Sport

Sögulegur sigurvegari þarf kannski að hætta keppni eftir kampavínsslys

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Biniam Girmay heldur hér um augað eftir óhappið.
Biniam Girmay heldur hér um augað eftir óhappið. AP/Massimo Paolone

Biniam Girmay skrifaði söguna þegar hann vann tíundu sérleið í Ítalíuhjólreiðunum en dagurinn endaði þó ekki jafnvel.

Girmay varð þarna fyrsti litaði Afríkumaðurinn sem nær að vinna sérleið á Grand Tour móti en hann tók Mathieu van der Poel á sprettinum í lokin.

Girmay fór upp á verðlaunapall eftir sérleiðina en hafði ekki heppnina með sér. Tappinn úr kampavínsflöskunni fór upp í auga hans.

Það var augljóst strax að hann fann mikið til og varð á endanum að fara af pallinum.

Liðið hans hlúði fyrst að Girmay en síðan varð ljóst að hann þurftu að fara upp á sjúkrahús til frekari rannsókna.

Það er líklegt að þessu augnmeiðsli gætu kostað hann frekari þátttöku í Ítalíuhjólreiðunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.