Handbolti

Aron úr leik í Meistaradeildinni

Atli Arason skrifar
Aron Palmarsson spilar ekki meira í Meistaradeildinni á þessu tímabili. 
Aron Palmarsson spilar ekki meira í Meistaradeildinni á þessu tímabili.  Getty Images

Aron Pálmarsson liðsfélagar hans í Álaborg eru úr leik í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir sigur á Veszprém, 37-35. Álaborg tapaði fyrri leiknum 29-36 og samanlögð niðurstaða því 66-71, Veszprém í vil.

Aron varð fyrir því óláni að meiðast í upphitun og tók hann því ekki þátt í þessum leik gegn sínum fyrrum félögum í Veszprém.

Norðmaðurinn í liði Álaborg, Kristian Björnsen, var markahæsti leikmaður vallarins í kvöld með níu mörk úr tíu skotum en það dugði ekki til gegn sterku liði Veszprém.

Veszprém mun leika gegn Montpellier eða Vive Kielce í undanúrslitum en Kielce leiðir það einvígi með þremur mörkum áður en þau mætast seinna í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.