að sigrinum í kvöld?

„Vörnin. Það sem við lögðum upp með í byrjun, að byggja þetta á vörninni. Svo kom sóknin. Ertu að grínast með Hjálmar Stefánsson? Skildu hann eftir opinn, gerðu það oftar,“ sagði Finnur sigurreifur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×