Viðskipti innlent

Fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs Icelandair keypti fyrir fimm milljónir

Eiður Þór Árnason skrifar
Ívar Sigurður Kristinsson á nú 4,2 milljónir hluta í Icelandair Group.
Ívar Sigurður Kristinsson á nú 4,2 milljónir hluta í Icelandair Group. Icelandair

Ívar Sigurður Kristinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group, keypti í dag þrjár milljónir hluta í félaginu fyrir 5,19 milljónir króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallar en kaupverðið var 1,73 krónur á hlut. Viðskiptablaðið greinir frá því að Ívar hafi fyrir átt nærri 1,2 milljónir að nafnvirði í félaginu samkvæmt Kauphallartilkynningum í febrúar 2022 og ágúst 2021. Miðað við það á Ívar því 4,2 milljónir hluta í Icelandair Group virði um 7,2 milljóna króna að markaðsviðri.

Ívar var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs flugfélagsins í ágúst 2021 en hann hafði áður gegnt stöðunni tímabundið og sömuleiðis ýmsum öðrum stjórnendastöðum hjá félaginu. Meðal annars hefur Ívar verið framkvæmdastjóri flotamála og leiðakerfis félagsins og stjórnandi á fjármálasviði.


Tengdar fréttir

Ívar fram­kvæmda­stjóri fjár­mála hjá Icelandair

Ívar S. Kristinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group. Hann hafði áður gegnt stöðunni tímabundið frá því í maí og hefur Ívar sömuleiðis gegn ýmsum stjórnendastöðum hjá félaginu á undanförnum árum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×